Innlent

Skít­kast í „skrýtinni og óvæginni“ kosninga­bar­áttu

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Fréttastofa tók kjósendur tali í dag, síðasta daginn fyrir forsetakosningar.
Fréttastofa tók kjósendur tali í dag, síðasta daginn fyrir forsetakosningar.

Skiptar skoðanir eru um kosningabaráttu síðustu vikna meðal kjósenda sem fréttastofa ræddi við í dag. Sumir segja hana leiðinlega og óvægna en aðrir siðsamlega. Þá var allur gangur á því hvort fólk væri löngu búið að gera upp hug sinn eða hygðist ákveða hvern það kysi í kjörklefanum á morgun.

„Frekar óvægin, hefur farið út í leiðinlega umræðu og verið að kasta skít út í loftið,“ segir Hilmar Þór Norðfjörð um baráttuna.

„Hún er búin að vera svolítið skrýtin. Með svona marga. Og bara litast af pólitík finnst mér,“ segir Guðrún Víglundsdóttir.

Þá kveðst Jón Óli Bergsson ekki búinn að ákveða hvern hann ætli að kjósa. „Mig langar bara að sjá hvernig þetta þróast í kvöld hjá þeim og ákveða mig í kjörklefanum á morgun,“ segir hann.

Rætt var við Hilmar Þór, Guðrúnu, Jón Óla og fleiri kjósendur í kvöldfréttum Stöðvar 2. Horfa má á innslagið hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

Hvar áttu að kjósa í forsetakosningum?

Kjörstaðir um allt land verða opnaðir klukkan níu í fyrramálið og má búast við að meirihluti kosningabærra Íslendinga greiði atkvæði í forsetakosningunum sem stefnir í að verði æsispennandi.

Gætu gloprað niður sigrinum eða tryggt sér hann í kvöld

Allt sem forsetaframbjóðendur gera nú á siðasta degi kosningabaráttunnar getur skipt sköpum, að mati prófessors í stjórnmálafræði. Athyglisverð átök hafi komið fram milli frambjóðenda í kappræðum gærkvöldsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×