Samdi Höllusmellinn á tuttugu mínútum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. júní 2024 09:01 Matthías er enginn nýgræðingur þegar það kemur að tónlistarsköpun. Matthías Eyfjörð er maðurinn að baki einum óvæntasta smelli ársins, laginu Halla T House Mix því sem Halla Tómasdóttir verðandi forseti Íslands steig trylltan dans við með stuðningsmönnum sínum þegar hún mætti í hús í kosningateiti sitt í Grósku um helgina. Lagið var spilað oft og mörgum sinnum í teiti Höllu af plötusnúðnum Danna Deluxe og hefur slegið í gegn. Líklegt má þykja að það verði spilað oft og mörgum sinnum næstu árin nú þegar ljóst er að Halla er næsti forseti. „Það er ógeðslega gaman að þetta hafi sprungið svona út,“ segir Matthías sem var að sjálfsögðu inni í stúdíói þegar Vísir náði af honum tali. Hann segist hafa verið nýfarinn heim þegar fyrstu tölur bárust og missti því af því þegar Halla steig sigurdansinn við lagið. Hlusta má á lagið neðst í fréttinni. Matthías er enginn nýgræðingur þegar kemur að því að semja tónlist og meðal annars pródúserað með þekktum tónlistarmenn líkt og Daniil og Jóa Pé. Þá á hann ekki langt að sækja hæfileikana en landsmenn hafa þekkt systur hans tónlistarkonuna GDRN um margra ára skeið. Halla T. steig á svið í Grósku við trylltan fögnuð stuðningsmanna sinna og lag Matthíasar undir. Samdi lagið í hjáverkum í Danmörku „Við félagi minn sem var í kosningateyminu hjá Höllu vorum að spjalla í símann þegar hann fékk hugmyndina, hann hefur líka áhuga á tónlist og spurði hvort ég gæti ekki prufað að remixa eitthvað house mix með því sem Halla hefur sagt,“ útskýrir Matthías. Hann segist á þessum tíma hafa verið á leiðinni til Danmerkur. Eðli málsins samkvæmt því haft lítinn tíma til að huga að því og eiginlega verið á því að hann nennti því ekki. Þá hafi hann ekki einu sinni verið viss um að hann myndi kjósa hana. „Svo heyrði hann í mér aftur á meðan ég var í Danmörku og ég henti bara í mixið, örugglega bara á einhverjum tuttugu mínútum eða eitthvað,“ segir Matthías hlæjandi. Eðli málsins samkvæmt sé hann því himinlifandi með vinsældir lagsins en Matthías segist á endanum hafa ákveðið að kjósa Höllu. „Ég tók hlutlausa ákvörðun, jafnvel þó ég hafi gert remixið þá leist mér einfaldlega bara best á hana. Það sem ég fílaði við hana, fyrir utan boðskapinn, var að hún leyfði unga fólkinu sem var að hjálpa henni í framboði að gera sitt. Það er ekkert hvaða forsetaframbjóðandi sem er til í eitthvað house lag.“ Ætlaði að leggja tónlistina á hilluna Matthías var sjálfur staddur í Grósku síðastliðið laugardagskvöld en var farinn heim stuttu áður en fyrstu tölur bárust í hús. „En ég heyrði að það hefði verið spilað mjög mikið!“ Hann segist aldrei hafa stefnt á tónlistina, hann hafi æft á gítar þegar hann var yngri í níu ár en svo tilkynnt mömmu sinni að hann væri kominn með nóg og að hann ætlaði sér ekki að verða tónlistarmaður. „Þá hafði ég fengið ógeðslega mikinn áhuga á tölvum og forritun. Síðan fattaði ég auðvitað að það er hægt að pródúsera tónlist í tölvu og fór út í það og kaldhæðnislega varð ég svo tónlistarmaður jafnvel þó ég hafi sagt skilið við hana.“ Tónlist Forsetakosningar 2024 Halla Tómasdóttir Mest lesið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
„Það er ógeðslega gaman að þetta hafi sprungið svona út,“ segir Matthías sem var að sjálfsögðu inni í stúdíói þegar Vísir náði af honum tali. Hann segist hafa verið nýfarinn heim þegar fyrstu tölur bárust og missti því af því þegar Halla steig sigurdansinn við lagið. Hlusta má á lagið neðst í fréttinni. Matthías er enginn nýgræðingur þegar kemur að því að semja tónlist og meðal annars pródúserað með þekktum tónlistarmenn líkt og Daniil og Jóa Pé. Þá á hann ekki langt að sækja hæfileikana en landsmenn hafa þekkt systur hans tónlistarkonuna GDRN um margra ára skeið. Halla T. steig á svið í Grósku við trylltan fögnuð stuðningsmanna sinna og lag Matthíasar undir. Samdi lagið í hjáverkum í Danmörku „Við félagi minn sem var í kosningateyminu hjá Höllu vorum að spjalla í símann þegar hann fékk hugmyndina, hann hefur líka áhuga á tónlist og spurði hvort ég gæti ekki prufað að remixa eitthvað house mix með því sem Halla hefur sagt,“ útskýrir Matthías. Hann segist á þessum tíma hafa verið á leiðinni til Danmerkur. Eðli málsins samkvæmt því haft lítinn tíma til að huga að því og eiginlega verið á því að hann nennti því ekki. Þá hafi hann ekki einu sinni verið viss um að hann myndi kjósa hana. „Svo heyrði hann í mér aftur á meðan ég var í Danmörku og ég henti bara í mixið, örugglega bara á einhverjum tuttugu mínútum eða eitthvað,“ segir Matthías hlæjandi. Eðli málsins samkvæmt sé hann því himinlifandi með vinsældir lagsins en Matthías segist á endanum hafa ákveðið að kjósa Höllu. „Ég tók hlutlausa ákvörðun, jafnvel þó ég hafi gert remixið þá leist mér einfaldlega bara best á hana. Það sem ég fílaði við hana, fyrir utan boðskapinn, var að hún leyfði unga fólkinu sem var að hjálpa henni í framboði að gera sitt. Það er ekkert hvaða forsetaframbjóðandi sem er til í eitthvað house lag.“ Ætlaði að leggja tónlistina á hilluna Matthías var sjálfur staddur í Grósku síðastliðið laugardagskvöld en var farinn heim stuttu áður en fyrstu tölur bárust í hús. „En ég heyrði að það hefði verið spilað mjög mikið!“ Hann segist aldrei hafa stefnt á tónlistina, hann hafi æft á gítar þegar hann var yngri í níu ár en svo tilkynnt mömmu sinni að hann væri kominn með nóg og að hann ætlaði sér ekki að verða tónlistarmaður. „Þá hafði ég fengið ógeðslega mikinn áhuga á tölvum og forritun. Síðan fattaði ég auðvitað að það er hægt að pródúsera tónlist í tölvu og fór út í það og kaldhæðnislega varð ég svo tónlistarmaður jafnvel þó ég hafi sagt skilið við hana.“
Tónlist Forsetakosningar 2024 Halla Tómasdóttir Mest lesið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira