Svona var ávarp nýkjörinnar Höllu Tómasdóttur Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 2. júní 2024 16:22 Bakgarðurinn var fullur af stuðningsfólki sem hrópaði húrra fyrir Höllu. Vísir/Vilhelm Halla Tómasdóttir nýkjörinn forseti Íslands ávarpaði þjóðina frá svölunum á heimili sínu við Klapparstíg nú fyrir skemmstu og hlaut mikil fagnaðarlæti. Fjöldi fólks kom saman í garði hennar og hyllti nýkjörna forsetann og fjölskyldu hennar. Eiginmanninn Björn Skúlason og þau Tómas Bjart og Auði Ínu, börn Höllu og Björns. „Kæru Íslendingar. Ég stend hér auðmjúk fyrir framan ykkur með hjartað fullt af einlægu þakklæti, Ég er þakklát fyrir ykkur sem stiguð báruna með mér í þessu framboði. Ég er þakklát fyrir meðframbjóðendur mína sem lögðu mikið til umræðna um framtíðina sem var nauðsynleg. Og hlutverk forseta í að móta hana með þjóðinni. Og ég er þakklát fyrir ykkur öll sem fóruð á kjörstað og kusuð með hjartanu,“ segir Halla. Áhorfendur klöppuðu og hylltu Höllu. „En mest af öllu þakka ég fyrir traustið sem þið sýnið mér og mínum. Það er heiður lífs míns að fá að verða ykkar forseti 1. ágúst næstkomandi,“ segir Halla jafnframt og virðist klökk. Hvað eru margir klútar á myndinni?Vísir/Vilhelm „En þessum heiðri fylgir líka mikil ábyrgð og ég mun mæta þeirri ábyrgð af fullri alvöru. Ég stend á öxlum þeirra sem byggðu þetta samfélag og lyftu því úr fátækt í fyrirmynd á ótal mörgum sviðum. Og ég hef þá trú að okkar bíði stór tækifæri takist okkur að leiða saman hópa þvert á kynslóðir til að vinna samfélagi okkar gagn á grunni góðra gilda.“ Þá vitnar Halla í bandaríska ljóðskáldið Mary Oliver. „Ljóðskáldið Mary Oliver spurði í frægum ljóðlínum, segðu mér, hvað ætlar þú að gera við þitt eina villta og verðmæta líf? Ég valdi að gefa kost á mér til að þjóna okkar þjóð. Og mig langar til að spyrja okkur mikilvægrar spurningar. Hvað ætlum við að gera við okkar villta og eina verðmæta land?“ Forsetahjónin tilvonandi, Halla og Björn.Vísir/Vilhelm „Mig langar til að svara því með ykkur. Við fjölskyldan erum full tilhlökkunar og við munum leggja okkur öll fram um að þjóna hagsmunum okkar Íslendinga af lífi og sál. Kæru Íslendingar og kæru sjómenn og fjölskyldur um allt land. Ég óska ykkur gleðilegs sjómannadags. Takk takk takk,“ sagði Halla í lokin og áhorfendur hrópuðu húrra. Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjá meira
Fjöldi fólks kom saman í garði hennar og hyllti nýkjörna forsetann og fjölskyldu hennar. Eiginmanninn Björn Skúlason og þau Tómas Bjart og Auði Ínu, börn Höllu og Björns. „Kæru Íslendingar. Ég stend hér auðmjúk fyrir framan ykkur með hjartað fullt af einlægu þakklæti, Ég er þakklát fyrir ykkur sem stiguð báruna með mér í þessu framboði. Ég er þakklát fyrir meðframbjóðendur mína sem lögðu mikið til umræðna um framtíðina sem var nauðsynleg. Og hlutverk forseta í að móta hana með þjóðinni. Og ég er þakklát fyrir ykkur öll sem fóruð á kjörstað og kusuð með hjartanu,“ segir Halla. Áhorfendur klöppuðu og hylltu Höllu. „En mest af öllu þakka ég fyrir traustið sem þið sýnið mér og mínum. Það er heiður lífs míns að fá að verða ykkar forseti 1. ágúst næstkomandi,“ segir Halla jafnframt og virðist klökk. Hvað eru margir klútar á myndinni?Vísir/Vilhelm „En þessum heiðri fylgir líka mikil ábyrgð og ég mun mæta þeirri ábyrgð af fullri alvöru. Ég stend á öxlum þeirra sem byggðu þetta samfélag og lyftu því úr fátækt í fyrirmynd á ótal mörgum sviðum. Og ég hef þá trú að okkar bíði stór tækifæri takist okkur að leiða saman hópa þvert á kynslóðir til að vinna samfélagi okkar gagn á grunni góðra gilda.“ Þá vitnar Halla í bandaríska ljóðskáldið Mary Oliver. „Ljóðskáldið Mary Oliver spurði í frægum ljóðlínum, segðu mér, hvað ætlar þú að gera við þitt eina villta og verðmæta líf? Ég valdi að gefa kost á mér til að þjóna okkar þjóð. Og mig langar til að spyrja okkur mikilvægrar spurningar. Hvað ætlum við að gera við okkar villta og eina verðmæta land?“ Forsetahjónin tilvonandi, Halla og Björn.Vísir/Vilhelm „Mig langar til að svara því með ykkur. Við fjölskyldan erum full tilhlökkunar og við munum leggja okkur öll fram um að þjóna hagsmunum okkar Íslendinga af lífi og sál. Kæru Íslendingar og kæru sjómenn og fjölskyldur um allt land. Ég óska ykkur gleðilegs sjómannadags. Takk takk takk,“ sagði Halla í lokin og áhorfendur hrópuðu húrra.
Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjá meira