Innlent

Selenskí óskar Höllu Tómas­dóttur til hamingju

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Volódímír Selenskí Úkraínuforseti óskaði Höllu Tómasdóttur til hamingju með forsetakjörið fyrr í dag.
Volódímír Selenskí Úkraínuforseti óskaði Höllu Tómasdóttur til hamingju með forsetakjörið fyrr í dag. AP

Forseti Úkraínu, Vólódímír Selenskí, óskaði nýkjörnum forseta Íslands Höllu Tómasdóttur til hamingju með sigurinn á  samfélagsmiðlinum X í dag. 

Selenskí þakkaði henni fyrir dyggan stuðning hennar við Úkraínu og segist hlakka til að vinna með henni að því að styrkja samband landanna tveggja, ásamt því að tryggja langvarandi frið í Evrópu. Hann óskar Höllu farsældar í starfi fyrir hag Íslendinga og allrar Evrópu.

Halla Tómasdóttir hafði orð á því í kappræðum á RÚV á föstudaginn að henni fyndist ekki sjálfsagt að kaupa vopn fyrir Úkraínumenn „án samtals“ og að það samræmdist ekki gildum Íslands.

Ísland ætti frekar að boða til friðarsamtals hér á landi „frekar en að telja að við eigum bara endalaust að mata stríðsmaskínuna. Hvar ætlum við að draga línuna því það eru stríð út um allt, Miðausturlöndum, Afríku og víðar," sagði Halla á föstudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×