Telur fylgið hafa farið á dreifingu vegna fjölda frambjóðenda Atli Ísleifsson skrifar 2. júní 2024 00:51 Halla Hrund og Kristján Freyr ásamt Hildi Kristínu dóttur þeirra í Hörpu í kvöld. Vísir/Viktor Freyr „Ég er nú bara komin í mína allra fyrstu kosningabaráttu og kom kannski inn svolítið ný á sviðið. Þannig að ég er ótrúlega þakklát fyrir þessar góðu viðtökur.“ Þetta sagði forsetaframbjóðandinn Halla Hrund Logadóttir í viðtali við Heimi Má Pétursson fréttamann í sjónvarpsveri eftir að fyrstu tölur lágu fyrir í Suður- og Norðausturkjördæmi. Hún segir kosningabaráttuna hafa verið einstaklega skemmtilega. „Allt þetta fólk sem hefur einhvern veginn tengst saman og verið að vinna að þeim verkefnum og að þeim málefnum sem við höfum verið að tala fyrir. Ég segi bara að ef það er ekki gleði, þátttaka og samvinna í anda baráttunnar sem við lögðum upp með þá veit ég ekki hvað. Ég er bara spennt fyrir kvöldinu og þakklát fyrir þann stuðning sem ég er með.“ Halla Hrund Logadóttir segist mjög þakklát og hlakkar til kvöldsins.Vísir/Viktor Freyr Hún segist telja að fylgi sitt hafi farið á dreifingu vegna fjölda frambjóðenda sem hafi komið fram á sviðið. „En ég segi aftur sem nýstirnið í hópnum hér að ég er ótrúlega þakklát fyrir þessar hlýju viðtökur, þessum þúsund atkvæða sem eru að berast og ég hlakka til kvöldsins.“ Söguleg tíðindi á heimsvísu Halla Hrund segir það söguleg tíðindi á heimsvísu að það skuli vera þrjár konur sem séu að fá flest atkvæði í forsetakosningunum. „Mér finnst það vera frábær niðurstaða fyrir okkar góða samfélag og eitthvað sem að er hluti af því sem við getum verið að segja heiminum frá. Hluti af þeirri þekkingu og velgengni sem hefur skapast hér. Þannig að þetta eru bara gríðarlega jákvæðar niðurstöður.“ Hún segir sterkar kvenfyrirmyndir nauðsynlegar fyrir yngri kynslóðir. „Nú á ég tvær ungar stelpur, að verða fimm og að verða tólf ára. Þær hafa ekki alist upp við það, eins og við gerðum, að vera með þessa miklu fyrirmynd sem að Vigdís var. Ég vona að þetta verði þeim innblástur. Því að við þurfum fyrirmyndir í samfélaginu okkar og við þurfum þessar sterku kvenfyrirmyndir. Þannig að ég fagna því fyrir kynslóðina sem er núna að vaxa úr grasi.“ Hún segir það ennfremur að það skipti máli fyrir trúverðugleika Íslands að Íslendingar séu í sókn í jafnréttismálum. „Sannarlega verðum við það með konu í brúnni.“ Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Forsetavaktin: Sjöundi forseti lýðveldisins verður kjörinn Það styttist í að komi í ljós hver verður sjöundi forseti lýðveldisins. Fylgst er með gangi mála í forsetavaktinni. 1. júní 2024 07:06 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira
Þetta sagði forsetaframbjóðandinn Halla Hrund Logadóttir í viðtali við Heimi Má Pétursson fréttamann í sjónvarpsveri eftir að fyrstu tölur lágu fyrir í Suður- og Norðausturkjördæmi. Hún segir kosningabaráttuna hafa verið einstaklega skemmtilega. „Allt þetta fólk sem hefur einhvern veginn tengst saman og verið að vinna að þeim verkefnum og að þeim málefnum sem við höfum verið að tala fyrir. Ég segi bara að ef það er ekki gleði, þátttaka og samvinna í anda baráttunnar sem við lögðum upp með þá veit ég ekki hvað. Ég er bara spennt fyrir kvöldinu og þakklát fyrir þann stuðning sem ég er með.“ Halla Hrund Logadóttir segist mjög þakklát og hlakkar til kvöldsins.Vísir/Viktor Freyr Hún segist telja að fylgi sitt hafi farið á dreifingu vegna fjölda frambjóðenda sem hafi komið fram á sviðið. „En ég segi aftur sem nýstirnið í hópnum hér að ég er ótrúlega þakklát fyrir þessar hlýju viðtökur, þessum þúsund atkvæða sem eru að berast og ég hlakka til kvöldsins.“ Söguleg tíðindi á heimsvísu Halla Hrund segir það söguleg tíðindi á heimsvísu að það skuli vera þrjár konur sem séu að fá flest atkvæði í forsetakosningunum. „Mér finnst það vera frábær niðurstaða fyrir okkar góða samfélag og eitthvað sem að er hluti af því sem við getum verið að segja heiminum frá. Hluti af þeirri þekkingu og velgengni sem hefur skapast hér. Þannig að þetta eru bara gríðarlega jákvæðar niðurstöður.“ Hún segir sterkar kvenfyrirmyndir nauðsynlegar fyrir yngri kynslóðir. „Nú á ég tvær ungar stelpur, að verða fimm og að verða tólf ára. Þær hafa ekki alist upp við það, eins og við gerðum, að vera með þessa miklu fyrirmynd sem að Vigdís var. Ég vona að þetta verði þeim innblástur. Því að við þurfum fyrirmyndir í samfélaginu okkar og við þurfum þessar sterku kvenfyrirmyndir. Þannig að ég fagna því fyrir kynslóðina sem er núna að vaxa úr grasi.“ Hún segir það ennfremur að það skipti máli fyrir trúverðugleika Íslands að Íslendingar séu í sókn í jafnréttismálum. „Sannarlega verðum við það með konu í brúnni.“
Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Forsetavaktin: Sjöundi forseti lýðveldisins verður kjörinn Það styttist í að komi í ljós hver verður sjöundi forseti lýðveldisins. Fylgst er með gangi mála í forsetavaktinni. 1. júní 2024 07:06 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira
Forsetavaktin: Sjöundi forseti lýðveldisins verður kjörinn Það styttist í að komi í ljós hver verður sjöundi forseti lýðveldisins. Fylgst er með gangi mála í forsetavaktinni. 1. júní 2024 07:06