Enski boltinn

Bellamy tekur tíma­bundið við en Lampard er lík­lega langtímalausnin

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Frank Lampard stýrði síðast Chelsea, tímabundið eftir að Graham Potter var rekinn.
Frank Lampard stýrði síðast Chelsea, tímabundið eftir að Graham Potter var rekinn. Alex Davidson/Getty Images

Craig Bellamy hefur tekið tímabundið við stjórn enska knattspyrnufélagsins Burnley en Frank Lampard er talinn líklegasti arftaki Vincent Kompany.

Craig Bellamy og Frank Lampard áttust oft við á sínum dögum sem leikmenn í ensku úrvalsdeildinni.Shaun Botterill/Getty Images

Craig Bellamy hefur verið ráðinn tímabundið sem aðalþjálfari liðsins eftir að Kompany kvaddi og fór til Bayern Munchen. Hann var þó aðeins ráðinn til bráðabirgða meðan leitað er að nýjum manni. 

Lampard hefur verið sterklega orðaður við starfið. Hann hefur verið án starfs síðan hann var tímabundið hjá Chelsea árið 2023 eftir að Graham Potter var rekinn. Áður hafði Lampard stýrt Chelsea frá 2019-21 og verið látinn fara, líkt og hjá Everton 2022, bestum árangri náði hann sem þjálfari Derby County tímabilið 2018-19.

Þá hefur fyrrum þjálfari Nottingham Forest, Steve Cooper, verið nefndur í umræðunni en hann segist sjálfur ekki hafa áhuga á starfinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×