„Mér var sagt að drulla mér í burtu og grjóthalda kjafti“ Árni Jóhannsson skrifar 2. júní 2024 22:10 Ómar Ingi Guðmundsson ræðir við Atla Hrafn Andrason. Vísir/Pawel Það var ýmislegt sem Ómar Ingi Guðmundsson gat verið ósáttur við í kvöld þegar HK tapaði fyrir Breiðablik 0-2 í Kórnum. Leikið var í 9. umferð Bestu deildar karla og náðu HK-ingar því ekki að fjarlægjast fall svæðið í þetta sinn. Andri Már Eggertsson spurði Ómar að því fyrst og fremst hvort lokatölurnar gæfu rétta mynd af leiknum. Ómar tók sér tíma til að koma orðinu fyrir sig. „Við gerðum ekki nóg til að vinna leikinn en mér fannst við lenda ósanngjarnt undir“, sagði Ómar og var spurður nánar út í ósanngirnina. „Markið átti aldrei að standa og það sjá það allir. Boltinn var á hreyfingu þegar aukaspyrnan er tekin. Það sáu það allir hjá mér en við áttum að gera betur í að stoppa það. Þetta er bara ógeðslega lélegt. Það er ekki eins og dómarinn hafi verið lengst í burtu, þeir eru báðir, Ívar og Elli, nálægt þessu. Það var ógeðslega dýrt að fá þetta mark á sig rétt fyrir hálfleik. Ömurlegt, þessi ákvörðun og hvernig hann svaraði okkur. Ég er bara sammála því ser Arnar Gunnlaugsson sagði um hann fyrir ári.“ Hefur Ómar fengið einhverjar skýringar á því afhverju markið fékk að standa? „Ég fór og var alveg reiður en ekki dónalegur. Það endaði með því að mér var sagt að drulla mér í burtu og grjóthalda kjafti. Ég held að það þýði ekkert að ræða við hann frekar en venjulega.“ Aðspurður um það hvernig Ómari finnst um slík ummæli og vinnubrögð sagði Ómar: „Ég fengi rautt spjald ef ég segði þetta. Það er alveg á hreinu. Svo eru menn að gera svona mistök, ég er ekki að segja að við hefðum unnið leikinn, en þetta breytti klárlega leiknum. Hann ber ábyrgð á þessari ákvörðun og segist bera ábyrgð en ég veit ekki hvernig hann ber ábyrgð á henni. Ég get ekki ímyndað mér það. Þetta breytti leiknum og þeir komu inn í hálfleik og voru með forystu sem að gerði þeim kleyft að breyta um upplegg og leyft okkur að vera aðeins með boltann.“ „Við verðum að sækja og skora í rauninni seinna markið upp frá því. Þannig að þetta er bara ógeðslega fúlt að svona ógeðslega auðveld ákvörðun fari fram hjá honum og að hann geti ekki einu sinni drullast til að viðurkenna það að þetta hafi verið mistök. Það þarf að svara með hroka og stælum.“ Ómar var þá spurður út í Eið Gauta Sæbjörnsson sem meiddist í byrjun leiks og þá ákvörðun að setja Hákon Inga inn á í hans stað og taka hann út af í hálfleik. „Hákon var bara byrjaður að finna til. Hann kom óvænt inn á, ekki nógu heitur og við vildum ekki taka óþarfa áhættu. Atli Þór er enn að jafna sig og það hefði verið óábyrgt að láta hann halda áfram.“ Besta deild karla HK Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Fleiri fréttir Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Birkir hetjan á gamla heimavellinum Sjá meira
Andri Már Eggertsson spurði Ómar að því fyrst og fremst hvort lokatölurnar gæfu rétta mynd af leiknum. Ómar tók sér tíma til að koma orðinu fyrir sig. „Við gerðum ekki nóg til að vinna leikinn en mér fannst við lenda ósanngjarnt undir“, sagði Ómar og var spurður nánar út í ósanngirnina. „Markið átti aldrei að standa og það sjá það allir. Boltinn var á hreyfingu þegar aukaspyrnan er tekin. Það sáu það allir hjá mér en við áttum að gera betur í að stoppa það. Þetta er bara ógeðslega lélegt. Það er ekki eins og dómarinn hafi verið lengst í burtu, þeir eru báðir, Ívar og Elli, nálægt þessu. Það var ógeðslega dýrt að fá þetta mark á sig rétt fyrir hálfleik. Ömurlegt, þessi ákvörðun og hvernig hann svaraði okkur. Ég er bara sammála því ser Arnar Gunnlaugsson sagði um hann fyrir ári.“ Hefur Ómar fengið einhverjar skýringar á því afhverju markið fékk að standa? „Ég fór og var alveg reiður en ekki dónalegur. Það endaði með því að mér var sagt að drulla mér í burtu og grjóthalda kjafti. Ég held að það þýði ekkert að ræða við hann frekar en venjulega.“ Aðspurður um það hvernig Ómari finnst um slík ummæli og vinnubrögð sagði Ómar: „Ég fengi rautt spjald ef ég segði þetta. Það er alveg á hreinu. Svo eru menn að gera svona mistök, ég er ekki að segja að við hefðum unnið leikinn, en þetta breytti klárlega leiknum. Hann ber ábyrgð á þessari ákvörðun og segist bera ábyrgð en ég veit ekki hvernig hann ber ábyrgð á henni. Ég get ekki ímyndað mér það. Þetta breytti leiknum og þeir komu inn í hálfleik og voru með forystu sem að gerði þeim kleyft að breyta um upplegg og leyft okkur að vera aðeins með boltann.“ „Við verðum að sækja og skora í rauninni seinna markið upp frá því. Þannig að þetta er bara ógeðslega fúlt að svona ógeðslega auðveld ákvörðun fari fram hjá honum og að hann geti ekki einu sinni drullast til að viðurkenna það að þetta hafi verið mistök. Það þarf að svara með hroka og stælum.“ Ómar var þá spurður út í Eið Gauta Sæbjörnsson sem meiddist í byrjun leiks og þá ákvörðun að setja Hákon Inga inn á í hans stað og taka hann út af í hálfleik. „Hákon var bara byrjaður að finna til. Hann kom óvænt inn á, ekki nógu heitur og við vildum ekki taka óþarfa áhættu. Atli Þór er enn að jafna sig og það hefði verið óábyrgt að láta hann halda áfram.“
Besta deild karla HK Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Fleiri fréttir Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Birkir hetjan á gamla heimavellinum Sjá meira