Körfubolti

Kristófer meiddist eftir ör­fáar sekúndur

Smári Jökull Jónsson skrifar
Kristófer Acox var borinn af velli.
Kristófer Acox var borinn af velli. vísir/anton

Úrslitaleikur Vals og Grindavíkur um úrslitaleikinn í körfuknattleik er nýhafinn. Valsmenn urðu fyrir áfalli strax í fyrstu sókn leiksins.

Það er gríðarleg stemmning að Hlíðarenda þar sem Valsmenn og Grindvíkingar eigast við um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik. Hvert einasta sæti í N1-höllinni er setið og rúmlega það.

Leikurinn hófst fyrir örfáum mínútum og strax í fyrstu sókn leiksins varð landsliðsmaðurinn Kristófer Acox fyrir meiðslum og var borinn af velli. DeAndre Kane leikmaður Grindavíkur keyrði þá á körfuna og Kristófer fór á móti honum. Þeir lentu í hörðum árekstri þar sem Kristófer virtist lenda illa.

Á myndinni hér fyrir neðan sem Anton Brink, ljósmyndari Vísis, tók má sjá hvar Kristófer heldur um vinstra hnéð. Á myndinni hér fyrir ofan sjást starfsmenn leiksins svo bera hann af velli.

Kristófer heldur um vinstra hnéð.vísir/anton

 

Leikur Vals og Grindavíkur er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport




Fleiri fréttir

Sjá meira


×