Slakur árangur og samskiptaleysi ástæðan fyrir brottvikningu Brynjars Björns Smári Jökull Jónsson skrifar 1. júní 2024 22:30 Brynjar Björn er ekki lengur þjálfari Grindavíkur. Vísir/Vilhelm Knattspyrnudeild Grindavíkur hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna brottvikningar þjálfarans Brynjars Björns Gunnarssonar. Grindvíkingar segja að slakur árangur og samskiptaleysi sé ástæðan fyrir brottvikningunni. Í morgun bárust þær fréttir að knattspyrnudeild Grindavíkur hefði ákveðið að segja þjálfaranum Brynjari Birni Gunnarssyni upp störfum. Í viðtali við 433.is sagði Brynjar Björn að ástæða brottvikningarinnar væri samskipti við annan flokk félagsins. Þá hafi einnig komið upp atvik í tengslum við leik liðsins gegn Aftureldingu þar sem ungur leikmaður félagsins var ekki í hóp en leikmaðurinn er sonur háttsetts manns innan félagsins. „Aðstoðarþjálfarinn var veikur og ég var einn á svæðinu, það verður sú atburðarrás að gleymdist að láta nítjánda manninn vita að hann sé ekki í hóp. Hann var á skýrslu sem liðstjóri, hann átti að vera með okkur. Það gleymdist í látunum fyrir leik, það var óheppilegt og leiðinlegt fyrir strákinn. Það var upphafið og endirinn að þessu hjá mér,“ sagði Brynjar meðal annars í viðtalinu. Í frétt Fótbolti.net kom síðan fram að umræddur leikmaður væri sonur Ólafs Más Sigurðssonar sem er í stjórn knattspyrnudeildar, en Ólafur Már er bróðir Gylfa Þórs Sigurðssonar leikmanns Vals. Slakur árangur og samskiptaleysi Stjórn Knattspyrnudeildar Grindavíkur hefur nú sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Þar segir að gengi meistaraflokks karla í upphafi móts hafi verið undir væntingum. Þá er sagt að samskiptaleysi þjálfara liðsins við leikmenn í meistaraflokki sem og 2. flokki karla sé ástæða brottvikningarinnar. „Sú ákvörðun var tekin í samráði við stefnu okkar að hlúa og fjárfesta í velgengni félagsins.“ Ekki er ljóst hver mun taka við stjórn liðs Grindavíkur sem er í 11. sæti Lengjudeilarinnar eftir fimm umferðir. Yfirlýsing stjórar knattspyrnudeildar Grindavíkur í heild sinni: Þetta ár hefur einkennst af mörgum stórum ákvörðunum hjá okkur í knattspyrnudeildinni, m.a. þeirri erfiðu ákvörðun að þurfa að leggja niður allt yngri flokka starf félagsins, fyrir utan 2. og 3. flokk. Markmið og stefna félagsins eftir þann tíma hefur verið að hlúa sem best að leikmönnum sem eftir standa og fjárfesta í velgengi meistaraflokka félagsins. Gengi meistaraflokks karla í upphafi móts er vel undir væntingum, samhliða samskipstaleysis milli þjálfara, sem eru leiðtogar hópsins, við leikmenn bæði í meistaraflokki karla og 2. flokki karla, varð til þess að við tókum enn eina erfiðu ákvörðunina með því að segja samningi upp við Brynjar Björn Gunnarsson þjálfara í gærkvöldi. Sú ákvörðun var tekin í samráði við stefnu okkar að hlúa og fjárfesta í velgengni félagsins. Við þökkum Brynjari Birni fyrir hans störf fyrir félagið á þessum erfiðasta tíma sem við höfum upplifað og óskum honum velfarnaðar í framtíðinni. Ekki er ljóst á þessari stundu hver tekur við þjálfun liðsins en verið er að leita að eftirmanni hans. Stjórn knattspyrnudeildar Lengjudeild karla UMF Grindavík Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti Loks vann Tottenham Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Körfubolti Bruno til bjargar Fótbolti Fleiri fréttir „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Sjá meira
Í morgun bárust þær fréttir að knattspyrnudeild Grindavíkur hefði ákveðið að segja þjálfaranum Brynjari Birni Gunnarssyni upp störfum. Í viðtali við 433.is sagði Brynjar Björn að ástæða brottvikningarinnar væri samskipti við annan flokk félagsins. Þá hafi einnig komið upp atvik í tengslum við leik liðsins gegn Aftureldingu þar sem ungur leikmaður félagsins var ekki í hóp en leikmaðurinn er sonur háttsetts manns innan félagsins. „Aðstoðarþjálfarinn var veikur og ég var einn á svæðinu, það verður sú atburðarrás að gleymdist að láta nítjánda manninn vita að hann sé ekki í hóp. Hann var á skýrslu sem liðstjóri, hann átti að vera með okkur. Það gleymdist í látunum fyrir leik, það var óheppilegt og leiðinlegt fyrir strákinn. Það var upphafið og endirinn að þessu hjá mér,“ sagði Brynjar meðal annars í viðtalinu. Í frétt Fótbolti.net kom síðan fram að umræddur leikmaður væri sonur Ólafs Más Sigurðssonar sem er í stjórn knattspyrnudeildar, en Ólafur Már er bróðir Gylfa Þórs Sigurðssonar leikmanns Vals. Slakur árangur og samskiptaleysi Stjórn Knattspyrnudeildar Grindavíkur hefur nú sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Þar segir að gengi meistaraflokks karla í upphafi móts hafi verið undir væntingum. Þá er sagt að samskiptaleysi þjálfara liðsins við leikmenn í meistaraflokki sem og 2. flokki karla sé ástæða brottvikningarinnar. „Sú ákvörðun var tekin í samráði við stefnu okkar að hlúa og fjárfesta í velgengni félagsins.“ Ekki er ljóst hver mun taka við stjórn liðs Grindavíkur sem er í 11. sæti Lengjudeilarinnar eftir fimm umferðir. Yfirlýsing stjórar knattspyrnudeildar Grindavíkur í heild sinni: Þetta ár hefur einkennst af mörgum stórum ákvörðunum hjá okkur í knattspyrnudeildinni, m.a. þeirri erfiðu ákvörðun að þurfa að leggja niður allt yngri flokka starf félagsins, fyrir utan 2. og 3. flokk. Markmið og stefna félagsins eftir þann tíma hefur verið að hlúa sem best að leikmönnum sem eftir standa og fjárfesta í velgengi meistaraflokka félagsins. Gengi meistaraflokks karla í upphafi móts er vel undir væntingum, samhliða samskipstaleysis milli þjálfara, sem eru leiðtogar hópsins, við leikmenn bæði í meistaraflokki karla og 2. flokki karla, varð til þess að við tókum enn eina erfiðu ákvörðunina með því að segja samningi upp við Brynjar Björn Gunnarsson þjálfara í gærkvöldi. Sú ákvörðun var tekin í samráði við stefnu okkar að hlúa og fjárfesta í velgengni félagsins. Við þökkum Brynjari Birni fyrir hans störf fyrir félagið á þessum erfiðasta tíma sem við höfum upplifað og óskum honum velfarnaðar í framtíðinni. Ekki er ljóst á þessari stundu hver tekur við þjálfun liðsins en verið er að leita að eftirmanni hans. Stjórn knattspyrnudeildar
Lengjudeild karla UMF Grindavík Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti Loks vann Tottenham Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Körfubolti Bruno til bjargar Fótbolti Fleiri fréttir „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Sjá meira