„Mér var sagt að drulla mér í burtu og grjóthalda kjafti“ Árni Jóhannsson skrifar 2. júní 2024 22:10 Ómar Ingi Guðmundsson ræðir við Atla Hrafn Andrason. Vísir/Pawel Það var ýmislegt sem Ómar Ingi Guðmundsson gat verið ósáttur við í kvöld þegar HK tapaði fyrir Breiðablik 0-2 í Kórnum. Leikið var í 9. umferð Bestu deildar karla og náðu HK-ingar því ekki að fjarlægjast fall svæðið í þetta sinn. Andri Már Eggertsson spurði Ómar að því fyrst og fremst hvort lokatölurnar gæfu rétta mynd af leiknum. Ómar tók sér tíma til að koma orðinu fyrir sig. „Við gerðum ekki nóg til að vinna leikinn en mér fannst við lenda ósanngjarnt undir“, sagði Ómar og var spurður nánar út í ósanngirnina. „Markið átti aldrei að standa og það sjá það allir. Boltinn var á hreyfingu þegar aukaspyrnan er tekin. Það sáu það allir hjá mér en við áttum að gera betur í að stoppa það. Þetta er bara ógeðslega lélegt. Það er ekki eins og dómarinn hafi verið lengst í burtu, þeir eru báðir, Ívar og Elli, nálægt þessu. Það var ógeðslega dýrt að fá þetta mark á sig rétt fyrir hálfleik. Ömurlegt, þessi ákvörðun og hvernig hann svaraði okkur. Ég er bara sammála því ser Arnar Gunnlaugsson sagði um hann fyrir ári.“ Hefur Ómar fengið einhverjar skýringar á því afhverju markið fékk að standa? „Ég fór og var alveg reiður en ekki dónalegur. Það endaði með því að mér var sagt að drulla mér í burtu og grjóthalda kjafti. Ég held að það þýði ekkert að ræða við hann frekar en venjulega.“ Aðspurður um það hvernig Ómari finnst um slík ummæli og vinnubrögð sagði Ómar: „Ég fengi rautt spjald ef ég segði þetta. Það er alveg á hreinu. Svo eru menn að gera svona mistök, ég er ekki að segja að við hefðum unnið leikinn, en þetta breytti klárlega leiknum. Hann ber ábyrgð á þessari ákvörðun og segist bera ábyrgð en ég veit ekki hvernig hann ber ábyrgð á henni. Ég get ekki ímyndað mér það. Þetta breytti leiknum og þeir komu inn í hálfleik og voru með forystu sem að gerði þeim kleyft að breyta um upplegg og leyft okkur að vera aðeins með boltann.“ „Við verðum að sækja og skora í rauninni seinna markið upp frá því. Þannig að þetta er bara ógeðslega fúlt að svona ógeðslega auðveld ákvörðun fari fram hjá honum og að hann geti ekki einu sinni drullast til að viðurkenna það að þetta hafi verið mistök. Það þarf að svara með hroka og stælum.“ Ómar var þá spurður út í Eið Gauta Sæbjörnsson sem meiddist í byrjun leiks og þá ákvörðun að setja Hákon Inga inn á í hans stað og taka hann út af í hálfleik. „Hákon var bara byrjaður að finna til. Hann kom óvænt inn á, ekki nógu heitur og við vildum ekki taka óþarfa áhættu. Atli Þór er enn að jafna sig og það hefði verið óábyrgt að láta hann halda áfram.“ Besta deild karla HK Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Sjá meira
Andri Már Eggertsson spurði Ómar að því fyrst og fremst hvort lokatölurnar gæfu rétta mynd af leiknum. Ómar tók sér tíma til að koma orðinu fyrir sig. „Við gerðum ekki nóg til að vinna leikinn en mér fannst við lenda ósanngjarnt undir“, sagði Ómar og var spurður nánar út í ósanngirnina. „Markið átti aldrei að standa og það sjá það allir. Boltinn var á hreyfingu þegar aukaspyrnan er tekin. Það sáu það allir hjá mér en við áttum að gera betur í að stoppa það. Þetta er bara ógeðslega lélegt. Það er ekki eins og dómarinn hafi verið lengst í burtu, þeir eru báðir, Ívar og Elli, nálægt þessu. Það var ógeðslega dýrt að fá þetta mark á sig rétt fyrir hálfleik. Ömurlegt, þessi ákvörðun og hvernig hann svaraði okkur. Ég er bara sammála því ser Arnar Gunnlaugsson sagði um hann fyrir ári.“ Hefur Ómar fengið einhverjar skýringar á því afhverju markið fékk að standa? „Ég fór og var alveg reiður en ekki dónalegur. Það endaði með því að mér var sagt að drulla mér í burtu og grjóthalda kjafti. Ég held að það þýði ekkert að ræða við hann frekar en venjulega.“ Aðspurður um það hvernig Ómari finnst um slík ummæli og vinnubrögð sagði Ómar: „Ég fengi rautt spjald ef ég segði þetta. Það er alveg á hreinu. Svo eru menn að gera svona mistök, ég er ekki að segja að við hefðum unnið leikinn, en þetta breytti klárlega leiknum. Hann ber ábyrgð á þessari ákvörðun og segist bera ábyrgð en ég veit ekki hvernig hann ber ábyrgð á henni. Ég get ekki ímyndað mér það. Þetta breytti leiknum og þeir komu inn í hálfleik og voru með forystu sem að gerði þeim kleyft að breyta um upplegg og leyft okkur að vera aðeins með boltann.“ „Við verðum að sækja og skora í rauninni seinna markið upp frá því. Þannig að þetta er bara ógeðslega fúlt að svona ógeðslega auðveld ákvörðun fari fram hjá honum og að hann geti ekki einu sinni drullast til að viðurkenna það að þetta hafi verið mistök. Það þarf að svara með hroka og stælum.“ Ómar var þá spurður út í Eið Gauta Sæbjörnsson sem meiddist í byrjun leiks og þá ákvörðun að setja Hákon Inga inn á í hans stað og taka hann út af í hálfleik. „Hákon var bara byrjaður að finna til. Hann kom óvænt inn á, ekki nógu heitur og við vildum ekki taka óþarfa áhættu. Atli Þór er enn að jafna sig og það hefði verið óábyrgt að láta hann halda áfram.“
Besta deild karla HK Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Sjá meira