Svörtum vísað frá borði þegar kvartað var undan líkamslykt Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. maí 2024 08:04 Alvin Jackson, Emmanuel Jean Joseph and Xavier Veal var vísað frá borði þegar starfsmaður kvartaði undan líkamslykt frá ótilgreindum farþega. CBS Þrír svartir karlmenn hafa höfðað mál á hendur American Airlines en þeir voru látnir ganga frá borði eftir að kvartað var undan líkamslykt í einni af vélum félagsins. Mennirnir segja um að ræða mismunun á grundvelli kynþáttar. Atvikið átti sér stað á flugvellinum í Phoenix í Bandaríkjunum en þá gaf áhafnarmeðlimur sig á tal við mennina og bað þá vinsamlegast að ganga frá borði. Þess ber að geta að mennirnir þekktust ekki og voru ekki að ferðast saman. Mennirnir áttuðu sig fljótlega á því að verið að var að vísa öllum svörtum karlmönnum úr vélinni en þeir voru átta talsins. Þegar úr vélinni var komið var þeim sagt að karlkyns flugþjónn hefði kvartað undan líkamslykt. „Það er ekkert sem skýrir þetta annað en hörundslitur okkar,“ segir í yfirlýsingu karlanna þriggja; Alvin Jackson, Emmanuel Jean Joseph og Xavier Veal. Þeim hafi augljóslega verið mismunað á grundvelli kynþáttar. Tilraun var gerð af hálfu starfsmanna American Airlines til að finna annað flug fyrir mennina en þegar það hafðist ekki var þeim leyft að ganga aftur um borð. Í millitíðinni hafði flugmaðurinn tilkynnt það í gegnum hljóðkerfi vélarinnar að það væru tafir á brottför vegna „líkamslyktar“. Mennirnir segjast hafa upplifað djúpstæða skömm, niðurlægingu og reiði, bæði þegar þeir gengu aftur um borð og tóku sér sæti meðal hvítra farþeganna sem störðu á þá og þegar þeir neyddust til að eiga í samskiptum við flugþjónin sem hafði kvartað. Joseph segir ótrúlegt að atvik á borð við þetta séu enn að eiga sér stað árið 2024. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem American Airlines hefur verið sakað um kynþáttafordóma en mannréttindasamtökin NAACP gáfu út viðvörun árið 2017 þar sem svartir voru hvattir til þess að forðast að fljúga með félaginu. Umfjöllun BBC. Bandaríkin Fréttir af flugi Mannréttindi Black Lives Matter Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Mennirnir segja um að ræða mismunun á grundvelli kynþáttar. Atvikið átti sér stað á flugvellinum í Phoenix í Bandaríkjunum en þá gaf áhafnarmeðlimur sig á tal við mennina og bað þá vinsamlegast að ganga frá borði. Þess ber að geta að mennirnir þekktust ekki og voru ekki að ferðast saman. Mennirnir áttuðu sig fljótlega á því að verið að var að vísa öllum svörtum karlmönnum úr vélinni en þeir voru átta talsins. Þegar úr vélinni var komið var þeim sagt að karlkyns flugþjónn hefði kvartað undan líkamslykt. „Það er ekkert sem skýrir þetta annað en hörundslitur okkar,“ segir í yfirlýsingu karlanna þriggja; Alvin Jackson, Emmanuel Jean Joseph og Xavier Veal. Þeim hafi augljóslega verið mismunað á grundvelli kynþáttar. Tilraun var gerð af hálfu starfsmanna American Airlines til að finna annað flug fyrir mennina en þegar það hafðist ekki var þeim leyft að ganga aftur um borð. Í millitíðinni hafði flugmaðurinn tilkynnt það í gegnum hljóðkerfi vélarinnar að það væru tafir á brottför vegna „líkamslyktar“. Mennirnir segjast hafa upplifað djúpstæða skömm, niðurlægingu og reiði, bæði þegar þeir gengu aftur um borð og tóku sér sæti meðal hvítra farþeganna sem störðu á þá og þegar þeir neyddust til að eiga í samskiptum við flugþjónin sem hafði kvartað. Joseph segir ótrúlegt að atvik á borð við þetta séu enn að eiga sér stað árið 2024. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem American Airlines hefur verið sakað um kynþáttafordóma en mannréttindasamtökin NAACP gáfu út viðvörun árið 2017 þar sem svartir voru hvattir til þess að forðast að fljúga með félaginu. Umfjöllun BBC.
Bandaríkin Fréttir af flugi Mannréttindi Black Lives Matter Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira