Óttarr og Sigurjón ráðherrar Jóns í stjórnarkreppu Jón Þór Stefánsson skrifar 30. maí 2024 22:32 „Ég er kominn strax með tvo ráðherra og svo myndum við finna út úr rest,“ sagði Jón Gnarr um hvað hann myndi gera í mögulegri stjórnarkreppu. Vísir/Vilhelm Jón Gnarr segir að ef kæmi til stjórnarkreppu á meðan hann væri forseti og hann þyrfti að skipa utanþingsstjórn þá myndi hann skipa Óttarr Proppé, listamann og fyrrverandi heilbrigðisráðherra, og Sigurjón Kjartansson, kvikmyndagerðarmann og Tvíhöfðabróður Jóns, í ráðuneyti. Óttarr Proppé yrði forsætisráðherra og Sigurjón Kjartansson yrði menntamálráðherra. Þetta kom fram í kappræðum Stöðvar 2 í kvöld, en þar voru frambjóðendurnir spurðir út í hvað þeir myndu gera sem forseti kæmi til stjórnarkreppu. „Ég er með tvo einstaklinga í huga sem ég myndi treysta í þetta. Ég myndi skipa forsætisráðherra Óttarr Proppé. Enginn spurning. Og svo myndi ég gera Sigurjón Kjartansson að menntamálaráðherra vegna þess að ég svona hálflofaði honum því fyrir löngu síðan, og ég veit að hann langar það. Þarna fengi hann tækifæri til þess,“ sagði Jón. „Ég er kominn strax með tvo ráðherra og svo myndum við finna út úr rest.“ Þessir yrðu ráðherrar í utanþingsstjórn í forsetatíð Jóns ef það kæmi stjórnarkreppa.Vísir Einungis örþrifaráð Í kappræðunum voru frambjóðendurnir spurðir hvort það tæki þá langan tíma að skipa utanþingsstjórn og hvort það væri með sérstakt fólk í huga. Halla Tómasdóttir sagði að um væri að ræða heimild sem forsetinn er með en hann eigi ekki að nýta hann nema sem örþrifaráð. „Það tæki mig ekki langan tíma. Mig meira að segja dreymdi um þetta þegar ég var yngri að árum að það væri hægt að ráða í ríkisstjórn, þá eftir hæfni og bakgrunni,“ sagði Halla, sem vildi þó ekki fara að máta einstaka embættismenn við ráðherrastólana í sjónvarpssal. Hægt að stjórna Bretlandi með fimm góðum mönnum Arnar Þór Jónsson vísaði til orða Margrétar heitinnar Thatcher. „Hún sagði að það væri hægt að stjórna Bretlandi með fimm góðum mönnum. Five good men. En bætti því við að henni hefði aldrei tekist að finna alla fimm á sama tíma. Þannig það væri örugglega ekki einfalt mál á Íslandi, en örugglega gerlegt.“ Utanþingsstjórn ef ríkisstjórnarleysið væri hamlandi Katrín Jakobsdóttir sagði að sér þætti mikilvægt að forsetinn gæfi þinginu tíma. Hann eigi ekki að hlaupa til svo hann geti myndað utanþingsstjórn. Hún sagði þó að ef staðan væri orðin þannig að „ríkisstjórnarleysið“ væri farið að hamla eðlilegum störfum í stjórnsýslunni þá gæti hún skipað utanþingsstjórn nokkuð hratt og örugglega. Myndi skipa eftir því hvaða hæfni þörf væri á Halla Hrund Logadóttir tók undir með Katrínu. Hún sagði að hún myndi skipa utanþingsstjórn hratt og örugglega ef til þess kæmi, enda myndi það þýða að það lægi á því að fá nýja stjórn. „Ég myndi horfa á hvað væri í gangi í samfélaginu og hvers konar hæfni þyrfti fyrir verkefnin fram undan.“ Lýðræðislegra að skoða kosningar fyrst Baldur Þórhallsson sagði að ef sú staða væri kominn upp að fólk væri farið að íhuga utanþingsstjórn að þá myndi hann sem forseti athuga áhuga þingsins á að boða til nýrra kosninga. Honum þætti það lýðræðislegast. Hins vegar væri hann tilbúinn í ákveðinni stöðu að skipa utanþingsstjórn, en þá þyrfti líka að gera það með vilja þingsins þar sem það þurfi að vinna með ríkisstjórninni. Kappræðurnar má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Fleiri fréttir „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Sjá meira
Óttarr Proppé yrði forsætisráðherra og Sigurjón Kjartansson yrði menntamálráðherra. Þetta kom fram í kappræðum Stöðvar 2 í kvöld, en þar voru frambjóðendurnir spurðir út í hvað þeir myndu gera sem forseti kæmi til stjórnarkreppu. „Ég er með tvo einstaklinga í huga sem ég myndi treysta í þetta. Ég myndi skipa forsætisráðherra Óttarr Proppé. Enginn spurning. Og svo myndi ég gera Sigurjón Kjartansson að menntamálaráðherra vegna þess að ég svona hálflofaði honum því fyrir löngu síðan, og ég veit að hann langar það. Þarna fengi hann tækifæri til þess,“ sagði Jón. „Ég er kominn strax með tvo ráðherra og svo myndum við finna út úr rest.“ Þessir yrðu ráðherrar í utanþingsstjórn í forsetatíð Jóns ef það kæmi stjórnarkreppa.Vísir Einungis örþrifaráð Í kappræðunum voru frambjóðendurnir spurðir hvort það tæki þá langan tíma að skipa utanþingsstjórn og hvort það væri með sérstakt fólk í huga. Halla Tómasdóttir sagði að um væri að ræða heimild sem forsetinn er með en hann eigi ekki að nýta hann nema sem örþrifaráð. „Það tæki mig ekki langan tíma. Mig meira að segja dreymdi um þetta þegar ég var yngri að árum að það væri hægt að ráða í ríkisstjórn, þá eftir hæfni og bakgrunni,“ sagði Halla, sem vildi þó ekki fara að máta einstaka embættismenn við ráðherrastólana í sjónvarpssal. Hægt að stjórna Bretlandi með fimm góðum mönnum Arnar Þór Jónsson vísaði til orða Margrétar heitinnar Thatcher. „Hún sagði að það væri hægt að stjórna Bretlandi með fimm góðum mönnum. Five good men. En bætti því við að henni hefði aldrei tekist að finna alla fimm á sama tíma. Þannig það væri örugglega ekki einfalt mál á Íslandi, en örugglega gerlegt.“ Utanþingsstjórn ef ríkisstjórnarleysið væri hamlandi Katrín Jakobsdóttir sagði að sér þætti mikilvægt að forsetinn gæfi þinginu tíma. Hann eigi ekki að hlaupa til svo hann geti myndað utanþingsstjórn. Hún sagði þó að ef staðan væri orðin þannig að „ríkisstjórnarleysið“ væri farið að hamla eðlilegum störfum í stjórnsýslunni þá gæti hún skipað utanþingsstjórn nokkuð hratt og örugglega. Myndi skipa eftir því hvaða hæfni þörf væri á Halla Hrund Logadóttir tók undir með Katrínu. Hún sagði að hún myndi skipa utanþingsstjórn hratt og örugglega ef til þess kæmi, enda myndi það þýða að það lægi á því að fá nýja stjórn. „Ég myndi horfa á hvað væri í gangi í samfélaginu og hvers konar hæfni þyrfti fyrir verkefnin fram undan.“ Lýðræðislegra að skoða kosningar fyrst Baldur Þórhallsson sagði að ef sú staða væri kominn upp að fólk væri farið að íhuga utanþingsstjórn að þá myndi hann sem forseti athuga áhuga þingsins á að boða til nýrra kosninga. Honum þætti það lýðræðislegast. Hins vegar væri hann tilbúinn í ákveðinni stöðu að skipa utanþingsstjórn, en þá þyrfti líka að gera það með vilja þingsins þar sem það þurfi að vinna með ríkisstjórninni. Kappræðurnar má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.
Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Fleiri fréttir „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Sjá meira