Innlent

Fólk kasti at­kvæði sínu á stríðs­bálið

Jón Ísak Ragnarsson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa
Ástþór kaus friðarframboðið í Hagaskóla í morgun
Ástþór kaus friðarframboðið í Hagaskóla í morgun Vísir/Anton

Ástþóri Magnússyni Wium forsetaframbjóðanda líður vel að kjósa friðarframboð í dag, að eigin sögn. Hann segir það eina vitið í þeirri stöðu sem við erum komin í núna. Kjósi fólk annað séu þau að kasta atkvæði sínu á glæ, á stríðsbálið. Hann kaus í Hagaskóla í morgun.

Ástþór segir að upp sé komin mjög alvarleg staða, verið sé að hóta kjarnorkuárásum á NATO ríkin. Hann segir að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra eigi að svara fyrir landráð, og vísar til nýgerðra samninga um vopnakaup fyrir Úkraínu.

Ástþór í morgunVísir/Anton

Nú hefur þú boðið þig nokkrum sinnum fram, er þetta öðruvísi heldur en áður?

„Við höfum náttúrulega færst nær stríðsátökunum sem ég hef verið að tala um að muni gerast. Strax fyrir 28 árum lýsti ég því yfir að á næstu áratugum myndum við þróast inn í styrjöld ef við gripum ekki í taumana, og hún er svo sannarlega að raungerast fyrir augunum á okkur. Ég sagði fyrir átta árum að þetta yrði styrjöld við Rússa, og það virðist bara vera gerast,“ segir Ástþór. Háttsettir menn í Kreml hafi verið að tala um kjarnorkustríð í gær og íslenskir fjölmiðlar gefi því ekki gaum.

Vísir/Anton

Ástþór vonar að þjóðin hafi skynsemi til að taka á þessum vanda. Ef hann yrði kjörinn forseti færi hann strax á mánudaginn til Moskvu til að afstýra því að á okkur yrði ráðist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×