Þolinmóðan mannvin á Bessastaði! Aleksandra Wasilewska skrifar 30. maí 2024 12:01 Forseti Íslands á fyrst og fremst að vera fólksins. Hann þarf að vera mannlegur, búa yfir góðri samvinnuhæfni og vera fær í samskiptum. Þar stendur Baldur Þórhallsson sannarlega sterkur eins og í mörgu öðru sem skiptir miklu máli þegar kemur að embætti forseta Íslands. Hann er nefnilega líka sérfræðingur í stöðu smáríkja í heiminum, þekkir stjórnskipan landsins afar vel og hefur skrifað meira um utanríkisstefnu Íslands en flest. Mig langar hins vegar að lyfta sérstaklega upp þeim mikilvæga og lýsandi eiginleika að sinna og viðhalda fallegum og heilbrigðum samböndum í samsettri fjölskyldu. Þar eru þeir Baldur og Felix miklar fyrirmyndir fyrir hefðbundnar fjölskyldur og fyrir nýjar fjölskyldugerðir. Samband þeirra við börn og barnabörn er einstaklega fallegt og ekki síður samband þeirra við barnsmæður sínar sem báðar hafa einlæglega lýst yfir stuðningi við Baldur. Það að viðhalda svona heilbrigðu fjölskyldusambandi eftir skilnað getur sagt mikið um einstakling. Til þess þarf þroska, ríka tilfinningagreind og góða aðlögunarhæfni. Báðir eru þeir, Baldur og Felix, miklir mannvinir með fallega framkomu og myndu sóma sér vel á Bessastöðum eða hvar sem þeir kæmu fram fyrir hönd þjóðarinnar. Það er mikilvægt að forseti geti sýnt stillingu og hafi þolinmæði fyrir öðru fólki og skoðunum þess. Framkoma sumra í síðasta pallborði Heimildarinnar sýndi að frambjóðendur mátast misvel í hlutverk forseta Íslands. Það er mikilvægt að sýna samferðafólki sínu virðingu og forseti landsins á að fara fram með góðu fordæmi. Að koma fram af virðingu við samferðafólk sitt, líka þá sem þú ert ósammála eða ert að keppa við, er eitthvað sem fólk ætti að tileinka sér, ekki síst fólk sem er í valdastöðum samfélagsins eða sækist eftir að komast í slíkar. Baldur er hreinn og beinn. Á bakvið hann standa hvorki valdaelítur né hópur fjármagnseigenda heldur er framboðið drifið áfram með starfi grasrótarinnar. Ég þarf að geta treyst því að forsetinn standi með almenningi og þess vegna kýs ég Baldur. Höfundur er flugfreyja og nemi í viðskiptafræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Forseti Íslands á fyrst og fremst að vera fólksins. Hann þarf að vera mannlegur, búa yfir góðri samvinnuhæfni og vera fær í samskiptum. Þar stendur Baldur Þórhallsson sannarlega sterkur eins og í mörgu öðru sem skiptir miklu máli þegar kemur að embætti forseta Íslands. Hann er nefnilega líka sérfræðingur í stöðu smáríkja í heiminum, þekkir stjórnskipan landsins afar vel og hefur skrifað meira um utanríkisstefnu Íslands en flest. Mig langar hins vegar að lyfta sérstaklega upp þeim mikilvæga og lýsandi eiginleika að sinna og viðhalda fallegum og heilbrigðum samböndum í samsettri fjölskyldu. Þar eru þeir Baldur og Felix miklar fyrirmyndir fyrir hefðbundnar fjölskyldur og fyrir nýjar fjölskyldugerðir. Samband þeirra við börn og barnabörn er einstaklega fallegt og ekki síður samband þeirra við barnsmæður sínar sem báðar hafa einlæglega lýst yfir stuðningi við Baldur. Það að viðhalda svona heilbrigðu fjölskyldusambandi eftir skilnað getur sagt mikið um einstakling. Til þess þarf þroska, ríka tilfinningagreind og góða aðlögunarhæfni. Báðir eru þeir, Baldur og Felix, miklir mannvinir með fallega framkomu og myndu sóma sér vel á Bessastöðum eða hvar sem þeir kæmu fram fyrir hönd þjóðarinnar. Það er mikilvægt að forseti geti sýnt stillingu og hafi þolinmæði fyrir öðru fólki og skoðunum þess. Framkoma sumra í síðasta pallborði Heimildarinnar sýndi að frambjóðendur mátast misvel í hlutverk forseta Íslands. Það er mikilvægt að sýna samferðafólki sínu virðingu og forseti landsins á að fara fram með góðu fordæmi. Að koma fram af virðingu við samferðafólk sitt, líka þá sem þú ert ósammála eða ert að keppa við, er eitthvað sem fólk ætti að tileinka sér, ekki síst fólk sem er í valdastöðum samfélagsins eða sækist eftir að komast í slíkar. Baldur er hreinn og beinn. Á bakvið hann standa hvorki valdaelítur né hópur fjármagnseigenda heldur er framboðið drifið áfram með starfi grasrótarinnar. Ég þarf að geta treyst því að forsetinn standi með almenningi og þess vegna kýs ég Baldur. Höfundur er flugfreyja og nemi í viðskiptafræði.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun