Innlent

Hvar áttu að kjósa í for­seta­kosningum?

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Guðni Th. Jóhannesson kýs í forsetakosningunum fyrir fjórum árum.
Guðni Th. Jóhannesson kýs í forsetakosningunum fyrir fjórum árum. Vísir/Vilhelm

Kjörstaðir um allt land verða opnaðir klukkan níu í fyrramálið og má búast við að meirihluti kosningabærra Íslendinga greiði atkvæði í forsetakosningunum sem stefnir í að verði æsispennandi.

En hver hefur kosningarétt á kjördag? Íslenskur ríkisborgari sem náð hefur 18 ára aldri þegar kosning fer fram og á lögheimili hér á landi. Erlendir ríkisborgarar búsettir á Íslandi, og hafa ekki fengið íslenskt ríkisfang, eru ekki með kosningarétt við forsetakjör.

En hvar á að kjósa? Það fer eftir lögheimili fólks. Með því að slá inn kennitölu sína á vef Þjóðskrár fær fólk upplýsingar um hvar það á að kjósa. Rétt er að minna fólk á að hafa skilríki meðferðis til að auðkenna sig.

Smellið hér til að fara á vef þjóðskrár.

Fjölmargir hafa kosið utankjörfundar undanfarnar vikur og er hægt að gera það víða um land þangað til klukkan 22 í kvöld. Nánari upplýsingar hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×