Nýtt verðmat Marels nokkru lægra en yfirtökutilboð JBT

Yfirtökutilboð John Bean Technologies er átta prósentum hærra en nýtt verðmat á Marel hljóðar upp á. Jakobsson Capital lækkaði verðmat sitt um níu prósent frá síðasta uppgjöri en fyrsti ársfjórðungur var þungur að mati greinanda; „það mun þurfa að ausa vatni upp úr bátnum til að ná upp í spá“ greiningarfyrirtækisins en gert er ráð fyrir í verðmatinu að rekstur Marel batni hratt á næstu árum.
Tengdar fréttir

Afkoma Marels undir væntingum en jákvæðari tónn meðal viðskiptavina
Afkoma Marels var undir væntingum greinenda á fyrsta ársfjórðungi. Forstjóri Marels sagði á afkomufundi að merkja megi jákvæðari tón á meðal viðskiptavina og að pantanir muni aukast á seinni hluta ársins samhliða bættum markaðsaðstæðum. Marel lækkaði um fjögur prósent í dag.

Umfangsmikil hlutafjárútboð draga „töluvert máttinn“ úr markaðnum
Hlutabréfamarkaðurinn hérlendis hefur verið þungur á meðan flestir markaðir sem horft er til hafa hækkað töluvert. Sjóðstjórar og aðrir markaðsaðilar segja að hlutabréfaverð hérlendis sé almennt nokkuð hagstætt en mikið fjármagn hefur leitað í frumútboð sem hefur dregið kraft úr markaðnum. Viðmælendur Innherja eiga ekki von á því að markaðurinn taki við sér fyrr en verðbólga hjaðnar og stýrivextir fara að lækka.