Urðu að sætta sig silfrið þrátt fyrir magnaða endurkomu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júní 2024 15:52 Guðmundur Guðmundsson hefur gert frábæra hluti með Fredericia og var bara hársbreidd frá því að gera liðið að dönskum meisturum. Getty/Henk Seppen Álaborg tryggði sér danska meistaratitilinn í handbolta eftir eins marks sigur á Fredericia, 27-26, í hreinum úrslitaleik um titilinn í dag. Niklas Landin tryggði Álaborg sigurinn með því að verja síðasta skot leiksins. Áður hafði Mads Hoxer Hangaard skorað markið sem reyndist vera sigurmarkið í leiknum. Hangaard áttir stórleik og skoraði níu mörk. Fredericia var komin fimm mörkum undir eftir fyrri hálfleikinn en sýndi magnaða frammistöðu í seinni hálfleik sem dugaði næstum því. Guðmundur endurstillti sína menn í hálfleik og liðið var hársbreidd frá því að koma leiknum í framlengingu. Þetta var þriðji leikurinn í úrslitaeinvíginu en Fredericia tryggði sér oddaleik með sigri í öðrum leiknum. Guðmundur Guðmundsson hefur gert ótrúlega hluti með Fredericia liðið á þessari leiktíð en frammistaðan hefur farið fram úr öllum væntingum. Í liði Álaborgar er hver stórstjarnan á fætur annarri og þar á meðal tveir af bestu handboltamönnum Dana frá upphafi, markvörðurinn Niklas Landin og stórskyttan Mikkel Hansen. Álaborgarmenn skoruðu tvö fyrstu mörk leiksins og voru komnir þremur mörkum yfir, 8-5, eftir tuttugu mínútna leik. Í hálfleik munaði orðið fimm mörkum á liðunum, 13-8, og útlitið því orðið svart. Mads Hoxer Hangaard skoraði fjögur af síðustu fimm mörkum Álaborgar í hálfleiknum og var kominn með fimm mörk í hálfleik. Guðmundur talaði trú í sína menn í hálfleiknum en Fredericia strákarnir skoruðu fimm af fyrstu sex mörkum seinni hálfleiks og minnkuðu muninn í 13-15. Munurinn var komin niður í eitt mark, 17-18, þegar átján mínútur voru til leiks og endurkoman á fullri ferð. Þegar hálfleikurinn var hálfnaður var staðan orðin jöfn, 19-19. Álaborg svaraði með tveimur mörkum í röð en staðan var aftur orðin jöfn þegar fjórar mínútur voru eftir. 25-25 og rosalega spenna í loftinu. Guðmundur tók leikhlé þegar 33 sekúndur voru eftir af leiknum og Álaborg einu marki yfir 27-26. Liðið fékk færi en Landin varði. Sárgrætilegur endir en stórbrotin frammistaða í seinni hálfleiknum. Danski handboltinn Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ Sjá meira
Niklas Landin tryggði Álaborg sigurinn með því að verja síðasta skot leiksins. Áður hafði Mads Hoxer Hangaard skorað markið sem reyndist vera sigurmarkið í leiknum. Hangaard áttir stórleik og skoraði níu mörk. Fredericia var komin fimm mörkum undir eftir fyrri hálfleikinn en sýndi magnaða frammistöðu í seinni hálfleik sem dugaði næstum því. Guðmundur endurstillti sína menn í hálfleik og liðið var hársbreidd frá því að koma leiknum í framlengingu. Þetta var þriðji leikurinn í úrslitaeinvíginu en Fredericia tryggði sér oddaleik með sigri í öðrum leiknum. Guðmundur Guðmundsson hefur gert ótrúlega hluti með Fredericia liðið á þessari leiktíð en frammistaðan hefur farið fram úr öllum væntingum. Í liði Álaborgar er hver stórstjarnan á fætur annarri og þar á meðal tveir af bestu handboltamönnum Dana frá upphafi, markvörðurinn Niklas Landin og stórskyttan Mikkel Hansen. Álaborgarmenn skoruðu tvö fyrstu mörk leiksins og voru komnir þremur mörkum yfir, 8-5, eftir tuttugu mínútna leik. Í hálfleik munaði orðið fimm mörkum á liðunum, 13-8, og útlitið því orðið svart. Mads Hoxer Hangaard skoraði fjögur af síðustu fimm mörkum Álaborgar í hálfleiknum og var kominn með fimm mörk í hálfleik. Guðmundur talaði trú í sína menn í hálfleiknum en Fredericia strákarnir skoruðu fimm af fyrstu sex mörkum seinni hálfleiks og minnkuðu muninn í 13-15. Munurinn var komin niður í eitt mark, 17-18, þegar átján mínútur voru til leiks og endurkoman á fullri ferð. Þegar hálfleikurinn var hálfnaður var staðan orðin jöfn, 19-19. Álaborg svaraði með tveimur mörkum í röð en staðan var aftur orðin jöfn þegar fjórar mínútur voru eftir. 25-25 og rosalega spenna í loftinu. Guðmundur tók leikhlé þegar 33 sekúndur voru eftir af leiknum og Álaborg einu marki yfir 27-26. Liðið fékk færi en Landin varði. Sárgrætilegur endir en stórbrotin frammistaða í seinni hálfleiknum.
Danski handboltinn Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ Sjá meira