Erlent

Fyrsta konan og gyðingurinn til að verða for­seti Mexíkó

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Sheinbaum er sögð hafa talað ötullega fyrir stefnu Obrador í kosningabaráttunni og á sama tíma sætt ásökunum um að vera lítið annað en strengjabrúða hans.
Sheinbaum er sögð hafa talað ötullega fyrir stefnu Obrador í kosningabaráttunni og á sama tíma sætt ásökunum um að vera lítið annað en strengjabrúða hans. AP/Eduardo Verdugo

Claudia Sheinbaum varð í gær fyrsta konan og fyrsti gyðingurinn til að vera kjörinn forseti Mexíkó. Tvær konur voru í framboði en Sheinbaum hlaut um 58 prósent atkvæða, nærri 30 prósentum meira en Xóchitl Gálvez.

Vinstrimaðurinn Sheinbaum, 61 árs, hét því í kosningabaráttunni að halda áfram á þeirri vegferð sem lærifaðir hennar og núverandi forseti, Andrés Manuel López Obrador, hóf. Obrador er sagður hafa umbylt stjórnmálamenningunni í Mexíkó og stuðlað að því að milljónir búa ekki ekki lengur við fátækt.

Á sama tíma hefur hann hins vegar verið harðlega gagnrýndur fyrir að mistakast að ná böndum á glæpagengjum og ofbeldi í landinu og fyrir að grafa undan lýðræðislegum stofnunum. 

Samkvæmt New York Times þykir mörgum Mexíkóbúum flokkarnir sem studdu Gálvez hins vegar óhæfir og spilltir. Haft er eftir stjórnmálaskýrandanum Carlos Bravo Regidor að Gálvez hafi þannig mistekist að boða raunverulegar breytingar, þar sem stuðningsmenn hennar séu álitnir holdgervingar kerfisins.

Flestir kjósendur hafi einfaldlega viljað áframhald á stefnu Obrador.

Sheinbaum er með doktorsgráðu í orkuverkfræði og er fyrrverandi ríkisstjóri Mexíkóborgar.

Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá New York Times.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×