Jón Gnarr mjög bjartsýnn: „Fyrsti krúnurakaði rauðhærði forsetinn“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 1. júní 2024 14:06 Jón ásamt fjölskyldu á leiðinni á kjörstað. Hann hefur haft í nógu að snúast undanfarna daga. vísir/Anton Brink „Þetta var ekki erfitt val,“ sagði Jón Gnarr í sem kom atkvæði sínu til skila ásamt fjölskyldu sinni í Vesturbæjarskóla í dag. Fyrri hluti dags fór í að fagna útskrift sonarins, Jóns Gnarr yngri, frá Menntaskólanum við Sund. „Svo kjósum við, og svo er eitthvað sprell á kosningaskrifstofunni. Við erum að bjóða upp plaköt og boli og bara restina af þessu dóti. Þetta eru minjagripir fyrir fólk, tækifæri til að eignast þá. Svo er eitthvað kosningafjör í kvöld og útskriftaveisla. Þetta er bara eins og í Gamla testamentinu, margra daga hátíðarhöld,“ segir Jón í samtali við fréttastofu á kjörstað. Jón segist annars mjög bjartsýnn fyrir kvöldinu. „Ég er eiginlega alveg fullviss um að þessi kosningaúrslit verði gríðarlega óvænt. Við eigum eftir að sjá einhverja stórkmerkilegustu kosninganiðurstöður sem við höfum bara séð, lengi. Mér finnst mikil óvissa yfir þessu.“ „Það er mikil spenna og ég er gríðarlega spenntur og hlakka til. En svo er rosalegur léttir að þetta sé búið, af því ég held bara að ég hafi aldrei á ævinni verið jafn þreyttur. Þetta er svakalegt,“ segir Jón. Aldrei verið jafn þreyttur Jón Gnarr hefur haft í mörgu að snúast að undanförnu.vísir/Anton Brink Það fyrsta sem hann ætlar að gera eftir kosninganóttina er að krúnuraka sig. „Vegna þess að ég er að mæta til vinnu á mánudaginn í tökur. Það er gerð krafa um að ég sé krúnurakaður, svo það sé hægt að festa á mig hárkollu. Þannig er bara mitt líf en svo getur það bara breyst“ segir Jón. Þannig þú verður mögulega fyrsti krúnurakaði forsetinn? „Já, fyrsti krúnurakaði, rauðhærði forsetinn,“ segir Jón að lokum og skellti upp úr. Jón Gnarr ásamt fjölskyldu. Sonurinn útskrifaðist úr MS í dag.vísir/Anton Brink Fylgst er með öllum helstu tíðindum í forsetavaktinni hér á Vísi: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Sjá meira
Fyrri hluti dags fór í að fagna útskrift sonarins, Jóns Gnarr yngri, frá Menntaskólanum við Sund. „Svo kjósum við, og svo er eitthvað sprell á kosningaskrifstofunni. Við erum að bjóða upp plaköt og boli og bara restina af þessu dóti. Þetta eru minjagripir fyrir fólk, tækifæri til að eignast þá. Svo er eitthvað kosningafjör í kvöld og útskriftaveisla. Þetta er bara eins og í Gamla testamentinu, margra daga hátíðarhöld,“ segir Jón í samtali við fréttastofu á kjörstað. Jón segist annars mjög bjartsýnn fyrir kvöldinu. „Ég er eiginlega alveg fullviss um að þessi kosningaúrslit verði gríðarlega óvænt. Við eigum eftir að sjá einhverja stórkmerkilegustu kosninganiðurstöður sem við höfum bara séð, lengi. Mér finnst mikil óvissa yfir þessu.“ „Það er mikil spenna og ég er gríðarlega spenntur og hlakka til. En svo er rosalegur léttir að þetta sé búið, af því ég held bara að ég hafi aldrei á ævinni verið jafn þreyttur. Þetta er svakalegt,“ segir Jón. Aldrei verið jafn þreyttur Jón Gnarr hefur haft í mörgu að snúast að undanförnu.vísir/Anton Brink Það fyrsta sem hann ætlar að gera eftir kosninganóttina er að krúnuraka sig. „Vegna þess að ég er að mæta til vinnu á mánudaginn í tökur. Það er gerð krafa um að ég sé krúnurakaður, svo það sé hægt að festa á mig hárkollu. Þannig er bara mitt líf en svo getur það bara breyst“ segir Jón. Þannig þú verður mögulega fyrsti krúnurakaði forsetinn? „Já, fyrsti krúnurakaði, rauðhærði forsetinn,“ segir Jón að lokum og skellti upp úr. Jón Gnarr ásamt fjölskyldu. Sonurinn útskrifaðist úr MS í dag.vísir/Anton Brink Fylgst er með öllum helstu tíðindum í forsetavaktinni hér á Vísi:
Forsetakosningar 2024 Mest lesið Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Sjá meira