Alþjóðasamfélagið sé að klikka á Gasa Lovísa Arnardóttir skrifar 31. maí 2024 08:26 Halla Hrund, Jón Gnarr og Baldur tóku þátt í kappræðum á Stöð 2 í gær. Vísir/Vilhelm Forsetaframbjóðendurnir ræddu um utanríkismál og sér í lagi ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs í kappræðum á Stöð 2. Halla Hrund sagði alþjóðasamfélagið vera að klikka, Katrín sagðist hafa beitt sér í embætti forsætisráðherra og Halla Tómas sagði mikilvægt að sýna mennsku. Baldur vill að stigið sé fast til jarðar og Arnar Þór líka. Jón Gnarr segir forsetann valdalausan í þessu máli en sannarlega geta reynt að beita sér. Heimir Már Pétursson fréttamaður byrjaði á því að spyrja Baldur Þórhallsson út í orð hans í nýlegri auglýsingu þar sem hann spyr hvort fólk vilji forseta sem stígur fastar til jarðar vegna stríðsins á Gasa. Hvað hann meinti með því og fastar en hver. Baldur segir að sem betur fer sé ríkisstjórnin farin að stíga fastar til jarðar en hún gerði í upphafi stríðsins. „Það blasir við öllum sem vilja sjá að það á sér stað þjóðarmorð á Gasa. Þegar fólk er afgirt á litlu svæði þar sem í rauninni er murkað úr því lífið. Fólk getu enga björg sér veitt og ekki bara það, heldur það er verið að gera landið óbyggilegt til frambúðar,“ segir Baldur og ef hann væri forseti myndi kalla eftir því að ríkisstjórn landsins tæki frumkvæði að því innan NATO, Sameinuðu þjóðanna og Evrópusambandsins að þrýsta á Bandaríki, Þýskaland og Bretland að beita sér fyrir lausn mála fyrir botni Miðjarðarhafs. Baldur segir að Íslandi hafi þegar viðurkennt Palestínuríki og það sé tími til kominn að fylgja því eftir af alvöru. Spurð hvort Katrín hefði átt að stíga fastar til jarðar sem forsætisráðherra vísaði Baldur í orð sín um að ríkisstjórnin hefði ekki gert það til að byrja með en væri að gera það núna. „Mér finnst rétt að minna á það, að meðal annars að mínu frumkvæði, áttu Norðurlöndin samtal og samstarf um það í desember, þannig það er töluvert síðan að standa með og styðja við Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, þegar hann lagði fram sína kröfu um að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna myndi beita sér til að stöðva þessar deilur,“ sagði þá Katrín sem greip orðið af Baldri. Hefur beitt sér Hún segir að því miður hafi það verið stöðvað af Bandaríkjunum í Öryggisráðinu. Katrín sagðist vilja halda því til haga að hún hafi beitt sér í þessu máli. „…og hef gert það allt frá því að ég barðist fyrir því að Alþingi myndi viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki 2011.“ Katrín sagði það ekki rétt að hún hafi „svikið Palestínu“ á meðan hún sat í embætti forsætisráðherra. Hingað hafi komið tugir manna sem flóttamenn þaðan í fjölskyldusameiningum. Þeim hafi verið forgangsraðað. Katrín, Arnar Þór og Halla Tómasdóttir voru þar líka.Vísir/Vilhelm „Þetta er auðvitað ofboðslega skelfilegt mál og skelfileg staða og það er óskaplega dapurlegt að sjá hvað alþjóðasamfélagið er vanmáttugt í að koma að þessu máli,“ sagði Katrín að lokum. Alþjóðasamfélagið aftur að klikka Halla Hund greip þá orðið og tók undir orð Baldurs og sagði tíma til kominn að stíga fastar til jarðar. Að hennar mati geti forsetinn nýst stjórnvöldum í að taka þau skref sem þarf að taka. Hún sagðist hafa skoðað þjóðarmorðin í Rúanda í námi og að nú sjáum við það nákvæmlega sama gerast í Palestínu. „Við erum að sjá nákvæmlega sömu stöðu núna. Stöðu þar sem ekkert var að gert. Kallað eftir hjálp ítrekað frá alþjóðasamfélaginu og það var ekki fyrr en eftir að þjóðarmorðið átti sér stað, og löngu eftir, að þjóðir stigu fram og sögðu þetta ætlum við aldrei að láta gera aftur. En hvað erum við að gera núna? Við erum nákvæmlega í sömu stöðu og var fyrir 30 árum. Við erum að horfa á sömu stöðu og alþjóðasamfélagið er aftur að klikka,“ sagði Halla Hrund. Arnar Þór tók þá við og sagði talað um þetta í Njálu. Að lögin og stærstu kerfin bregðist þegar mest á reynir. Það sé saga mannkyns og við ættum að hafa dregið lærdóm af því. „Þetta er skýrt fyrir mér. Það þarf að stöðva þetta með einhverjum ráðum og ef stærstu stofnanir eru að bregðast þá getur smáríki eins og Íslands lagt gott til þessara mála,“ sagði Arnar Þór og að forseti geti beitt sér í svona máli með því að tala skýrar. Jón ekki sammála Jón Gnarr greip þá orðið og sagðist ekki sammála þeim. Hér væri um að ræða mál sem væru á forræði stjórnvalda. Þau ættu að taka afstöðu til þess og forseti hafi í raun lítið vægi í svona máli. „Hann er valdalaus embættismaður sem getur haft áhrif og talað fyrir hlutum. Hann getur brýnt fyrir ríkisstjórninni að standa sig betur. En mér finnst þetta fyrst og fremst vera stórpólitískt mál og mér finnst Guðni hafa staðið sig hetjulega,“ sagði Jón. Hann hefði siglt bil beggja og sýnt virðingu og hluttekningu. Jón sagði í þessum umræðum að honum þætti í þessum umræðuþáttum frambjóðendur vera að ræða mál sem eigi ekki heima á borði forseta, heldur forsætisráðherra. Halla Hrund sagði skýr dæmi um að til dæmis Ólafur Ragnar Grímsson í forsetatíð sinni hafi tengt aðila saman með stofnun Norðurslóða. Hann sagði Alþingi með öll verkfæri til að gera þetta, ekki forsetaembættið. Halla Tómasdóttir tók þá við og byrjaði á því að svara hvort að umræður væru á rangri leið. Hún sagðist oft fá spurningar um hennar persónulegu skoðun þegar forseti, að hennar mati, eigi að fara að vilja þjóðar. Hún sagði að þessu tengt vildi hún nefna tvennt, að forseti geti talað fyrir og sýnt mennsku en líka að forseti geti unnið ríkisstjórn með því að tala fyrir friði. Mikilvægt að sýna mennsku „Auðvitað erum við öll hryggbrotin yfir því sem er að gerast og það má sýna mennsku yfir því. Ég held að það skipti máli. Að við tölum ekki bara um hvað þetta er flókið heldur sýnum að við erum líka manneskjur hvort sem við erum í framboði, erum orðnar forsetar, erum þingmenn eða ráðherrar. Að við sýnum að þetta snertir okkur. Að við erum ekki búin að missa mennskuna,“ sagði Halla og að hún hefði talað fyrir friði. Heimir Már spurði þá Katrínu út í greiðslur til UNRWA og fjölskyldusameiningar fólk sem var hér með dvalarleyfi. Hún sagði þetta hörmungarástand og tók undir orð Jóns og Höllu um að núverandi forseti, Guðni, hefði tekið vel á þessu máli. Umræðurnar eru í heild sinni að ofan og hægt er að horfa í kappræðurnar í heild sinni hér að neðan. Forsetakosningar 2024 Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Utanríkismál Tengdar fréttir Svona voru ávörp frambjóðendanna í kappræðunum Forsetaframbjóðendurnir sex sem tóku þátt í kappræðum Stöðvar 2 og Vísis í kvöld fengu eina mínútu hver til þess að tala beint til kjósenda. Hér má sjá ávörp hvers og eins. 30. maí 2024 23:10 Óttarr og Sigurjón ráðherrar Jóns í stjórnarkreppu Jón Gnarr segir að ef kæmi til stjórnarkreppu á meðan hann væri forseti og hann þyrfti að skipa utanþingsstjórn þá myndi hann skipa Óttarr Proppé, listamann og fyrrverandi heilbrigðisráðherra, og Sigurjón Kjartansson, kvikmyndagerðarmann og Tvíhöfðabróður Jóns, í ráðuneyti. 30. maí 2024 22:32 Sala á Landsvirkjun líkleg þrátt fyrir að ríkisstjórnin hafi ekki áhuga Halla Hrund Logadóttir forsetaframbjóðandi telur líklegt að möguleg sala ríkisins á Landsvirkjun muni koma á borð næsta forseta jafnvel þó núverandi ríkisstjórn kannist ekki við að það standi til. 30. maí 2024 20:00 Féllu á tíma þegar kom að veikleikum í starfi Fréttastofa ákvað að bjóða þeim frambjóðendum sem mælst hafa með mest fylgi í skoðanakönnunum í atvinnuviðtal enda sækjast þeir allir eftir sama starfinu og er vinnuveitandinn íslenska þjóðin. 30. maí 2024 19:46 Bein útsending: Kappræður á Stöð 2 sem gætu skipt sköpum Þeir sex forsetaframbjóðendur sem mælst hafa efstir í könnunum undanfarnar vikur mæta í lokakappræður Stöðvar 2 strax að loknum kvöldfréttum. Þátturinn verður í beinni útsendingu og opinni dagskrá bæði á Stöð 2 og Vísi. 30. maí 2024 18:30 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Heimir Már Pétursson fréttamaður byrjaði á því að spyrja Baldur Þórhallsson út í orð hans í nýlegri auglýsingu þar sem hann spyr hvort fólk vilji forseta sem stígur fastar til jarðar vegna stríðsins á Gasa. Hvað hann meinti með því og fastar en hver. Baldur segir að sem betur fer sé ríkisstjórnin farin að stíga fastar til jarðar en hún gerði í upphafi stríðsins. „Það blasir við öllum sem vilja sjá að það á sér stað þjóðarmorð á Gasa. Þegar fólk er afgirt á litlu svæði þar sem í rauninni er murkað úr því lífið. Fólk getu enga björg sér veitt og ekki bara það, heldur það er verið að gera landið óbyggilegt til frambúðar,“ segir Baldur og ef hann væri forseti myndi kalla eftir því að ríkisstjórn landsins tæki frumkvæði að því innan NATO, Sameinuðu þjóðanna og Evrópusambandsins að þrýsta á Bandaríki, Þýskaland og Bretland að beita sér fyrir lausn mála fyrir botni Miðjarðarhafs. Baldur segir að Íslandi hafi þegar viðurkennt Palestínuríki og það sé tími til kominn að fylgja því eftir af alvöru. Spurð hvort Katrín hefði átt að stíga fastar til jarðar sem forsætisráðherra vísaði Baldur í orð sín um að ríkisstjórnin hefði ekki gert það til að byrja með en væri að gera það núna. „Mér finnst rétt að minna á það, að meðal annars að mínu frumkvæði, áttu Norðurlöndin samtal og samstarf um það í desember, þannig það er töluvert síðan að standa með og styðja við Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, þegar hann lagði fram sína kröfu um að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna myndi beita sér til að stöðva þessar deilur,“ sagði þá Katrín sem greip orðið af Baldri. Hefur beitt sér Hún segir að því miður hafi það verið stöðvað af Bandaríkjunum í Öryggisráðinu. Katrín sagðist vilja halda því til haga að hún hafi beitt sér í þessu máli. „…og hef gert það allt frá því að ég barðist fyrir því að Alþingi myndi viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki 2011.“ Katrín sagði það ekki rétt að hún hafi „svikið Palestínu“ á meðan hún sat í embætti forsætisráðherra. Hingað hafi komið tugir manna sem flóttamenn þaðan í fjölskyldusameiningum. Þeim hafi verið forgangsraðað. Katrín, Arnar Þór og Halla Tómasdóttir voru þar líka.Vísir/Vilhelm „Þetta er auðvitað ofboðslega skelfilegt mál og skelfileg staða og það er óskaplega dapurlegt að sjá hvað alþjóðasamfélagið er vanmáttugt í að koma að þessu máli,“ sagði Katrín að lokum. Alþjóðasamfélagið aftur að klikka Halla Hund greip þá orðið og tók undir orð Baldurs og sagði tíma til kominn að stíga fastar til jarðar. Að hennar mati geti forsetinn nýst stjórnvöldum í að taka þau skref sem þarf að taka. Hún sagðist hafa skoðað þjóðarmorðin í Rúanda í námi og að nú sjáum við það nákvæmlega sama gerast í Palestínu. „Við erum að sjá nákvæmlega sömu stöðu núna. Stöðu þar sem ekkert var að gert. Kallað eftir hjálp ítrekað frá alþjóðasamfélaginu og það var ekki fyrr en eftir að þjóðarmorðið átti sér stað, og löngu eftir, að þjóðir stigu fram og sögðu þetta ætlum við aldrei að láta gera aftur. En hvað erum við að gera núna? Við erum nákvæmlega í sömu stöðu og var fyrir 30 árum. Við erum að horfa á sömu stöðu og alþjóðasamfélagið er aftur að klikka,“ sagði Halla Hrund. Arnar Þór tók þá við og sagði talað um þetta í Njálu. Að lögin og stærstu kerfin bregðist þegar mest á reynir. Það sé saga mannkyns og við ættum að hafa dregið lærdóm af því. „Þetta er skýrt fyrir mér. Það þarf að stöðva þetta með einhverjum ráðum og ef stærstu stofnanir eru að bregðast þá getur smáríki eins og Íslands lagt gott til þessara mála,“ sagði Arnar Þór og að forseti geti beitt sér í svona máli með því að tala skýrar. Jón ekki sammála Jón Gnarr greip þá orðið og sagðist ekki sammála þeim. Hér væri um að ræða mál sem væru á forræði stjórnvalda. Þau ættu að taka afstöðu til þess og forseti hafi í raun lítið vægi í svona máli. „Hann er valdalaus embættismaður sem getur haft áhrif og talað fyrir hlutum. Hann getur brýnt fyrir ríkisstjórninni að standa sig betur. En mér finnst þetta fyrst og fremst vera stórpólitískt mál og mér finnst Guðni hafa staðið sig hetjulega,“ sagði Jón. Hann hefði siglt bil beggja og sýnt virðingu og hluttekningu. Jón sagði í þessum umræðum að honum þætti í þessum umræðuþáttum frambjóðendur vera að ræða mál sem eigi ekki heima á borði forseta, heldur forsætisráðherra. Halla Hrund sagði skýr dæmi um að til dæmis Ólafur Ragnar Grímsson í forsetatíð sinni hafi tengt aðila saman með stofnun Norðurslóða. Hann sagði Alþingi með öll verkfæri til að gera þetta, ekki forsetaembættið. Halla Tómasdóttir tók þá við og byrjaði á því að svara hvort að umræður væru á rangri leið. Hún sagðist oft fá spurningar um hennar persónulegu skoðun þegar forseti, að hennar mati, eigi að fara að vilja þjóðar. Hún sagði að þessu tengt vildi hún nefna tvennt, að forseti geti talað fyrir og sýnt mennsku en líka að forseti geti unnið ríkisstjórn með því að tala fyrir friði. Mikilvægt að sýna mennsku „Auðvitað erum við öll hryggbrotin yfir því sem er að gerast og það má sýna mennsku yfir því. Ég held að það skipti máli. Að við tölum ekki bara um hvað þetta er flókið heldur sýnum að við erum líka manneskjur hvort sem við erum í framboði, erum orðnar forsetar, erum þingmenn eða ráðherrar. Að við sýnum að þetta snertir okkur. Að við erum ekki búin að missa mennskuna,“ sagði Halla og að hún hefði talað fyrir friði. Heimir Már spurði þá Katrínu út í greiðslur til UNRWA og fjölskyldusameiningar fólk sem var hér með dvalarleyfi. Hún sagði þetta hörmungarástand og tók undir orð Jóns og Höllu um að núverandi forseti, Guðni, hefði tekið vel á þessu máli. Umræðurnar eru í heild sinni að ofan og hægt er að horfa í kappræðurnar í heild sinni hér að neðan.
Forsetakosningar 2024 Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Utanríkismál Tengdar fréttir Svona voru ávörp frambjóðendanna í kappræðunum Forsetaframbjóðendurnir sex sem tóku þátt í kappræðum Stöðvar 2 og Vísis í kvöld fengu eina mínútu hver til þess að tala beint til kjósenda. Hér má sjá ávörp hvers og eins. 30. maí 2024 23:10 Óttarr og Sigurjón ráðherrar Jóns í stjórnarkreppu Jón Gnarr segir að ef kæmi til stjórnarkreppu á meðan hann væri forseti og hann þyrfti að skipa utanþingsstjórn þá myndi hann skipa Óttarr Proppé, listamann og fyrrverandi heilbrigðisráðherra, og Sigurjón Kjartansson, kvikmyndagerðarmann og Tvíhöfðabróður Jóns, í ráðuneyti. 30. maí 2024 22:32 Sala á Landsvirkjun líkleg þrátt fyrir að ríkisstjórnin hafi ekki áhuga Halla Hrund Logadóttir forsetaframbjóðandi telur líklegt að möguleg sala ríkisins á Landsvirkjun muni koma á borð næsta forseta jafnvel þó núverandi ríkisstjórn kannist ekki við að það standi til. 30. maí 2024 20:00 Féllu á tíma þegar kom að veikleikum í starfi Fréttastofa ákvað að bjóða þeim frambjóðendum sem mælst hafa með mest fylgi í skoðanakönnunum í atvinnuviðtal enda sækjast þeir allir eftir sama starfinu og er vinnuveitandinn íslenska þjóðin. 30. maí 2024 19:46 Bein útsending: Kappræður á Stöð 2 sem gætu skipt sköpum Þeir sex forsetaframbjóðendur sem mælst hafa efstir í könnunum undanfarnar vikur mæta í lokakappræður Stöðvar 2 strax að loknum kvöldfréttum. Þátturinn verður í beinni útsendingu og opinni dagskrá bæði á Stöð 2 og Vísi. 30. maí 2024 18:30 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Svona voru ávörp frambjóðendanna í kappræðunum Forsetaframbjóðendurnir sex sem tóku þátt í kappræðum Stöðvar 2 og Vísis í kvöld fengu eina mínútu hver til þess að tala beint til kjósenda. Hér má sjá ávörp hvers og eins. 30. maí 2024 23:10
Óttarr og Sigurjón ráðherrar Jóns í stjórnarkreppu Jón Gnarr segir að ef kæmi til stjórnarkreppu á meðan hann væri forseti og hann þyrfti að skipa utanþingsstjórn þá myndi hann skipa Óttarr Proppé, listamann og fyrrverandi heilbrigðisráðherra, og Sigurjón Kjartansson, kvikmyndagerðarmann og Tvíhöfðabróður Jóns, í ráðuneyti. 30. maí 2024 22:32
Sala á Landsvirkjun líkleg þrátt fyrir að ríkisstjórnin hafi ekki áhuga Halla Hrund Logadóttir forsetaframbjóðandi telur líklegt að möguleg sala ríkisins á Landsvirkjun muni koma á borð næsta forseta jafnvel þó núverandi ríkisstjórn kannist ekki við að það standi til. 30. maí 2024 20:00
Féllu á tíma þegar kom að veikleikum í starfi Fréttastofa ákvað að bjóða þeim frambjóðendum sem mælst hafa með mest fylgi í skoðanakönnunum í atvinnuviðtal enda sækjast þeir allir eftir sama starfinu og er vinnuveitandinn íslenska þjóðin. 30. maí 2024 19:46
Bein útsending: Kappræður á Stöð 2 sem gætu skipt sköpum Þeir sex forsetaframbjóðendur sem mælst hafa efstir í könnunum undanfarnar vikur mæta í lokakappræður Stöðvar 2 strax að loknum kvöldfréttum. Þátturinn verður í beinni útsendingu og opinni dagskrá bæði á Stöð 2 og Vísi. 30. maí 2024 18:30