„Gott að fá sjálfstraust“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. maí 2024 20:37 Haukur Páll Sigurðsson (lengst til hægri) var að venju í stuttbuxum á hliðarlínunni. vísir/diego Haukur Páll Sigurðsson, aðstoðarþjálfari Vals, var sáttur eftir góðan 5-1 sigur á Stjörnunni í Bestu deild karla. Hann viðurkenndi að tilfinningin væri góð í samtali við Vísi eftir leik. „Fyrst og fremst ánægður með sigurinn. Mér fannst við vera aggressívir. Við vissum að þeir vildu spila sig í gegnum miðjuna og þeir eru góðir í því. Sýnir sig vel í öðru markinu þegar við vinnum boltann á þeirra vallarhelming, þar kom bara ein sending í gegn og mark. Heilt yfir mjög góð frammistaða,“ sagði Haukur Páll. Valur komst ítrekað innfyrir vörn Stjörnunnar, sérstaklega eftir skyndisóknir. Var þetta dagskipun þjálfaranna? „Klárlega, við ætluðum okkur að fara á bakvið vörnina. Þeir vilja boltann fara í gegnum miðjuna og þeir voru að taka smá sénsa. Við ákváðum að fara hátt á þá. Mér fannst það ganga vel og svo vorum við með ógn afturfyrir líka. Gott að Tryggvi skoraði og Gísli. Það var góð dreifing á mörkunum og þau voru mjög góð.“ sagði Haukur Guðmundur Andri Tryggvason lék í fyrsta sinn í byrjunarliði Vals í dag en þurfti að fara útaf meiddur eftir 25 mínútna leik. Hann virtist ekki sáttur við ákvörðunina að þurfa að fara útaf en hvernig leit þetta út fyrir þjálfurum. „Hann er búinn að vera í miklum meiðslum í vetur og sá fyrir sér að fá tækifæri í dag. Er búinn að vera að standa sig vel á æfingum og var að gera vel í leiknum. Hann fær þungt högg á mjöðmina og er haltur. Þetta var aðallega bara að hann vildi spila og var þess vegna svekktur. Hann mun fá fleiri mínútur, það er klárt.“ sagði Haukur. Aron Jóhannsson var óvænt ekki í liði Vals í dag, hver er staðan á honum? „Aron er meiddur. Hann er búinn að vera aðeins með í ökklanum og svo fékk hann smá vöðvatognun. Ekkert alvarlegt en hann gat allavega ekki verið með í dag.“ sagði Haukur og bætti við um meiðsli Gylfa Þórs Sigurðssonar. „Veit ekki stöðuna á því. Vonumst eftir því að Gylfi komi til baka eftir landsleikjahlé. Hann er byrjaður að hreyfa sig og líður betur núna. Verður bara að koma í ljós.“ Valsarar eru í þriðja sæti deildarinnar og halda í við efstu tvö liðin, Breiðablik og Víking. Hvað taka Valsarar útúr þessum leik. „Bara sjálfstraust. Við erum að fara á erfiðan völl í næsta leik að spila á móti KR. Gott að menn fá sjálfstraust í dag. Sérstaklega þeir sem skoruðu.“ Besta deild karla Valur Stjarnan Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira
„Fyrst og fremst ánægður með sigurinn. Mér fannst við vera aggressívir. Við vissum að þeir vildu spila sig í gegnum miðjuna og þeir eru góðir í því. Sýnir sig vel í öðru markinu þegar við vinnum boltann á þeirra vallarhelming, þar kom bara ein sending í gegn og mark. Heilt yfir mjög góð frammistaða,“ sagði Haukur Páll. Valur komst ítrekað innfyrir vörn Stjörnunnar, sérstaklega eftir skyndisóknir. Var þetta dagskipun þjálfaranna? „Klárlega, við ætluðum okkur að fara á bakvið vörnina. Þeir vilja boltann fara í gegnum miðjuna og þeir voru að taka smá sénsa. Við ákváðum að fara hátt á þá. Mér fannst það ganga vel og svo vorum við með ógn afturfyrir líka. Gott að Tryggvi skoraði og Gísli. Það var góð dreifing á mörkunum og þau voru mjög góð.“ sagði Haukur Guðmundur Andri Tryggvason lék í fyrsta sinn í byrjunarliði Vals í dag en þurfti að fara útaf meiddur eftir 25 mínútna leik. Hann virtist ekki sáttur við ákvörðunina að þurfa að fara útaf en hvernig leit þetta út fyrir þjálfurum. „Hann er búinn að vera í miklum meiðslum í vetur og sá fyrir sér að fá tækifæri í dag. Er búinn að vera að standa sig vel á æfingum og var að gera vel í leiknum. Hann fær þungt högg á mjöðmina og er haltur. Þetta var aðallega bara að hann vildi spila og var þess vegna svekktur. Hann mun fá fleiri mínútur, það er klárt.“ sagði Haukur. Aron Jóhannsson var óvænt ekki í liði Vals í dag, hver er staðan á honum? „Aron er meiddur. Hann er búinn að vera aðeins með í ökklanum og svo fékk hann smá vöðvatognun. Ekkert alvarlegt en hann gat allavega ekki verið með í dag.“ sagði Haukur og bætti við um meiðsli Gylfa Þórs Sigurðssonar. „Veit ekki stöðuna á því. Vonumst eftir því að Gylfi komi til baka eftir landsleikjahlé. Hann er byrjaður að hreyfa sig og líður betur núna. Verður bara að koma í ljós.“ Valsarar eru í þriðja sæti deildarinnar og halda í við efstu tvö liðin, Breiðablik og Víking. Hvað taka Valsarar útúr þessum leik. „Bara sjálfstraust. Við erum að fara á erfiðan völl í næsta leik að spila á móti KR. Gott að menn fá sjálfstraust í dag. Sérstaklega þeir sem skoruðu.“
Besta deild karla Valur Stjarnan Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira