Sama sorglega lausnin og vanalega: Drögum kvennaliðið úr keppni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júní 2024 11:00 Fjölniskonur spila ekki í Subway deild kvenna á næsta tímabili þótt að liðið hafi ekki fallið úr deildinni í vetur. Liðið komst í úrslitakeppnina en tapaði þar öllum þremur leikjum sinum. Hér er Bergdís Anna Magnúsdóttir með boltann. Vísir/Vilhelm Fjölnir hefur ákveðið að draga kvennalið Fjölnis úr keppni í Subway deildinni fyrir næsta tímabil. Slæmar fréttir en því miður er þessi orðin allt of algeng í íslenskum kvennakörfubolta. Það lítur hreinlega út að það sé orðin ásættanleg lausn á fjárhagsvandræðum félaga í íslenskum körfubolta að leggja niður kvennalið félagsins eða færa það niður um deild. Ávallt er talað um að þetta sé bara tímabundið og að stefnan sé að koma aftur upp liði í framtíðinni. Áhyggjuefnið er hins vegar aðallega er að þetta er að gerast aftur og aftur og aftur. Það er litið á þetta sem eina bestu lausnina þegar á að taka til í fjármálum félaganna. Setjum bara stelpurnar til hliðar. Fyrr í vetur hætti Breiðablik keppni á miðju tímabili og kvennakarfan er því að horfa upp á tvö félög gefast upp á nokkrum mánuðum. Fjölnir og Grindavík eru í hópi þeirra félaga sem hafa dregið lið sitt úr keppni síðustu ár.Vísir/Vilhelm Dæmin eru aftur á móti miklu miklu fleiri á síðustu árum. Skallagrímur, Stjarnan, Grindavík, KR og Snæfell hafa öll farið þá leið að hætta eða gefa eftir sætið sitt í efstu deild. Enn aftar í tíma og þá má nefna dæmi með Njarðvík, Hauka og Val sem eru þó til fyrirmyndar með kvennastarfið sitt í dag. Þá eru ótalin þau félög sem hafa hætt með kvennalið í neðri deildum. Stjarnan og Grindavík stóðu vissulega við loforð sín og komu til baka upp í efstu deild með lið full af uppöldum leikmönnum og hafa kannski réttlætt ákvörðun sína að einhverju leiti. Fórnarkostnaður og álitshnekkir kvennakörfunnar eru bara of miklir. Félögin vildu öll fjölga liðum í efstu deild og þau voru tíu talsins í vetur, áður en þau urðu níu á miðjum vetri. Síðast þegar fjölgað svona mikið í deildinni á tíunda áratugnum þá leið ekki langur tími að hvert félagið á fætur öðru gafst upp. Liðin fóru úr tíu í fimm á aðeins nokkrum árum. Nú verður fróðlegt að sjá framhaldið. Hamar/Þór og Aþena eru komin upp í Subway-deildina og hafa bæði sýnt metnað og framtakssemi í að byggja upp unga kjarna sem hægt er að stóla á. Vonandi eru þau rekin skynsamlega og fyrir framtíðina en ekki bara fyrir daginn í dag. Liðin sem hafa lagt upp laupana síðustu ár eiga nefnilega það mörg sameiginlegt að vera uppfull af erlendum leikmönnum og aðkomuleikmönnum. Leikmönnum sem eru ekki aldar upp hjá félaginu og hafa flakkað á milli félaga. Þegar þessir leikmenn fljúga í burtu skilja þeir eftir stór skörð. Afsakanir Fjölnisfólks er því nánast afritun á afsökun allra hinna liðanna sem hafa gefið upp. „Staðan er því sú að við erum því miður ekki með nægilega marga meistaraflokksleikmenn til að halda úti æfingum, hvað þá að halda úti samkeppnishæfu liði í Subway deildinni á komandi leiktíð, án þess að fá til liðsins leikmenn sem Fjölnir hefur ekki efni á eins og staðan er í dag,“ segir í í fréttatilkynningu Fjölnis. Raquel Laneiro var atvinnumaður hjá Fjölnisliðinu í vetur og skoraði 22,5 stig í leik.Vísir/Vilhelm Þetta höfum við lesið svo oft áður. Á sama tíma eru karlalið félagsins flest uppfull af atvinnumönnum og erlendum leikmönnum. Það þarf að grípa í taumana. Körfuknattleikshreyfingin og Körfuknattleikssambandið þurfa að finna leið þannig að þetta sé ekki efst á blaði yfir ásættanlegar lausnir á fjárhagsvandræðum félaga. Þetta á ekki að koma til greina og við verðum að koma þessu út af borðinu ekki seinna en í dag. Subway-deild kvenna Fjölnir Mest lesið Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Sjá meira
Það lítur hreinlega út að það sé orðin ásættanleg lausn á fjárhagsvandræðum félaga í íslenskum körfubolta að leggja niður kvennalið félagsins eða færa það niður um deild. Ávallt er talað um að þetta sé bara tímabundið og að stefnan sé að koma aftur upp liði í framtíðinni. Áhyggjuefnið er hins vegar aðallega er að þetta er að gerast aftur og aftur og aftur. Það er litið á þetta sem eina bestu lausnina þegar á að taka til í fjármálum félaganna. Setjum bara stelpurnar til hliðar. Fyrr í vetur hætti Breiðablik keppni á miðju tímabili og kvennakarfan er því að horfa upp á tvö félög gefast upp á nokkrum mánuðum. Fjölnir og Grindavík eru í hópi þeirra félaga sem hafa dregið lið sitt úr keppni síðustu ár.Vísir/Vilhelm Dæmin eru aftur á móti miklu miklu fleiri á síðustu árum. Skallagrímur, Stjarnan, Grindavík, KR og Snæfell hafa öll farið þá leið að hætta eða gefa eftir sætið sitt í efstu deild. Enn aftar í tíma og þá má nefna dæmi með Njarðvík, Hauka og Val sem eru þó til fyrirmyndar með kvennastarfið sitt í dag. Þá eru ótalin þau félög sem hafa hætt með kvennalið í neðri deildum. Stjarnan og Grindavík stóðu vissulega við loforð sín og komu til baka upp í efstu deild með lið full af uppöldum leikmönnum og hafa kannski réttlætt ákvörðun sína að einhverju leiti. Fórnarkostnaður og álitshnekkir kvennakörfunnar eru bara of miklir. Félögin vildu öll fjölga liðum í efstu deild og þau voru tíu talsins í vetur, áður en þau urðu níu á miðjum vetri. Síðast þegar fjölgað svona mikið í deildinni á tíunda áratugnum þá leið ekki langur tími að hvert félagið á fætur öðru gafst upp. Liðin fóru úr tíu í fimm á aðeins nokkrum árum. Nú verður fróðlegt að sjá framhaldið. Hamar/Þór og Aþena eru komin upp í Subway-deildina og hafa bæði sýnt metnað og framtakssemi í að byggja upp unga kjarna sem hægt er að stóla á. Vonandi eru þau rekin skynsamlega og fyrir framtíðina en ekki bara fyrir daginn í dag. Liðin sem hafa lagt upp laupana síðustu ár eiga nefnilega það mörg sameiginlegt að vera uppfull af erlendum leikmönnum og aðkomuleikmönnum. Leikmönnum sem eru ekki aldar upp hjá félaginu og hafa flakkað á milli félaga. Þegar þessir leikmenn fljúga í burtu skilja þeir eftir stór skörð. Afsakanir Fjölnisfólks er því nánast afritun á afsökun allra hinna liðanna sem hafa gefið upp. „Staðan er því sú að við erum því miður ekki með nægilega marga meistaraflokksleikmenn til að halda úti æfingum, hvað þá að halda úti samkeppnishæfu liði í Subway deildinni á komandi leiktíð, án þess að fá til liðsins leikmenn sem Fjölnir hefur ekki efni á eins og staðan er í dag,“ segir í í fréttatilkynningu Fjölnis. Raquel Laneiro var atvinnumaður hjá Fjölnisliðinu í vetur og skoraði 22,5 stig í leik.Vísir/Vilhelm Þetta höfum við lesið svo oft áður. Á sama tíma eru karlalið félagsins flest uppfull af atvinnumönnum og erlendum leikmönnum. Það þarf að grípa í taumana. Körfuknattleikshreyfingin og Körfuknattleikssambandið þurfa að finna leið þannig að þetta sé ekki efst á blaði yfir ásættanlegar lausnir á fjárhagsvandræðum félaga. Þetta á ekki að koma til greina og við verðum að koma þessu út af borðinu ekki seinna en í dag.
Subway-deild kvenna Fjölnir Mest lesið Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti