Selenskí þakkaði henni fyrir dyggan stuðning hennar við Úkraínu og segist hlakka til að vinna með henni að því að styrkja samband landanna tveggja, ásamt því að tryggja langvarandi frið í Evrópu. Hann óskar Höllu farsældar í starfi fyrir hag Íslendinga og allrar Evrópu.
Congratulations to Halla Tómasdóttir on her victory in Iceland's presidential election.
— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) June 2, 2024
I appreciate her strong support for Ukraine and look forward to working together to strengthen the Ukrainian-Icelandic partnership while also ensuring a just and lasting peace in Europe and…
Halla Tómasdóttir hafði orð á því í kappræðum á RÚV á föstudaginn að henni fyndist ekki sjálfsagt að kaupa vopn fyrir Úkraínumenn „án samtals“ og að það samræmdist ekki gildum Íslands.
Ísland ætti frekar að boða til friðarsamtals hér á landi „frekar en að telja að við eigum bara endalaust að mata stríðsmaskínuna. Hvar ætlum við að draga línuna því það eru stríð út um allt, Miðausturlöndum, Afríku og víðar," sagði Halla á föstudaginn.