Óskar Höllu til hamingju: „Þú verður góður forseti“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 2. júní 2024 16:54 Myndin var tekin árið 2017 þegar Guðni og Eliza buðu Höllu og Birni til Bessastaða. Forseti Íslands Guðni Th Jóhannesson fráfarandi forseti Íslands hefur sent Höllu Tómasdóttur verðandi forseta Íslands bréf þar sem hann óskar henni til hamingju með kjörið. Bréfið birtist á vef forseta Íslands og hljómar svona. „Kæra Halla. Ég óska þér innilega til hamingju með kjörið. Þú verður góður forseti. Ég færi einnig Birni, börnunum og fjölskyldunni allri heillaóskir. Þar nefni ég líka sérstaklega móður þína sem var svo virðuleg og hlý í viðtölum. Hún má svo sannarlega vera stolt af dóttur sinni. Þú tekur við embætti sem Íslendingum þykir afar vænt um. Þjóðin kaus sín ólíku forsetaefni eins og vera ber en mun núna sameinast um að styðja þig og styrkja til góðra verka. Það sýna fyrri fordæmi og við Eliza verðum alltaf boðin og búin að veita ykkur stuðning á vandasömum vettvangi. Við hjónin vonum sömuleiðis að ykkur muni líða vel hér á Bessastöðum. Hér er gott að búa. Kæra Halla! Ég ítreka hlýjar kveðjur til þín og þinna, með einlægri ósk um farsæl næstu ár í þágu lands og þjóðar. Gangi þér og ykkur allt að sólu!“ Guðni óskaði þjóðinni jafnframt til hamingju með forsetann á Facebook síðu sinni. Þá sendi hann öðrum frambjóðendum og sjálfboðaliðum þeirra hlýjar kveðjur. Loks óskaði hann sjómönnum til hamingju með daginn. Mynd af forsetahjónunum fráfarandi og tilvonandi lét hann fylgja. Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Halla Tómasdóttir Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Bréfið birtist á vef forseta Íslands og hljómar svona. „Kæra Halla. Ég óska þér innilega til hamingju með kjörið. Þú verður góður forseti. Ég færi einnig Birni, börnunum og fjölskyldunni allri heillaóskir. Þar nefni ég líka sérstaklega móður þína sem var svo virðuleg og hlý í viðtölum. Hún má svo sannarlega vera stolt af dóttur sinni. Þú tekur við embætti sem Íslendingum þykir afar vænt um. Þjóðin kaus sín ólíku forsetaefni eins og vera ber en mun núna sameinast um að styðja þig og styrkja til góðra verka. Það sýna fyrri fordæmi og við Eliza verðum alltaf boðin og búin að veita ykkur stuðning á vandasömum vettvangi. Við hjónin vonum sömuleiðis að ykkur muni líða vel hér á Bessastöðum. Hér er gott að búa. Kæra Halla! Ég ítreka hlýjar kveðjur til þín og þinna, með einlægri ósk um farsæl næstu ár í þágu lands og þjóðar. Gangi þér og ykkur allt að sólu!“ Guðni óskaði þjóðinni jafnframt til hamingju með forsetann á Facebook síðu sinni. Þá sendi hann öðrum frambjóðendum og sjálfboðaliðum þeirra hlýjar kveðjur. Loks óskaði hann sjómönnum til hamingju með daginn. Mynd af forsetahjónunum fráfarandi og tilvonandi lét hann fylgja.
Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Halla Tómasdóttir Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira