Bónaður brjóstkassi og barnaafmæli Þorbjörg Marínósdóttir skrifar 1. júní 2024 10:00 Ég sat með rjómaþakið postulín í barnaafmæli fyrir nokkru síðan þar sem forsetaframboðsumræður yfirgnæfðu sykurþanda gleði gesta. Nú þurfti að ræða málin. Barnaafmæli eru nefnilega fullkomin umræðuvettvangur. Þar blandast saman allskonar fólk á öllum aldri og enginn er undir áhrifum og missir sig í rausi. Fólk er kurteist en ákveðið og svo er afmælið búið áður en umræðurnar verða þreytandi. „Hvað finnst þér um frambjóðendur?“ spurði einn gestanna mig.„Svona almennt?“ spurði ég með brauðrétt í kinninni.„Já. Myndir þú kjósa einhvern af þeim sem komnir eru fram?“ augun geisluðu af spenning.Svarið var ekki einfalt. Þetta var í febrúar og skrúðgangan langt í frá fullmönnuð og ég hafði ekki gert upp við mig hvaða kosti mér fannst að forseti yrði að bera og hvað væri góður forseti. Og er góður rétta orðið eða hæfur? Og hvað er að vera hæfur? Það er til fullt af góðu og vönduðu fólki sem á samt ekkert í að vera forseti. Það er því mikilvægt að gera upp við sig hvað kosti viðkomandi þarf að hafa og ekki síður hvað eiginleika viljum við ekki sjá í þessu embætti. Opinberlega er hlutverk hins setta að hafa formlegt hlutverk í stjórnskipun og vald til synjunar laga. Þetta er lítill hluti starfsins í tímalegum skilningi þó áhrifin geti verið mikil. Meginþorri vinnunnar felst í landkynningu, störfum í samfélagsþágu og sem sameiningartákn. Þarna komum við að því að lykillinn þarf að passa í skrána. Hvernig manneskja mun ná árangri í þessum verkefnum? Umboðsmanneskja Íslands þarf að hafa bein í nefinu, vera réttsýn, hugrökk, félagslega hæf, vandvirk, traust, vinnusöm, heiðarleg, staðföst og hlý. Við hljótum að vilja að sameiningartákn landsins sé manneskja með útrétta hönd en ekki bónaðan brjóstkassa. Fjölskyldumanneskja, því það er jú það sem við erum á þessari eyju. Flókin fjölskylda með fallegum viðbótum. Það er hægt að raða í kringum sig réttu fólki og læra flestallt en það er hvorki hægt að læra hlýju né heiðarleika. Þessir eiginleikar leiða af sér traust og þar smellur lykillinn inn. Traust er dýrmætt og er ekki keypt með heilsíðuauglýsingu eða ókeypis pennum. Traustið og staðfestan eru gæðin. Fólk er nefnilega allskonar og leyfir sér að biðja um allskonar óviðeigandi, ekki síst í þessu flókna fjölskyldumynstri sem landið okkar liggur í. Forseti þarf að gefa skýr svör og ekki ráðrúm fyrir getgátur og óvissu. En hver er þessi manneskja? Í sögulegu samhengi hafa forsetar og aðrir kjörnir einstaklingar sem fagnað hafa mikilli velgengni oftar en ekki átt það sameiginlegt að „þurfa“ ekki starfið en vilja það og geta vel valdið því. Það skilgreinir ekki viðkomandi og þar af leiðandi hangir viðkomandi ekki í því umfram eftirspurn með öllum tiltækum ráðum. Höfundur er fjölmiðlafræðingur með sérlegan áhuga á samskiptum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Ég sat með rjómaþakið postulín í barnaafmæli fyrir nokkru síðan þar sem forsetaframboðsumræður yfirgnæfðu sykurþanda gleði gesta. Nú þurfti að ræða málin. Barnaafmæli eru nefnilega fullkomin umræðuvettvangur. Þar blandast saman allskonar fólk á öllum aldri og enginn er undir áhrifum og missir sig í rausi. Fólk er kurteist en ákveðið og svo er afmælið búið áður en umræðurnar verða þreytandi. „Hvað finnst þér um frambjóðendur?“ spurði einn gestanna mig.„Svona almennt?“ spurði ég með brauðrétt í kinninni.„Já. Myndir þú kjósa einhvern af þeim sem komnir eru fram?“ augun geisluðu af spenning.Svarið var ekki einfalt. Þetta var í febrúar og skrúðgangan langt í frá fullmönnuð og ég hafði ekki gert upp við mig hvaða kosti mér fannst að forseti yrði að bera og hvað væri góður forseti. Og er góður rétta orðið eða hæfur? Og hvað er að vera hæfur? Það er til fullt af góðu og vönduðu fólki sem á samt ekkert í að vera forseti. Það er því mikilvægt að gera upp við sig hvað kosti viðkomandi þarf að hafa og ekki síður hvað eiginleika viljum við ekki sjá í þessu embætti. Opinberlega er hlutverk hins setta að hafa formlegt hlutverk í stjórnskipun og vald til synjunar laga. Þetta er lítill hluti starfsins í tímalegum skilningi þó áhrifin geti verið mikil. Meginþorri vinnunnar felst í landkynningu, störfum í samfélagsþágu og sem sameiningartákn. Þarna komum við að því að lykillinn þarf að passa í skrána. Hvernig manneskja mun ná árangri í þessum verkefnum? Umboðsmanneskja Íslands þarf að hafa bein í nefinu, vera réttsýn, hugrökk, félagslega hæf, vandvirk, traust, vinnusöm, heiðarleg, staðföst og hlý. Við hljótum að vilja að sameiningartákn landsins sé manneskja með útrétta hönd en ekki bónaðan brjóstkassa. Fjölskyldumanneskja, því það er jú það sem við erum á þessari eyju. Flókin fjölskylda með fallegum viðbótum. Það er hægt að raða í kringum sig réttu fólki og læra flestallt en það er hvorki hægt að læra hlýju né heiðarleika. Þessir eiginleikar leiða af sér traust og þar smellur lykillinn inn. Traust er dýrmætt og er ekki keypt með heilsíðuauglýsingu eða ókeypis pennum. Traustið og staðfestan eru gæðin. Fólk er nefnilega allskonar og leyfir sér að biðja um allskonar óviðeigandi, ekki síst í þessu flókna fjölskyldumynstri sem landið okkar liggur í. Forseti þarf að gefa skýr svör og ekki ráðrúm fyrir getgátur og óvissu. En hver er þessi manneskja? Í sögulegu samhengi hafa forsetar og aðrir kjörnir einstaklingar sem fagnað hafa mikilli velgengni oftar en ekki átt það sameiginlegt að „þurfa“ ekki starfið en vilja það og geta vel valdið því. Það skilgreinir ekki viðkomandi og þar af leiðandi hangir viðkomandi ekki í því umfram eftirspurn með öllum tiltækum ráðum. Höfundur er fjölmiðlafræðingur með sérlegan áhuga á samskiptum.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar