Óskað eftir forseta sem færir ungu fólki völd Valgerður Eyja Eyþórsdóttir skrifar 31. maí 2024 17:01 Á morgun 1. júní verður kosið til embættis forseta Íslands, þar sem við munum kjósa sjöunda forseta lýðveldisins. Í þessu samhengi skiptir máli að við unga fólkið skilum okkur á kjörstað og nýtum lýðræðislegan kosningarétt okkar. Við sem erum að kjósa í fyrsta skiptið fáum loksins að nýta kosningaréttinn, sem er mikið meira en bara réttur. Hann er tækifæri okkar til að láta rödd okkar heyrast og hafa áhrif á samfélagið. Minni kosningaþátttaka ungs fólks Kosningaþátttaka okkar unga fólksins hefur því miður verið almennt minni en hjá öðrum aldurshópum sem skapar lýðræðishalla á milli kynslóða. Við höfum síður verið að skila okkur á kjörstað en ég á bágt með að trúa að við viljum vera sú kynslóð sem kýs ekki eða tekur ekki lýðræðislegan þátt til að hafa áhrif á okkar dýrmæta samfélag. Það er því áhyggjuefni að ungt fólk sé ólíklegra til þess að skila sér ekki á kjörstað sem gerir það að verkum að bæði samfélagsstöðu þeirra og lýðræði er ógnað. Landssamband ungmennafélaga (LUF) hefur lengi, í samstarfi við Samband íslenskra framhaldsskólanema (SÍF) staðið fyrir verkefninu og átakinu #ÉgKýs en í því felst að efla lýðræðisvitund hjá ungu fólki, hvetja þau til að taka upplýsta ákvörðun, mæta á kjörstað og kjósa til þess að koma í veg fyrir að alvarlegur lýðræðishalli myndist á milli kynslóða. Rödd okkar unga fólksins verður að heyrast LUF óskar hér með formlega eftir forseta sem færir ungu fólki völd. Ungt fólk leitar eftir forseta sem horfir til samstarfs og samtals við ungt fólk. Það er ungu fólki nauðsynlegt að raddir þeirra fái að heyrast og að sá sem mun taka við embætti forseta Íslands láti sig hagsmuni komandi kynslóða varða og sé sameiningartákn allra. Lýðræði krefst raunverulegs samráðs við ungt fólk og það er eðlileg krafa að hagsmunir ungs fólks endurspeglist í lýðræðislegum kosningum. Kynnum okkur frambjóðendur og mætum á kjörstað Það er gríðarlega mikilvægt að ungt fólk taki upplýsta ákvörðun og mæti á kjörstað. Það skiptir máli að við nýtum þá rödd sem við höfum, okkar kosningarétt og kjósum. Við þurfum að mæta og kjósa til að hafa áhrif. Látum tækifærið ekki framhjá okkur fara, hvert atkvæði skiptir máli. Ekki sitja heima á morgun, skellum okkur frekar í fínu fötin, tökum þátt í lýðræðinu og höfum áhrif! Höfundur er lýðræðisfulltrúi Landssambands ungmennafélaga og lýðræðis- og samskiptafulltrúi Sambands íslenskra framhaldsskólanema. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Félagasamtök Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Á morgun 1. júní verður kosið til embættis forseta Íslands, þar sem við munum kjósa sjöunda forseta lýðveldisins. Í þessu samhengi skiptir máli að við unga fólkið skilum okkur á kjörstað og nýtum lýðræðislegan kosningarétt okkar. Við sem erum að kjósa í fyrsta skiptið fáum loksins að nýta kosningaréttinn, sem er mikið meira en bara réttur. Hann er tækifæri okkar til að láta rödd okkar heyrast og hafa áhrif á samfélagið. Minni kosningaþátttaka ungs fólks Kosningaþátttaka okkar unga fólksins hefur því miður verið almennt minni en hjá öðrum aldurshópum sem skapar lýðræðishalla á milli kynslóða. Við höfum síður verið að skila okkur á kjörstað en ég á bágt með að trúa að við viljum vera sú kynslóð sem kýs ekki eða tekur ekki lýðræðislegan þátt til að hafa áhrif á okkar dýrmæta samfélag. Það er því áhyggjuefni að ungt fólk sé ólíklegra til þess að skila sér ekki á kjörstað sem gerir það að verkum að bæði samfélagsstöðu þeirra og lýðræði er ógnað. Landssamband ungmennafélaga (LUF) hefur lengi, í samstarfi við Samband íslenskra framhaldsskólanema (SÍF) staðið fyrir verkefninu og átakinu #ÉgKýs en í því felst að efla lýðræðisvitund hjá ungu fólki, hvetja þau til að taka upplýsta ákvörðun, mæta á kjörstað og kjósa til þess að koma í veg fyrir að alvarlegur lýðræðishalli myndist á milli kynslóða. Rödd okkar unga fólksins verður að heyrast LUF óskar hér með formlega eftir forseta sem færir ungu fólki völd. Ungt fólk leitar eftir forseta sem horfir til samstarfs og samtals við ungt fólk. Það er ungu fólki nauðsynlegt að raddir þeirra fái að heyrast og að sá sem mun taka við embætti forseta Íslands láti sig hagsmuni komandi kynslóða varða og sé sameiningartákn allra. Lýðræði krefst raunverulegs samráðs við ungt fólk og það er eðlileg krafa að hagsmunir ungs fólks endurspeglist í lýðræðislegum kosningum. Kynnum okkur frambjóðendur og mætum á kjörstað Það er gríðarlega mikilvægt að ungt fólk taki upplýsta ákvörðun og mæti á kjörstað. Það skiptir máli að við nýtum þá rödd sem við höfum, okkar kosningarétt og kjósum. Við þurfum að mæta og kjósa til að hafa áhrif. Látum tækifærið ekki framhjá okkur fara, hvert atkvæði skiptir máli. Ekki sitja heima á morgun, skellum okkur frekar í fínu fötin, tökum þátt í lýðræðinu og höfum áhrif! Höfundur er lýðræðisfulltrúi Landssambands ungmennafélaga og lýðræðis- og samskiptafulltrúi Sambands íslenskra framhaldsskólanema.
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun