Innlent

Ný könnun sýnir stefna í æsi­spennandi kjör­dag

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Halla Tómasdóttir og Katrín Jakobsdóttir eru efstar í nýrri könnun Gallup.
Halla Tómasdóttir og Katrín Jakobsdóttir eru efstar í nýrri könnun Gallup. Vísir/Vilhelm

Katrín Jakobsdóttir er með 25,6 prósenta fylgi og Halla Tómasdóttir með 23,9 prósenta fylgi samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Ekki er marktækur munur á þeim.

Þetta kemur fram á vef RÚV. Halla Hrund Logadóttir er með 19 prósenta fylgi, Baldur Þórhallsson 14,6 prósent og Jón Gnarr 8,4 prósent. Arnar Þór Jónsson kemur þar á eftir með 6,2 prósent en aðrir frambjóðendur eru með undir einu prósenti.

Þrjár fylgiskannanir voru birtar í gær. Sú fyrsta var könnun Maskínu sem sýndi að Halla Tómasdóttir, sem verið hefur á mikilli siglingu, hafði skotist upp að Katrínu Jakobsdóttur og mældust þær báðar með 24,1 prósent í könnun Maskínu. Þar á eftir kom Halla Hrund með 18,4 prósent, Baldur 15,4 prósent og Jón Gnar með 9,9 prósent.

Morgublaðið birti einnig könnun frá Prósenti í gær. Þar var niðurstaðan ekki ósvipuð en ekki marktækur munur á fylgi Hallanna tveggja og Katrínar. Halla Tómasdóttir mældist efst með 23,5 prósent, Katrín 22,2 og Halla Hrund með 22 prósent. 

Síðdegis birti Félagsvísindastofnun sína aðra könnun í aðdraganda forsetakosninga og þar er niðurstaðan töluvert ólík hinum tveimur. Katrín er með afgerandi forystu með 26,3 prósent, tæplega átta prósentustigum neðar koma Höllurnar síðan með 18,5 og 18,4 prósent, Baldur með 16,1, Jón Gnarr á svipuðum stað og í hinum könnununum og Arnar Þór með 7,1 prósent. 

Þóra Ásgeirsdóttir framkvæmdastjóri Maskínu sagðist í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær telja líklegast að ólíkar niðurstöður mætti rekja til þess að könnun Félagsvísindastofnunar hófst 22. maí á meðan hinar byrjuðu að spyrja fólk fimm dögum síðar.

Fréttin er í vinnslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×