Veður

Spá appel­sínu­gulri við­vörun á morgun

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Er sumarið nokkuð búið?
Er sumarið nokkuð búið? Vísir/Vilhelm

Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugula veðurviðvörun á Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra, Austur- og Suðausturlandi og á miðhálendi á morgun. 

Gular viðvaranir hafa einnig verið gefnar út um land allt á þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag. 

Spáð er hríðarveðri á á Ströndum og Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra, norðvestan 13-20 m/s. Á Austurlandi að Glettingi er jafnframt spáð hríðarveðri, norðvestan 15-23 m/s. 

Á Austfjörðum er spáð stormi með hríð á fjallvegum, norðvestan 15-23 m/s og á Suðausturlandi stormi í vindstrengjum, norðan og norðvestan 15-25 m/s. 

Viðvaranakort Veðurstofunnar klukkan tólf á morgun.Veðurstofa Íslands

Veðurstofan biður íbúa um að gæta að lausamunum, þeir geti fokið. Ferðalög séu varasöm, sér í lagi á ökutækjum sem eru viðkvæm fyrir vindi.

Á þriðjudag tekur gul viðvörun gildi á Suðurlandi, Suðvesturlandi og Vestfjörðum. Á miðvikudag tekur gul viðvörun gildi um land allt og stendur út fimmtudag. Víða er spáð hvassviðri og stormi og hríð á Norður- og Norðausturlandi. Nánari upplýsingar má nálgast á vef Veðurstofunnar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×