Samherjar Hafþór Reynisson skrifar 31. maí 2024 21:00 Nú göngum við íslendingar að kjörklefunum. Það er stór hópur sem hefur ákveðið að gefa kost á sér til forseta Íslands og öll hafa þau ýmislegt til brunns að bera, sama hvernig maður lítur á það. Það hefur orðið ljóst að slagurinn um atkvæði er orðinn ansi hávær og ganga mætti svo langt að segja að hann sé orðinn að leðjuslag. Ég ætlaði upphaflega að skrifa skoðanapistil þar sem ég myndi taka fram að “þitt atkvæði er þitt” og að skoðanakannanir og stærri og betur fjármagnaðar auglýsingaherferðir ættu að lúta í lægra haldi fyrir okkar einlægu tilfinningu fyrir því hver er best til þess fallin/n að gegna embætti forseta. Nú er ég ekki svo viss. Það sem hefur einkennt þessa kosningabaráttu síðan eitt tiltekið framboð kom fram, er aðför að andstæðingnum. Vinnubrögð sem markast af því að “hjóla í manninn”. Þetta er svo sem þekkt í pólitík, en svona groddaraleg vinnubrögð hafa yfirleitt ekki borið árangur í forsetakosningum hér á landi. Í þessum tilfellum er skítkast (jafnvel bókstaflega) og ímyndar-hernaður notaður til að rægja ímynd annarra frambjóðenda. Og þarna virðast tvær ólíkar fylkingar hafa sig mest í frammi, sameinaðar á bak við eitt og hið sama framboð. Þessar tvær ólíku, og pólitísku, fylkingar virðast vinna sem samherjar að því takmarki að skrímsla-væða andstæðinga sína. Þetta upphófst við fyrstu skoðanakönnun og var þá spjótum beint að þeim sem voru líklegastir keppinautar ákveðins frambjóðanda. Það sem hryggir mig er að þessi aðför að einstaklingum og þeirra fyrri gjörðum og skoðunum einskorðast ekki við frambjóðendur lengur. Almennir kjósendur og stuðningsmenn þessa framboðs hafa spilað sama leik gagnvart öllum þeim sem hafa dirfst að opinbera skoðun sína á framboðinu. Nú er lesendum sennilega orðið ljóst að ég er að tala um framboð Katrínar Jakobsdóttur og það fólk og þau öfl sem styðja hennar framboð. Það er gríðarlega sterkur stuðningur á bak við Katrínu, en því miður virðist þetta vera tónninn sem hefur verið settur af fylgjendum hennar. Nú hef ég bæði orðið vitni að sem og lesið um tilfelli þar sem fólk er beðið um að fjarlægja skrif sín sem eru gagnrýnin á framboð Katrínar, af stuðningsfólki hennar. Þetta hefur gengið svo langt að fólki er ýtt í „félagslegan skammarkrók“ vegna skoðanna sinna og gert er lítið úr þeim í ákveðnum hópum. Er það ekki þöggun? Annað sem þessi hópur stuðningsmanna Katrínar hefur gert er að halda því fram að það sé „karllægt“ að gagnrýna hana. Þannig sé gagnrýni á Katrínu, sem snýr m.a. að stöðu hennar sem fyrrum forsætisráðherra í sitjandi ríkisstjórn, jafnvel merki um kvenhatur. Forsetakosningar hafa aldrei snúist jafn lítið um kyn og nú, enda eru sex konur og sex karlmenn á kjörseðlinum. Þar af eru þær allra sigurstranglegustu konur. Það er því engin árás feðraveldisins hér á ferð, þvert á móti mætti færa rök fyrir hinu andstæða. Komum aftur að minni skoðun, „Þitt atkvæði er þitt“. Ég stend við það, ef allir myndu kjósa af heilindum og eigin sannfæringu og Katrín Jakobsdóttir stæði uppi sem forseti þá væri hún líka minn forseti. En ef slagurinn á Bessastaði á að vinnast á þennan hátt, blóðugt, drullugt og án nokkurs þokka, verður það forsetaembættinu hvorki til fegrunar eða framdráttar og minni líkur eru á að sátt verði um Katrínu sem forseta, ef hún sigrar. Þegar við veitum atkvæði okkar skulum við ekki bara spyrja okkur að því hvern við viljum sjá sem forseta Íslands heldur líka hvernig við viljum velja okkar forseta. Því tónninn sem við setjum nú ákvarðar hvernig við, sem þjóð, höldum fram á við eftir kosningarnar. Höfundur er Íslendingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Sjá meira
Nú göngum við íslendingar að kjörklefunum. Það er stór hópur sem hefur ákveðið að gefa kost á sér til forseta Íslands og öll hafa þau ýmislegt til brunns að bera, sama hvernig maður lítur á það. Það hefur orðið ljóst að slagurinn um atkvæði er orðinn ansi hávær og ganga mætti svo langt að segja að hann sé orðinn að leðjuslag. Ég ætlaði upphaflega að skrifa skoðanapistil þar sem ég myndi taka fram að “þitt atkvæði er þitt” og að skoðanakannanir og stærri og betur fjármagnaðar auglýsingaherferðir ættu að lúta í lægra haldi fyrir okkar einlægu tilfinningu fyrir því hver er best til þess fallin/n að gegna embætti forseta. Nú er ég ekki svo viss. Það sem hefur einkennt þessa kosningabaráttu síðan eitt tiltekið framboð kom fram, er aðför að andstæðingnum. Vinnubrögð sem markast af því að “hjóla í manninn”. Þetta er svo sem þekkt í pólitík, en svona groddaraleg vinnubrögð hafa yfirleitt ekki borið árangur í forsetakosningum hér á landi. Í þessum tilfellum er skítkast (jafnvel bókstaflega) og ímyndar-hernaður notaður til að rægja ímynd annarra frambjóðenda. Og þarna virðast tvær ólíkar fylkingar hafa sig mest í frammi, sameinaðar á bak við eitt og hið sama framboð. Þessar tvær ólíku, og pólitísku, fylkingar virðast vinna sem samherjar að því takmarki að skrímsla-væða andstæðinga sína. Þetta upphófst við fyrstu skoðanakönnun og var þá spjótum beint að þeim sem voru líklegastir keppinautar ákveðins frambjóðanda. Það sem hryggir mig er að þessi aðför að einstaklingum og þeirra fyrri gjörðum og skoðunum einskorðast ekki við frambjóðendur lengur. Almennir kjósendur og stuðningsmenn þessa framboðs hafa spilað sama leik gagnvart öllum þeim sem hafa dirfst að opinbera skoðun sína á framboðinu. Nú er lesendum sennilega orðið ljóst að ég er að tala um framboð Katrínar Jakobsdóttur og það fólk og þau öfl sem styðja hennar framboð. Það er gríðarlega sterkur stuðningur á bak við Katrínu, en því miður virðist þetta vera tónninn sem hefur verið settur af fylgjendum hennar. Nú hef ég bæði orðið vitni að sem og lesið um tilfelli þar sem fólk er beðið um að fjarlægja skrif sín sem eru gagnrýnin á framboð Katrínar, af stuðningsfólki hennar. Þetta hefur gengið svo langt að fólki er ýtt í „félagslegan skammarkrók“ vegna skoðanna sinna og gert er lítið úr þeim í ákveðnum hópum. Er það ekki þöggun? Annað sem þessi hópur stuðningsmanna Katrínar hefur gert er að halda því fram að það sé „karllægt“ að gagnrýna hana. Þannig sé gagnrýni á Katrínu, sem snýr m.a. að stöðu hennar sem fyrrum forsætisráðherra í sitjandi ríkisstjórn, jafnvel merki um kvenhatur. Forsetakosningar hafa aldrei snúist jafn lítið um kyn og nú, enda eru sex konur og sex karlmenn á kjörseðlinum. Þar af eru þær allra sigurstranglegustu konur. Það er því engin árás feðraveldisins hér á ferð, þvert á móti mætti færa rök fyrir hinu andstæða. Komum aftur að minni skoðun, „Þitt atkvæði er þitt“. Ég stend við það, ef allir myndu kjósa af heilindum og eigin sannfæringu og Katrín Jakobsdóttir stæði uppi sem forseti þá væri hún líka minn forseti. En ef slagurinn á Bessastaði á að vinnast á þennan hátt, blóðugt, drullugt og án nokkurs þokka, verður það forsetaembættinu hvorki til fegrunar eða framdráttar og minni líkur eru á að sátt verði um Katrínu sem forseta, ef hún sigrar. Þegar við veitum atkvæði okkar skulum við ekki bara spyrja okkur að því hvern við viljum sjá sem forseta Íslands heldur líka hvernig við viljum velja okkar forseta. Því tónninn sem við setjum nú ákvarðar hvernig við, sem þjóð, höldum fram á við eftir kosningarnar. Höfundur er Íslendingur.
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun