Lífið

Sjómannadagsfjör á Skaga­strönd

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Mikið er lagt upp úr sjómannadeginum á Skagaströnd enda fjögurra daga hátíð.
Mikið er lagt upp úr sjómannadeginum á Skagaströnd enda fjögurra daga hátíð. Aðsend

Það iðar allt af lífi og fjöri á Skagaströnd um helgina en þar byrjuðu íbúar á fimmtudaginn að fagna sjómannadagshelginni og hápunktur hátíðarhaldanna verður svo á morgun, sjómannadaginn.

Það eru víða hátíðarhöld um helgina vegna sjómannadagsins sunnudaginn 2. júní þar sem hetjur hafsins eru heiðraðar á fjölbreyttan hátt um allt land. Sjómannadagshelgin er alltaf stór á Skagaströnd.

Helena Mara er verkefnastjóri sjómannadagsins á Skagaströnd.

„Við byrjuðum hægt og rólega á fimmtudeginum og það var mikil dagskrá í gær á föstudeginum. Það voru tónleikar í gærkvöldi og í dag verður heilmikil dagskrá á bryggjunni á vegum björgunarsveitarinnar. sjóleikir, skemmtisigling og ég veit ekki hvað og hvað,” segir Helena.

Og svo verður hápunkturinn á morgun sjómannadaginn eða hvað?

„Já, það verður alvöru kökuhlaðborð og það verður karmellukast og loftboltar svo eitthvað sé nefnt, þetta verður mikið fjör.”

Margt skemmtilegt er í boði fyrir yngri kynslóðina.Aðsend

Helena segir að sjómannadagurinn sé alltaf og hafi alltaf verið mjög hátíðlegur á Skagaströnd.

„Það er verið að heiðra kallana okkar, sem vinna á sjó, við berum öll virðingu fyrir þeim,” segir Helena.

En er fólk duglegt að taka þátt í dagskránni?

„Já, allavega þykir heimamönnum mjög vænt um þennan dag og það eru allir tilbúnir að rétta fram hjálparhönd svo þetta gangi upp,” segir

Segir Helena Mara, verkefnastjóri sjómannadagsins á Skagaströnd.

Allar nánari upplýsingar um dagskrá sjómannadagshelgarinnar á Skagaströnd er að finna hér

Mikið fjör á Skagaströnd.Aðsend





Fleiri fréttir

Sjá meira


×