Að skreyta sig með stolnum fjöðrum Sema Erla Serdaroglu skrifar 31. maí 2024 14:45 Undanfarna daga hefur þeirri áhugaverðu söguskýringu verið haldið á lofti að það sé ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur eitthvað sérstaklega að þakka að fjöldinn allur af Palestínufólki hafi komist undan þjóðarmorði á Gaza og hingað til Íslands, þar sem fólkið er með dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar. Dvalarleyfi sem þau eiga einfaldlega rétt á samkvæmt lögum og er engum að "þakka." Íslensk stjórnvöld voru einfaldlega ekki að vinna markvisst að því að koma palestínskum dvalarleyfishöfum út af Gaza fyrr en íslenskar konur, sem gáfust upp á ömurlegu aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar vegna þjóðarmorðsins á Gaza, fóru einfaldlega út á eigin vegum í byrjun febrúar 2024 og sóttu Palestínufólk til Gaza og komu því heim til Íslands. Í kjölfarið hófst risastór sjálfboðaliðaaðgerð sem fól í sér að sækja alla palestínska dvalarleyfishafa til Gaza og koma þeim heim til Íslands. Í mars, mánuði eftir að fyrsti sjálfboðaliðahópurinn fór út, og fimm mánuðum eftir að yfirstandandi þjóðernishreinsanir hófust á Gaza, sótti ríkisstjórn Íslands hóp Palestínufólks og kom þeim til landsins, eftir að hafa verið algjörlega niðurlægð af almenningi sem gat komið fólki út af Gaza án mikilla vandkvæða. Stjórnvöld skyldu þó um 50 palestínska einstaklinga, sem allir eru með dvalarleyfi á Íslandi, eftir á Gaza og gáfu það út að þau yrðu ekki sótt. Áður en stjórnvöld sóttu afmarkaða hóp Palestínufólks og komu þeim til landsins voru sjálfboðaliðar þó þegar búnir að greiða leið þeirra allra út af Gaza og von var á þeim út á næstu dögum. Sjálfboðaliðar á vegum Solaris sóttu síðan alla þá einstaklinga sem íslensk stjórnvöld skyldu eftir á Gaza, og gátu komið út, og aðstoðuðu þau við að komast heim til Íslands. Í apríl kom svo upp hin ótrúlega staða að nokkrir tugir palestínufólks sem dvalarleyfi á Íslandi sat fastur í Kaíró dögum saman og þurftu að treysta á stuðning ókunnugra sjálfboðaliða með þak yfir höfuðið, mat, læknisþjónustu og lyf. Konur og börn, sum í tvær vikur. Það var vegna þess að utanríkisráðuneytið, fyrir hönd ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur, hætti þann 1. mars 2024 að gefa út mikilvæg diplómatísk gögn sem eru skilyrði fyrir því að Palestínufólkið sem kom út af Gaza og er með dvalarleyfi á Íslandi gat komist frá Egyptalandi án vandkvæða og ferðast til Íslands með aðstoð alþjóða fólksflutningastofnunarinnar. Bjarni Benediktsson, þáverandi utanríkisráðherra, og núverandi forsætisráðherra, kom þannig viljandi í veg fyrir að íslenskir dvalaleyfishafar kæmust til landsins sem þau eiga rétt á dvöl í. Þau bera ábyrgð á því að fjöldi palestínskra barna og kvenna sem voru að koma út af átakasvæði sat óvænt fastur í ókunnugu landi, með allri þeirri óvissu og óöryggi sen því fylgdi, dögum saman. Ég gekk persónulega í þetta mál og sá til þess að utanríkisráðuneytið uppfyllti lagalegar skyldur sínar gagnvart fólkinu og við gátum komið þeim heim í faðm fjölskyldu sinnar. Á sama tíma vann ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur að því að þrengja skilyrðin fyrir því að fólk geti fengið dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar. Í fjóra mánuði hefur mikill fjöldi sjálfboðaliða unnið að því að koma hátt í 200 einstaklingum undan þjóðarmorði á Gaza og til Íslands. Sum okkar hafa unnið að því verkefni, dag og nótt, alla daga, síðan í byrjun febrúar, og einfaldlega gefið allt sem við eigum til þess að gera þetta að raunveruleika. Þessi mannúðaraðgerð hefur kostað margt, meðal annars rúmar 90 milljónir, sem er sú upphæð sem safnaðist á meðal almennings til þess að koma fólkinu okkar heim af Gaza upphæð sem safnaðist með fjölda framlaga og alls konar framtaki. Það er öllum þeim sem lögðu sitt af mörkum í þeirri aðgerð að þakka að fólkið komst undan þjóðarmorði á Gaza og til fjölskyldu sinnar á Íslandi. Ekki ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Þið fáið ekki að breyta sögunni ykkur í hag - eftir á. Höfundur er formaður Solaris – hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Halldór 29.03.2025 Halldór Skoðun Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarna daga hefur þeirri áhugaverðu söguskýringu verið haldið á lofti að það sé ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur eitthvað sérstaklega að þakka að fjöldinn allur af Palestínufólki hafi komist undan þjóðarmorði á Gaza og hingað til Íslands, þar sem fólkið er með dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar. Dvalarleyfi sem þau eiga einfaldlega rétt á samkvæmt lögum og er engum að "þakka." Íslensk stjórnvöld voru einfaldlega ekki að vinna markvisst að því að koma palestínskum dvalarleyfishöfum út af Gaza fyrr en íslenskar konur, sem gáfust upp á ömurlegu aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar vegna þjóðarmorðsins á Gaza, fóru einfaldlega út á eigin vegum í byrjun febrúar 2024 og sóttu Palestínufólk til Gaza og komu því heim til Íslands. Í kjölfarið hófst risastór sjálfboðaliðaaðgerð sem fól í sér að sækja alla palestínska dvalarleyfishafa til Gaza og koma þeim heim til Íslands. Í mars, mánuði eftir að fyrsti sjálfboðaliðahópurinn fór út, og fimm mánuðum eftir að yfirstandandi þjóðernishreinsanir hófust á Gaza, sótti ríkisstjórn Íslands hóp Palestínufólks og kom þeim til landsins, eftir að hafa verið algjörlega niðurlægð af almenningi sem gat komið fólki út af Gaza án mikilla vandkvæða. Stjórnvöld skyldu þó um 50 palestínska einstaklinga, sem allir eru með dvalarleyfi á Íslandi, eftir á Gaza og gáfu það út að þau yrðu ekki sótt. Áður en stjórnvöld sóttu afmarkaða hóp Palestínufólks og komu þeim til landsins voru sjálfboðaliðar þó þegar búnir að greiða leið þeirra allra út af Gaza og von var á þeim út á næstu dögum. Sjálfboðaliðar á vegum Solaris sóttu síðan alla þá einstaklinga sem íslensk stjórnvöld skyldu eftir á Gaza, og gátu komið út, og aðstoðuðu þau við að komast heim til Íslands. Í apríl kom svo upp hin ótrúlega staða að nokkrir tugir palestínufólks sem dvalarleyfi á Íslandi sat fastur í Kaíró dögum saman og þurftu að treysta á stuðning ókunnugra sjálfboðaliða með þak yfir höfuðið, mat, læknisþjónustu og lyf. Konur og börn, sum í tvær vikur. Það var vegna þess að utanríkisráðuneytið, fyrir hönd ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur, hætti þann 1. mars 2024 að gefa út mikilvæg diplómatísk gögn sem eru skilyrði fyrir því að Palestínufólkið sem kom út af Gaza og er með dvalarleyfi á Íslandi gat komist frá Egyptalandi án vandkvæða og ferðast til Íslands með aðstoð alþjóða fólksflutningastofnunarinnar. Bjarni Benediktsson, þáverandi utanríkisráðherra, og núverandi forsætisráðherra, kom þannig viljandi í veg fyrir að íslenskir dvalaleyfishafar kæmust til landsins sem þau eiga rétt á dvöl í. Þau bera ábyrgð á því að fjöldi palestínskra barna og kvenna sem voru að koma út af átakasvæði sat óvænt fastur í ókunnugu landi, með allri þeirri óvissu og óöryggi sen því fylgdi, dögum saman. Ég gekk persónulega í þetta mál og sá til þess að utanríkisráðuneytið uppfyllti lagalegar skyldur sínar gagnvart fólkinu og við gátum komið þeim heim í faðm fjölskyldu sinnar. Á sama tíma vann ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur að því að þrengja skilyrðin fyrir því að fólk geti fengið dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar. Í fjóra mánuði hefur mikill fjöldi sjálfboðaliða unnið að því að koma hátt í 200 einstaklingum undan þjóðarmorði á Gaza og til Íslands. Sum okkar hafa unnið að því verkefni, dag og nótt, alla daga, síðan í byrjun febrúar, og einfaldlega gefið allt sem við eigum til þess að gera þetta að raunveruleika. Þessi mannúðaraðgerð hefur kostað margt, meðal annars rúmar 90 milljónir, sem er sú upphæð sem safnaðist á meðal almennings til þess að koma fólkinu okkar heim af Gaza upphæð sem safnaðist með fjölda framlaga og alls konar framtaki. Það er öllum þeim sem lögðu sitt af mörkum í þeirri aðgerð að þakka að fólkið komst undan þjóðarmorði á Gaza og til fjölskyldu sinnar á Íslandi. Ekki ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Þið fáið ekki að breyta sögunni ykkur í hag - eftir á. Höfundur er formaður Solaris – hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi.
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar