Innlent

Svaka­lega jafnt á toppnum sam­kvæmt nýrri könnun Prósents

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Stimplarnir sem bíða kjósenda í kosningunum til forseta Íslands.
Stimplarnir sem bíða kjósenda í kosningunum til forseta Íslands. Vísir/Vilhelm

Ómarktækur munur er á Höllu Tómasdóttur, Katrínu Jakobsdóttur og Höllu Hrund Logadóttur í nýrri skoðanakönnun Prósents fyrir Morgunblaðið.

Niðurstöður könnunarinnar sem framkvæmd var frá því á mánudaginn og til dagsins í dag er eftirfarandi:

  • Halla Tómasdóttir 23,5%
  • Katrín Jakobsdóttir 22,2%
  • Halla Hrund Logadóttir 22%
  • Baldur Þórhallsson 14,6%
  • Jón Gnarr 9,0%
  • Arnar Þór Jónsson 6,1%
  • Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir 1,1%
  • Viktor Traustason 0,5%
  • Ásdís Rán Gunnarsdóttir 0,5%
  • Helga Þórisdóttir 0,4%
  • Ástþór magnússon 0,1%
  • Eiríkur Ingi Jóhannsson 0%

Ekki er marktækur munur á Höllu Tómasdóttur, Katrínu Jakobsdóttur og Höllu Hrund Logadóttur.

Könnun Maskínu fyrr í dag sýndi hnífjafnt á toppnum hjá Katrínu og Höllu Tómasdóttur. 

Könnun Félagsvísindastofnunar sýnir Katrínu hafa gott forskot á Höllurnar tvær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×