Uppgjörið: KA - ÍA 2-3 | Skagamenn sóttu sigur norður Árni Gísli Magnússon skrifar 1. júní 2024 18:02 Hinrik Harðarson skoraði fyrir Skagamenn í dag. Vísir/Hulda Margrét Áfram heldur slakt gengi KA en liðið beið í lægri hlut, 3-2, gegn ÍA á Greifavellinum í níundu umferð bestu deildarinnar í dag. KA komst snemma yfir en Skagamenn gengu á lagið og leiddu 3-2 í hálfleik sem urðu lokatölur. KA áfram í næstneðsta sæti deildarinnar en ÍA í því sjötta. KA komst í forystu eftir tæpan stundarfjórðung eftir bras í uppspili ÍA. Rodri vann boltann á miðjunni, kom honum á Svein Margeir sem gaf boltann áfram á Bjarna Aðalsteinsson sem skaut boltanum á milli fóta Árna Marinó í markinu sem hefði getað gert betur. Adam var alls ekki lengi í paradísinni frægu því strax í næstu sókn leiksins jafnaði Hinrik Harðarson leikinn fyrir ÍA þegar hann fékk dauðafæri á silfurfati eftir slæman skalla til baka frá Hrannari Birni og kláraði Hinrikið færið vel einn gegn markmanni. Á 22. mínútu barst boltinn út fyrir teig KA manna og lagði Steinar Þorsteinsson boltann fyrir Inga Þór Sigurðsson sem smellhillti boltann sem söng í fjærhorninu eftir frábært skot. 2-1 fyrir ÍA. Áfram héldu mörkin að koma en á 37. mínútu jafnaði Ívar Örn Árnason leikinn þegar hann skallaði boltann laglega inn eftir hornspyrnu Daníels Hafsteinssonar. Á 42. mínútu var dæmd vítaspyrna á Hans Viktor Guðmundsson en dómari leiksins taldi hann hafa sparkað í Erik Sandberg inni í teig heimamanna þegar hann var að skjóta að marki eftir hornspyrnu. Mjög umdeildur dómur og KA menn hópuðust að Elíasi dómari sem breytti þó ekki dómi sínum. Arnór Smárason skoraði örugglega af vítapunktinum og tryggði Skagamönnum eins marks forystu í hálfleik. Síðari hálfleikur innihélt engin mörk en bæði lið fengu þónokkur færi og sótti KA stíft síðasta stundarfjórðung leiksins eða svo en leikurinn fór ellefu mínútur fram yfir venjulega leiktíma. Hans Viktor Guðmundsson og Daníel Hafseinsson fengu báðir dauðafæri undur lok venjulegs leiktíma en hittu ekki markið. Það vantaði að binda endahnút á sóknir KA liðsins en lélegar fyrirgjafir voru komu hvað eftir annað þar sem boltinn endaði ýmist á fremsta varnarmanni, í höndum Árna Marinó í markinu eða aftur fyrir endamörk. Sterkur 3-2 útsigur ÍA staðreynd. Stjörnur og skúrkar Arnór Smárason og Steinar Þorsteinsson voru flottir á miðjunni hjá Skagamönnum. Arnór með mark úr víti og Steinar með stoðsendingu í öðru markinu. Ingi Þór Sigurðsson var einnig frískur og skoraði frábært mark. Erfitt að tala um staka skúrka en varnarleikur KA liðsins í heild sinni er mölbrotinn enda liðið búið að fá á sig 23 mörk – flest allra liða í deildinni. Það hefur gengið illa hjá KA og virtust margir leikmenn missa hausinn snemma leiks þegar allt gekk á afturfótunum. Atvik leiksins Vítaspyrnan sem er dæmd á Hans Viktor þegar hann á að hafa sparkað í Erik Sandberg en það er ekki hægt að sjá að mikil snerting hafi átt sér stað, auk þess sem mjög svipuðu atviki var sleppt í teignum hinu megin þegar Birgir Baldvinsson féll í jörðina. Arnór Smárason skoraði úr vítinu sem reyndist sigurmark. Dómarinn Elías Ingi hefur átt betri leiki en í dag. Dæmir víti á KA sem er erfitt að réttlæta eins ég kem inn á hér að ofan en sleppir keimlíku atviki hinu megin á vellinum stuttu áður. Mér fannst hann einnig slepppa nokkrum mjög augljósum brotum úti á velli. Stemning og umgjörð Nokkuð veglegur stuðningshópur frá ÍA mætti í stúkuna og lét vel í sér heyra. KA Ultras voru hvergi sjáanlegir en það er þekkt stef að stuðningur við lið minnki þegar illa gengur. Hinn almenni stuðningsmaður KA var frekar pirraður í stúkunni sem er skiljanlegt þegar illa gengur. KA auglýsti mikla dagskrá fyrir leik sem innihélt ýmislegt fyrir alla fjölskylduna og eiga hrós skilið fyrir það. Viðtöl „Erum komnir í efri hluta deildarinnar og þar viljum við vera“ „Bara stórkostlegar, bara frábært að koma hérna og vinna þennan leik og virkilega sterkt”, sagði Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA eftir sterkan 3-2 útisigur gegn KA. Jón Þór var ánæðgur með liðsheildina og segir hana hafa verið lykilinn að sigrinum. „Bara gríðarleg vinnusemi og öflug liðsheild sem skóp þennan sigur. Mikill karakter að koma til baka, lendum undir snemma í leiknum, ætluðum að mæta til baka hérna sterkir og grimmir til leiks en lendum undir snemma og það slær okkur ekkert út af laginu, erum fljótir að jafna og skorum þrjú mörk í fyrri hálfleiknum svo er seinni hálfleikurinn bara ótrúlega lengi að líða en strákarnir lögðu allt í sölurnar og náðu að landa þessum sigri, bara frábært.“ Hilmar Elís Hilmarsson spilaði sinn fyrsta leik í efstu deild í dag en hann spilaði allan leikinn og var Jón Þór ánægður með frammistöðu hans. „Virkilega vel, stóð sig frábærlega vel, og það er líka bara liðsheildin sem er í þessu liði, það er hugarfarið og andinn í þessu liði er þannig að það treysta honum allir fullkomnlega til að koma hérna inn, hafði engar áhyggjur af því og strákarnir sem voru að spila með honum í vörninni eru búnir að vera spila vel þannig að hann var bara að koma inn í það og vissi það sjálfur og það var aldrei nokkur spurning að hann myndu koma hérna inn og spila sinn leik og standa sig vel.“ Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA.Vísir/Hulda Margrét „Strákur sem hefur farið upp í gegnum yngri flokkana okkar og Kára samstarfið í þriðju deild og annarri deild og það er heldur betur að gefa vel af sér fyrir okkur. Guðfinnur (Þór Leósson) kemur líka inn á sem hefur verið að spila þar líka og þessir strákar eru bara að standa sig feykilega vel og það er líka bara út af eins og ég segi að liðsheildin er sterk í þessu liði þannig það er frábært fyrir þessa stráka að koma inn í liðið.“ ÍA er nýliði í deildinni en liðið er með þrettán stig í sjötta sæti eftir níu umferðir. Er óhætt að segja að Skagamenn setji meiri kröfur á sjálfa sig sem nýliðar en aðrir nýliðar almennt sökum stærðar og sögu félagsins? „Ég veit ekkert hvað það þýðir, við erum nýliðar, það er staðreynd málsins, við spiluðum í Lengjudeildinni í fyrra. Ég veit ekki hvernig ég á að svara þessari spurningu, jú jú auðvitað er sagan og félagið stórt og allt það en við þurfum að nálgast verkefnið auðvitað eins og það kemur fyrir okkur og frábært að vinna þennan sigur á erfiðum útivelli fyrir fríið og komnir í efri hluta deildarinnar og þar viljum við vera, og þetta er er eitthvað sem við byggjum ofan á, það er engin spurning.“ Íslenski boltinn Fótbolti Besta deild karla KA ÍA
Áfram heldur slakt gengi KA en liðið beið í lægri hlut, 3-2, gegn ÍA á Greifavellinum í níundu umferð bestu deildarinnar í dag. KA komst snemma yfir en Skagamenn gengu á lagið og leiddu 3-2 í hálfleik sem urðu lokatölur. KA áfram í næstneðsta sæti deildarinnar en ÍA í því sjötta. KA komst í forystu eftir tæpan stundarfjórðung eftir bras í uppspili ÍA. Rodri vann boltann á miðjunni, kom honum á Svein Margeir sem gaf boltann áfram á Bjarna Aðalsteinsson sem skaut boltanum á milli fóta Árna Marinó í markinu sem hefði getað gert betur. Adam var alls ekki lengi í paradísinni frægu því strax í næstu sókn leiksins jafnaði Hinrik Harðarson leikinn fyrir ÍA þegar hann fékk dauðafæri á silfurfati eftir slæman skalla til baka frá Hrannari Birni og kláraði Hinrikið færið vel einn gegn markmanni. Á 22. mínútu barst boltinn út fyrir teig KA manna og lagði Steinar Þorsteinsson boltann fyrir Inga Þór Sigurðsson sem smellhillti boltann sem söng í fjærhorninu eftir frábært skot. 2-1 fyrir ÍA. Áfram héldu mörkin að koma en á 37. mínútu jafnaði Ívar Örn Árnason leikinn þegar hann skallaði boltann laglega inn eftir hornspyrnu Daníels Hafsteinssonar. Á 42. mínútu var dæmd vítaspyrna á Hans Viktor Guðmundsson en dómari leiksins taldi hann hafa sparkað í Erik Sandberg inni í teig heimamanna þegar hann var að skjóta að marki eftir hornspyrnu. Mjög umdeildur dómur og KA menn hópuðust að Elíasi dómari sem breytti þó ekki dómi sínum. Arnór Smárason skoraði örugglega af vítapunktinum og tryggði Skagamönnum eins marks forystu í hálfleik. Síðari hálfleikur innihélt engin mörk en bæði lið fengu þónokkur færi og sótti KA stíft síðasta stundarfjórðung leiksins eða svo en leikurinn fór ellefu mínútur fram yfir venjulega leiktíma. Hans Viktor Guðmundsson og Daníel Hafseinsson fengu báðir dauðafæri undur lok venjulegs leiktíma en hittu ekki markið. Það vantaði að binda endahnút á sóknir KA liðsins en lélegar fyrirgjafir voru komu hvað eftir annað þar sem boltinn endaði ýmist á fremsta varnarmanni, í höndum Árna Marinó í markinu eða aftur fyrir endamörk. Sterkur 3-2 útsigur ÍA staðreynd. Stjörnur og skúrkar Arnór Smárason og Steinar Þorsteinsson voru flottir á miðjunni hjá Skagamönnum. Arnór með mark úr víti og Steinar með stoðsendingu í öðru markinu. Ingi Þór Sigurðsson var einnig frískur og skoraði frábært mark. Erfitt að tala um staka skúrka en varnarleikur KA liðsins í heild sinni er mölbrotinn enda liðið búið að fá á sig 23 mörk – flest allra liða í deildinni. Það hefur gengið illa hjá KA og virtust margir leikmenn missa hausinn snemma leiks þegar allt gekk á afturfótunum. Atvik leiksins Vítaspyrnan sem er dæmd á Hans Viktor þegar hann á að hafa sparkað í Erik Sandberg en það er ekki hægt að sjá að mikil snerting hafi átt sér stað, auk þess sem mjög svipuðu atviki var sleppt í teignum hinu megin þegar Birgir Baldvinsson féll í jörðina. Arnór Smárason skoraði úr vítinu sem reyndist sigurmark. Dómarinn Elías Ingi hefur átt betri leiki en í dag. Dæmir víti á KA sem er erfitt að réttlæta eins ég kem inn á hér að ofan en sleppir keimlíku atviki hinu megin á vellinum stuttu áður. Mér fannst hann einnig slepppa nokkrum mjög augljósum brotum úti á velli. Stemning og umgjörð Nokkuð veglegur stuðningshópur frá ÍA mætti í stúkuna og lét vel í sér heyra. KA Ultras voru hvergi sjáanlegir en það er þekkt stef að stuðningur við lið minnki þegar illa gengur. Hinn almenni stuðningsmaður KA var frekar pirraður í stúkunni sem er skiljanlegt þegar illa gengur. KA auglýsti mikla dagskrá fyrir leik sem innihélt ýmislegt fyrir alla fjölskylduna og eiga hrós skilið fyrir það. Viðtöl „Erum komnir í efri hluta deildarinnar og þar viljum við vera“ „Bara stórkostlegar, bara frábært að koma hérna og vinna þennan leik og virkilega sterkt”, sagði Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA eftir sterkan 3-2 útisigur gegn KA. Jón Þór var ánæðgur með liðsheildina og segir hana hafa verið lykilinn að sigrinum. „Bara gríðarleg vinnusemi og öflug liðsheild sem skóp þennan sigur. Mikill karakter að koma til baka, lendum undir snemma í leiknum, ætluðum að mæta til baka hérna sterkir og grimmir til leiks en lendum undir snemma og það slær okkur ekkert út af laginu, erum fljótir að jafna og skorum þrjú mörk í fyrri hálfleiknum svo er seinni hálfleikurinn bara ótrúlega lengi að líða en strákarnir lögðu allt í sölurnar og náðu að landa þessum sigri, bara frábært.“ Hilmar Elís Hilmarsson spilaði sinn fyrsta leik í efstu deild í dag en hann spilaði allan leikinn og var Jón Þór ánægður með frammistöðu hans. „Virkilega vel, stóð sig frábærlega vel, og það er líka bara liðsheildin sem er í þessu liði, það er hugarfarið og andinn í þessu liði er þannig að það treysta honum allir fullkomnlega til að koma hérna inn, hafði engar áhyggjur af því og strákarnir sem voru að spila með honum í vörninni eru búnir að vera spila vel þannig að hann var bara að koma inn í það og vissi það sjálfur og það var aldrei nokkur spurning að hann myndu koma hérna inn og spila sinn leik og standa sig vel.“ Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA.Vísir/Hulda Margrét „Strákur sem hefur farið upp í gegnum yngri flokkana okkar og Kára samstarfið í þriðju deild og annarri deild og það er heldur betur að gefa vel af sér fyrir okkur. Guðfinnur (Þór Leósson) kemur líka inn á sem hefur verið að spila þar líka og þessir strákar eru bara að standa sig feykilega vel og það er líka bara út af eins og ég segi að liðsheildin er sterk í þessu liði þannig það er frábært fyrir þessa stráka að koma inn í liðið.“ ÍA er nýliði í deildinni en liðið er með þrettán stig í sjötta sæti eftir níu umferðir. Er óhætt að segja að Skagamenn setji meiri kröfur á sjálfa sig sem nýliðar en aðrir nýliðar almennt sökum stærðar og sögu félagsins? „Ég veit ekkert hvað það þýðir, við erum nýliðar, það er staðreynd málsins, við spiluðum í Lengjudeildinni í fyrra. Ég veit ekki hvernig ég á að svara þessari spurningu, jú jú auðvitað er sagan og félagið stórt og allt það en við þurfum að nálgast verkefnið auðvitað eins og það kemur fyrir okkur og frábært að vinna þennan sigur á erfiðum útivelli fyrir fríið og komnir í efri hluta deildarinnar og þar viljum við vera, og þetta er er eitthvað sem við byggjum ofan á, það er engin spurning.“
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti