Baldur harðneitar að segja hver lagði að honum að hætta Jakob Bjarnar skrifar 30. maí 2024 10:38 Baldur Þórhallsson segir um tveggja einstaklinga tal að ræða og hann vill ekki upplýsa um hver lagði að honum að leggja niður vopn. vísir/vilhelm Baldur Þórhallsson forsetaframbjóðandi hélt því fram í kappræðum Heimildarinnar í vikunni að hann hafi verið hvattur til að bjóða sig ekki fram til embættis forseta Íslands. Hann neitar að upplýsa um hver sá var sem það gerði. Fram kom að þetta væri í tengslum við mögulegt framboð Katrínar Jakobsdóttur þá forsætisráðherra. Og hvatningin mun hafa komið úr herbúðum hennar, en áður en fyrir lá að Katrín myndi fara fram. Katrín sagði við sama tækifæri að þetta væri nýtt fyrir sér og hún óskaði eftir því að fá að vita hver sá væri sem hefði hvatt Baldur til að leggja niður skottið. En Baldur neitaði. Vísir gekk á eftir svörum við Baldur, því meðan um er að ræða huldumann getur þetta vart flokkast undir annað en dylgjur. Baldur segir hins vegar að honum hafi verið nauðugur einn kostur, að svara á þann veg sem hann gerði. „Allir frambjóðendurnir fengu spurningu um það hvort einhverjir hefðu þrýst á okkur um að draga framboð okkar til baka. Ég svaraði því eins og er enda ekkert leyndarmál. En ég get ekki gefið upp hverjir það voru enda um tveggja einstaklinga tal að ræða,” segir Baldur spurður beint út hver þessi einstaklingur væri. En Baldur áttar sig á að meðan viðkomandi er nafnlaus þá getur þetta aldrei flokkast undir annað en vafasaman orðróm? „Það eru fleiri til vitnis um að þessi samtöl hafi átt sér stað. Svo fólk getur bara ákveðið fyrir sig hvað það gerir við þessar upplýsingar.” Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Tengdar fréttir Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði fram að kosningum. 1. mars 2024 09:00 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Flugferðum aflýst Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Fleiri fréttir Jólagjöfina í ár má víst meta vel til fjár Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Sjá meira
Fram kom að þetta væri í tengslum við mögulegt framboð Katrínar Jakobsdóttur þá forsætisráðherra. Og hvatningin mun hafa komið úr herbúðum hennar, en áður en fyrir lá að Katrín myndi fara fram. Katrín sagði við sama tækifæri að þetta væri nýtt fyrir sér og hún óskaði eftir því að fá að vita hver sá væri sem hefði hvatt Baldur til að leggja niður skottið. En Baldur neitaði. Vísir gekk á eftir svörum við Baldur, því meðan um er að ræða huldumann getur þetta vart flokkast undir annað en dylgjur. Baldur segir hins vegar að honum hafi verið nauðugur einn kostur, að svara á þann veg sem hann gerði. „Allir frambjóðendurnir fengu spurningu um það hvort einhverjir hefðu þrýst á okkur um að draga framboð okkar til baka. Ég svaraði því eins og er enda ekkert leyndarmál. En ég get ekki gefið upp hverjir það voru enda um tveggja einstaklinga tal að ræða,” segir Baldur spurður beint út hver þessi einstaklingur væri. En Baldur áttar sig á að meðan viðkomandi er nafnlaus þá getur þetta aldrei flokkast undir annað en vafasaman orðróm? „Það eru fleiri til vitnis um að þessi samtöl hafi átt sér stað. Svo fólk getur bara ákveðið fyrir sig hvað það gerir við þessar upplýsingar.”
Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Tengdar fréttir Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði fram að kosningum. 1. mars 2024 09:00 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Flugferðum aflýst Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Fleiri fréttir Jólagjöfina í ár má víst meta vel til fjár Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Sjá meira
Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði fram að kosningum. 1. mars 2024 09:00