Innlent

Kol­beinn Sig­þórs­son sýknaður

Jón Þór Stefánsson skrifar
Kolbeinn Sigþórsson í landsleik Íslands gegn Frakklandi í undanriðli EM í knattspyrnu á Laugardalsvelli.
Kolbeinn Sigþórsson í landsleik Íslands gegn Frakklandi í undanriðli EM í knattspyrnu á Laugardalsvelli. Vísir/Vilhelm

Kolbeinn Sigþórsson, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu, hefur verið sýknaður af ákæru um nauðgun og kynferðisbrot gegn barnungri stúlku.

Sýknudómur var kveðinn upp rétt í þessu í Héraðsdómi Reykjaness. Þinghald var lokað en Elimar Hauksson, lögmaður Kolbeins staðfesti sýknudóminn í samtali við fréttamann á staðnum. Kolbeinn var ekki viðstaddur dómsuppkvaðninguna.

Elimar Hauksson, lögmaður Kolbeins við dómsuppkvaðningu í dag.Vísir/Arnar

Meint brot eru sögð hafa átt sér stað á sunnudagskvöldi í júní árið 2022. Hann var ákærður fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn barnungri stúlka og sagður hafa beitt henni ólögmætri nauðung. 

Kolbeini var gefið að sök að nýta sér yfirburði sína yfir stúlkunni, draga niður nærbuxur hennar og strjúka kynfærum hennar fram og til baka mörgum sinnum. Samkvæmt heimildum fréttastofu er stúlkan á yngsta grunnskólastigi.

Foreldri stúlkunnar krafðist þriggja milljóna króna í miskabætur. Kröfunni var vísað frá dómi.

Kolbeinn Sigþórsson var landsliðsmaður í fótbolta, en hann lék 64 leiki fyrir landsliðið og skoraði 26 mörk.

Hann hefur áður verið sakaður um ofbeldi, meðal annars kynferðislegt, gegn tveimur konum. Það á að hafa átt sér stað haustið 2017 og var það mál útkljáð með samkomulagi um miskabætur vorið 2018. Kolbeinn neitaði ávallt sök í því máli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×