Innlent

Piparúða beitt gegn mót­mælendum í Skuggasundi

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
bylgjan-frettir_2024-Vísir-frétt-3x2@2x-100 1

Í hádegisfréttum verður fjallað um átök sem brutust út á milli mótmælenda og lögreglu í morgun. 

Fólkið var mætt fyrir utan ríkisstjórnarfund til að mótmæla ástandinu í Palestínu og beitti lögreglan piparúða gegn nokkrum þeirra þegar reynt var að koma í veg fyrir að ráðherrar kæmust á brott að fundi loknum.

Einnig fylgjumst við áfram með leit sem gerð hefur verið að ungum manni sem féll í Fnjóská í gærkvöldi og þá tökum við stöðuna á gosinu á Reykjanesi og heyrum í stjórnmálaspekingi sem rýnir í stöðuna fyrir kosningarnar sem eru framundan.

Í íþróttum er fótboltinn í fyrirrúmi og þar ber hæst stórleikinn í Kópavogi í gær þar sem Blikar og Víkingar skildu jafnir. 

Klippa: Hádegisfréttir Bylgjunnar 31. maí 2024



Fleiri fréttir

Sjá meira


×