Innlent

Bein út­sending: Kapp­ræður á Stöð 2 sem gætu skipt sköpum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Heimir Már Pétursson stýrir kappræðunum sem hefjast að loknum kvöldfréttum, í opinni dagskrá og beinni útsendingu.
Heimir Már Pétursson stýrir kappræðunum sem hefjast að loknum kvöldfréttum, í opinni dagskrá og beinni útsendingu. Vísir/Vilhelm

Þeir sex forsetaframbjóðendur sem mælst hafa efstir í könnunum undanfarnar vikur mæta í lokakappræður Stöðvar 2 strax að loknum kvöldfréttum. Þátturinn verður í beinni útsendingu og opinni dagskrá bæði á Stöð 2 og Vísi.

Heimir Már Pétursson fréttamaður stýrir umræðunum og lofar spennandi þætti þar sem frambjóðendur verði spurðir krefjandi spurninga. Elísabet Inga Sigurðardóttir hitti frambjóðendurna í vikunni og tók þá í atvinnuviðtal enda öll sex umsækjendur um eftirsótt starf sem nýtur mikillar virðinga. Sjón er sögu ríkari.

Bein útsending hefst klukkan 18:55 auk þess sem fylgst verður með gangi mála í vaktinni að neðan. Endurhlaðið síðunni ef vaktin birtist ekki strax.


Tengdar fréttir

Katrín með mikið forskot í nýrri könnun

Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands er Katrín Jakobsdóttir með 26,3 prósenta fylgi en næsti maður, Halla Tómasdóttir, með 18,5 prósenta fylgi. Halla Hrund Logadóttir mælist með litlu minna fylgi en nafna hennar, 18,4 prósent.

Katrín og Halla Tómasdóttir hnífjafnar í nýrri könnun Maskínu

Katrín Jakobsdóttir og Halla Tómasdóttir eru hnífjafnar samkvæmt nýrri könnun fyrir fréttastofuna. Marktækur munur er á fylgi þeirra og Höllu Hrundar Logadóttur sem nýtur næst mest fylgis á eftir þeim. Seinni kappræður fréttastofunnar vegna forsetakosninganna næst komandi laugardag verða í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 og Vísi strax að loknum kvöldfréttum.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×