Óttarr og Sigurjón ráðherrar Jóns í stjórnarkreppu Jón Þór Stefánsson skrifar 30. maí 2024 22:32 „Ég er kominn strax með tvo ráðherra og svo myndum við finna út úr rest,“ sagði Jón Gnarr um hvað hann myndi gera í mögulegri stjórnarkreppu. Vísir/Vilhelm Jón Gnarr segir að ef kæmi til stjórnarkreppu á meðan hann væri forseti og hann þyrfti að skipa utanþingsstjórn þá myndi hann skipa Óttarr Proppé, listamann og fyrrverandi heilbrigðisráðherra, og Sigurjón Kjartansson, kvikmyndagerðarmann og Tvíhöfðabróður Jóns, í ráðuneyti. Óttarr Proppé yrði forsætisráðherra og Sigurjón Kjartansson yrði menntamálráðherra. Þetta kom fram í kappræðum Stöðvar 2 í kvöld, en þar voru frambjóðendurnir spurðir út í hvað þeir myndu gera sem forseti kæmi til stjórnarkreppu. „Ég er með tvo einstaklinga í huga sem ég myndi treysta í þetta. Ég myndi skipa forsætisráðherra Óttarr Proppé. Enginn spurning. Og svo myndi ég gera Sigurjón Kjartansson að menntamálaráðherra vegna þess að ég svona hálflofaði honum því fyrir löngu síðan, og ég veit að hann langar það. Þarna fengi hann tækifæri til þess,“ sagði Jón. „Ég er kominn strax með tvo ráðherra og svo myndum við finna út úr rest.“ Þessir yrðu ráðherrar í utanþingsstjórn í forsetatíð Jóns ef það kæmi stjórnarkreppa.Vísir Einungis örþrifaráð Í kappræðunum voru frambjóðendurnir spurðir hvort það tæki þá langan tíma að skipa utanþingsstjórn og hvort það væri með sérstakt fólk í huga. Halla Tómasdóttir sagði að um væri að ræða heimild sem forsetinn er með en hann eigi ekki að nýta hann nema sem örþrifaráð. „Það tæki mig ekki langan tíma. Mig meira að segja dreymdi um þetta þegar ég var yngri að árum að það væri hægt að ráða í ríkisstjórn, þá eftir hæfni og bakgrunni,“ sagði Halla, sem vildi þó ekki fara að máta einstaka embættismenn við ráðherrastólana í sjónvarpssal. Hægt að stjórna Bretlandi með fimm góðum mönnum Arnar Þór Jónsson vísaði til orða Margrétar heitinnar Thatcher. „Hún sagði að það væri hægt að stjórna Bretlandi með fimm góðum mönnum. Five good men. En bætti því við að henni hefði aldrei tekist að finna alla fimm á sama tíma. Þannig það væri örugglega ekki einfalt mál á Íslandi, en örugglega gerlegt.“ Utanþingsstjórn ef ríkisstjórnarleysið væri hamlandi Katrín Jakobsdóttir sagði að sér þætti mikilvægt að forsetinn gæfi þinginu tíma. Hann eigi ekki að hlaupa til svo hann geti myndað utanþingsstjórn. Hún sagði þó að ef staðan væri orðin þannig að „ríkisstjórnarleysið“ væri farið að hamla eðlilegum störfum í stjórnsýslunni þá gæti hún skipað utanþingsstjórn nokkuð hratt og örugglega. Myndi skipa eftir því hvaða hæfni þörf væri á Halla Hrund Logadóttir tók undir með Katrínu. Hún sagði að hún myndi skipa utanþingsstjórn hratt og örugglega ef til þess kæmi, enda myndi það þýða að það lægi á því að fá nýja stjórn. „Ég myndi horfa á hvað væri í gangi í samfélaginu og hvers konar hæfni þyrfti fyrir verkefnin fram undan.“ Lýðræðislegra að skoða kosningar fyrst Baldur Þórhallsson sagði að ef sú staða væri kominn upp að fólk væri farið að íhuga utanþingsstjórn að þá myndi hann sem forseti athuga áhuga þingsins á að boða til nýrra kosninga. Honum þætti það lýðræðislegast. Hins vegar væri hann tilbúinn í ákveðinni stöðu að skipa utanþingsstjórn, en þá þyrfti líka að gera það með vilja þingsins þar sem það þurfi að vinna með ríkisstjórninni. Kappræðurnar má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Sjá meira
Óttarr Proppé yrði forsætisráðherra og Sigurjón Kjartansson yrði menntamálráðherra. Þetta kom fram í kappræðum Stöðvar 2 í kvöld, en þar voru frambjóðendurnir spurðir út í hvað þeir myndu gera sem forseti kæmi til stjórnarkreppu. „Ég er með tvo einstaklinga í huga sem ég myndi treysta í þetta. Ég myndi skipa forsætisráðherra Óttarr Proppé. Enginn spurning. Og svo myndi ég gera Sigurjón Kjartansson að menntamálaráðherra vegna þess að ég svona hálflofaði honum því fyrir löngu síðan, og ég veit að hann langar það. Þarna fengi hann tækifæri til þess,“ sagði Jón. „Ég er kominn strax með tvo ráðherra og svo myndum við finna út úr rest.“ Þessir yrðu ráðherrar í utanþingsstjórn í forsetatíð Jóns ef það kæmi stjórnarkreppa.Vísir Einungis örþrifaráð Í kappræðunum voru frambjóðendurnir spurðir hvort það tæki þá langan tíma að skipa utanþingsstjórn og hvort það væri með sérstakt fólk í huga. Halla Tómasdóttir sagði að um væri að ræða heimild sem forsetinn er með en hann eigi ekki að nýta hann nema sem örþrifaráð. „Það tæki mig ekki langan tíma. Mig meira að segja dreymdi um þetta þegar ég var yngri að árum að það væri hægt að ráða í ríkisstjórn, þá eftir hæfni og bakgrunni,“ sagði Halla, sem vildi þó ekki fara að máta einstaka embættismenn við ráðherrastólana í sjónvarpssal. Hægt að stjórna Bretlandi með fimm góðum mönnum Arnar Þór Jónsson vísaði til orða Margrétar heitinnar Thatcher. „Hún sagði að það væri hægt að stjórna Bretlandi með fimm góðum mönnum. Five good men. En bætti því við að henni hefði aldrei tekist að finna alla fimm á sama tíma. Þannig það væri örugglega ekki einfalt mál á Íslandi, en örugglega gerlegt.“ Utanþingsstjórn ef ríkisstjórnarleysið væri hamlandi Katrín Jakobsdóttir sagði að sér þætti mikilvægt að forsetinn gæfi þinginu tíma. Hann eigi ekki að hlaupa til svo hann geti myndað utanþingsstjórn. Hún sagði þó að ef staðan væri orðin þannig að „ríkisstjórnarleysið“ væri farið að hamla eðlilegum störfum í stjórnsýslunni þá gæti hún skipað utanþingsstjórn nokkuð hratt og örugglega. Myndi skipa eftir því hvaða hæfni þörf væri á Halla Hrund Logadóttir tók undir með Katrínu. Hún sagði að hún myndi skipa utanþingsstjórn hratt og örugglega ef til þess kæmi, enda myndi það þýða að það lægi á því að fá nýja stjórn. „Ég myndi horfa á hvað væri í gangi í samfélaginu og hvers konar hæfni þyrfti fyrir verkefnin fram undan.“ Lýðræðislegra að skoða kosningar fyrst Baldur Þórhallsson sagði að ef sú staða væri kominn upp að fólk væri farið að íhuga utanþingsstjórn að þá myndi hann sem forseti athuga áhuga þingsins á að boða til nýrra kosninga. Honum þætti það lýðræðislegast. Hins vegar væri hann tilbúinn í ákveðinni stöðu að skipa utanþingsstjórn, en þá þyrfti líka að gera það með vilja þingsins þar sem það þurfi að vinna með ríkisstjórninni. Kappræðurnar má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.
Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Sjá meira