Innlent

Kjör­sókn utan­kjör­fundar minni en 2020

Atli Ísleifsson skrifar
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fór fram í Holtagörðum í Reykjavík að þessu sinni. Þar var notast við stimpla í stað blýjanta.
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fór fram í Holtagörðum í Reykjavík að þessu sinni. Þar var notast við stimpla í stað blýjanta. Vísir/Vilhelm

Kjörsókn utankjörfundar var minni í forsetakosningunum nú samanborið við forsetaksoningarnar 2020, 2016 og 2012.

Samkvæmt upplýsingum frá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu var þátttakan nú svipuð og árið 2016 en þá hafi hins vegar færri verið á kjörskrá. Þá hafi kjörsóknin það sem af er kjördegi verið meiri þannig að það rími við að kjörsóknin utankjörfundar hafi verið minni.

Sömuleiðis eru forsetakosningarnar nú fjórum vikum fyrr en hefur verið þar sem fleiri séu vanalega í fríi sem leiðir til aukinnar kjörsóknar utankjörfundar.

Utankjörfundaratkvæði í forsetakosningunum 2024: 

  • Alls: 42.697
  • Reykjavík Suður: 7.333
  • Reykjavík norður: 7.837
  • Suðvesturkjördæmi: 12.566
  • Norðvesturkjördæmi: 3.509
  • Norðausturkjördæmi: 5.145
  • Suðurkjördæmi: 6.307

Tengdar fréttir

Kosningarnar þær mest spennandi síðan 1980

Kjörsókn hefur hingað til verið mun meiri en í síðustu forsetakosningunum árið 2020. Víða um land er kjörsókn orðin um 10 prósent meiri en fyrir fjórum árum. Prófessor í stjórnmálafræði segir tvær augljósar ástæður fyrir þessu.

Kosningarnar þær mest spennandi síðan 1980

Kjörsókn hefur hingað til verið mun meiri en í síðustu forsetakosningunum árið 2020. Víða um land er kjörsókn orðin um 10 prósent meiri en fyrir fjórum árum. Prófessor í stjórnmálafræði segir tvær augljósar ástæður fyrir þessu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×