Katrín ávarpaði stuðningsmenn: „Ég sé ekki eftir þessu“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. júní 2024 01:01 Katrín ávarpaði stuðningsfólk sitt eftir að fyrstu tölur fóru að detta í hús. Vísir/Anton Brink Katrín Jakobsdóttir þakkaði stuðningsmönnum sínum fyrir kosningabaráttuna og sagðist ekki sjá eftir neinu. Hún væri maður að meiri eftir fjölda fundi með fólki út um allt land. „Loksins er maður kominn hingað sem maður vill vera, með sínu fólki og ég ætla að fá að segja ykkur það að þessi kosningabarátta er auðvitað búin að vera algjört ævintýri,“ sagði Katrín í ávarpi sínu. Katrín er þegar þetta er skrifað með næst flestan fjölda atkvæða, á meðan enn er verið að telja, á eftir Höllu Tómasdóttur. Stærri manneskja eftir fundi með fólki Katrín sagði í ræðu sinni að þegar hún hafi lagt af stað í baráttuna hafi þetta verið mikil óvissuferð. Hún vissi að hún vildi heyja jákvæða, uppbyggilega og málefnanlega kosningabaráttu með reisn. „Mig langaði að heyja þessa kosningabaráttu í raunheimum fyrst og fremst og fá að fara um landið og eiga samtal við þjóðina. Það hef ég fengið að gera og það hefur verið ómetanlegt. Við erum búin að eiga sextíu fundi með fólkinu í landinu og ég er að minnsta kosti miklu stærri manneskja eftir þá fundi en ég var fyrir.“ Katrín sagði að hún vissi að margir stuðningsmanna sinna hefðu upplifað mótbyr. Hún hefði sjálf fundið fyrir honum en miklu meira hefði hún séð það góða sem hefði komið út úr baráttunni. Nefndi hún að hún hefði séð hið ótrúlegasta fólk vinna saman. „Ég ætla að segja ykkur það, ég hef aldrei nokkurn tímann séð eftir neinu í mínu lífi og ég sé ekki eftir þessu því þetta er búið að vera ótrúlega gaman. Ég hlakka til næturinnar, við eigum eftir að sjá auðvitað hvernig þetta fer en fyrst og fremst er ég ótrúlega sátt við að hafa fengið að fara í þessa vegferð með ykkur,“ sagði Katrín. „Þannig kæru vinir, kæru félagar, við gerum eitthvað geggjað úr þessu kvöldi, en við gerum líka eitthvað geggjað úr þessari lífsreynslu, eigum hana saman og búum til eitthvað fallegt, því það skiptir máli fyrir Ísland að við gerum nákvæmlega það. Vinnum nákvæmlega svona, að við vinnum fallega og að við séum að horfa á hið jákvæða, dýrmæta og uppbyggilega og ég er svo stolt af því í þessari baráttu og það er það sem ég tek með mér inn í kvöldið og inn í framtíðina.“ Forsetakosningar 2024 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
„Loksins er maður kominn hingað sem maður vill vera, með sínu fólki og ég ætla að fá að segja ykkur það að þessi kosningabarátta er auðvitað búin að vera algjört ævintýri,“ sagði Katrín í ávarpi sínu. Katrín er þegar þetta er skrifað með næst flestan fjölda atkvæða, á meðan enn er verið að telja, á eftir Höllu Tómasdóttur. Stærri manneskja eftir fundi með fólki Katrín sagði í ræðu sinni að þegar hún hafi lagt af stað í baráttuna hafi þetta verið mikil óvissuferð. Hún vissi að hún vildi heyja jákvæða, uppbyggilega og málefnanlega kosningabaráttu með reisn. „Mig langaði að heyja þessa kosningabaráttu í raunheimum fyrst og fremst og fá að fara um landið og eiga samtal við þjóðina. Það hef ég fengið að gera og það hefur verið ómetanlegt. Við erum búin að eiga sextíu fundi með fólkinu í landinu og ég er að minnsta kosti miklu stærri manneskja eftir þá fundi en ég var fyrir.“ Katrín sagði að hún vissi að margir stuðningsmanna sinna hefðu upplifað mótbyr. Hún hefði sjálf fundið fyrir honum en miklu meira hefði hún séð það góða sem hefði komið út úr baráttunni. Nefndi hún að hún hefði séð hið ótrúlegasta fólk vinna saman. „Ég ætla að segja ykkur það, ég hef aldrei nokkurn tímann séð eftir neinu í mínu lífi og ég sé ekki eftir þessu því þetta er búið að vera ótrúlega gaman. Ég hlakka til næturinnar, við eigum eftir að sjá auðvitað hvernig þetta fer en fyrst og fremst er ég ótrúlega sátt við að hafa fengið að fara í þessa vegferð með ykkur,“ sagði Katrín. „Þannig kæru vinir, kæru félagar, við gerum eitthvað geggjað úr þessu kvöldi, en við gerum líka eitthvað geggjað úr þessari lífsreynslu, eigum hana saman og búum til eitthvað fallegt, því það skiptir máli fyrir Ísland að við gerum nákvæmlega það. Vinnum nákvæmlega svona, að við vinnum fallega og að við séum að horfa á hið jákvæða, dýrmæta og uppbyggilega og ég er svo stolt af því í þessari baráttu og það er það sem ég tek með mér inn í kvöldið og inn í framtíðina.“
Forsetakosningar 2024 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira