Innlent

Vegum lokað vegna veðurs

Margrét Björk Jónsdóttir skrifar
Búist er við hviðum yfir 30 metrum á sekúndu frá Eyjafjöllum.
Búist er við hviðum yfir 30 metrum á sekúndu frá Eyjafjöllum. Vísir/Vilhelm

Hringveginum um Öxnadalsheiði auk Mývatns- og Möðrudalsöræfa verður lokað í kvöld vegna veðurs. Eins er líklegt að gripið verði til lokana á Suðausturlandi. Gular og appelsínugular veðurviðvaranir eru í gildi um um allt land.

Appelsínugular veðurviðvaranir virkjast á miðhálendinu, Norðurlandi eystra, Austfjörðum og Austurlandi að glettingi, síðdegis klukkan klukkan sex. Klukkan sjö ná þær einnig til Stranda og Norðurlands Vestra og suðausturlands. Í fyrramálið taka þá gular viðvaranir við á öllu vestanverðu landinu.

Í hugleiðingum veðurfræðings er vakin athygli á hríðarveðri norðan- og norðaustanlands en líka sviptivindum suðaustanlands með norðvestan átt frá því í kvöld. Foráttuhvasst verður á milli Hafnar og Djúpavogs, en hviður yfir 30 metrum á sekúndu frá Eyjafjöllum og austur á Reyðarfjörð. Veðurstofan beinir þeim tilmælum til fólks að huga að lausamunum.

Fyrirhugaðar lokanir á vegum

Hringveginum um Mývatns- og Möðrudalsöræfi verður lokað kl. 20:00 í kvöld vegna veðurs. Næstu upplýsingar verða veittar klukkan 9 í fyrramálið. Þá lokar hringvegur um Öxnadalsheiði klukkan 22:00 í kvöld. Eins er talið líklegt að gripið verði til lokana á Suðausturlandi, milli Skaftafells og Djúpavogs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×