Handbolti

Erfitt kvöld hjá okkar mönnum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Viggó Kristjánsson skoraði fjögur mörk í tapi fyrir Kiel.
Viggó Kristjánsson skoraði fjögur mörk í tapi fyrir Kiel. getty/Hendrik Schmidt

Kvöldið var ekki gjöfult fyrir Íslendingana sem spiluðu í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Viggó Kristjánsson skoraði fjögur mörk þegar Leipzig tapaði stórt fyrir Kiel, 37-28. Andri Már Rúnarsson skoraði eitt mark.

Rúnar Sigtryggsson er þjálfari Leipzig sem er í 8. sæti deildarinnar.

Balingen-Weilstetten, sem er á botni deildarinnar, laut í lægra haldi fyrir Lemgo, 37-27. 

Daníel Þór Ingason skoraði fjögur mörk fyrir gestina sem eru löngu fallnir úr deildinni. Oddur Gretarsson klikkaði á eina skotinu sem hann tók í leiknum.

Elvar Örn Jónsson og Arnar Freyr Arnarsson léku ekki með Melsungen sem rúllaði yfir Göppingen, 22-32. 

Melsungen er í 5. sæti deildarinnar og ef liðið vinnur Kiel í lokaumferðinni um helgina tryggir það sér Evrópusæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×