Leifar af heimskautavetrinum valda usla Árni Sæberg skrifar 4. júní 2024 08:44 Svona verður staðan á landinu á hádegi. Veðurstofa Íslands Veðurfræðingur segir „volduga“ 976 millibara lægð vera norðaustur af landinu, um 350 kílómetra norðaustur af Langanesi, og færast nær landinu. Segja megi að um sé að ræða leifarnar af heimskautavetrinum. Appelsínugul veðurviðvörun gildir á stærstum hluta landsins í dag og á morgun og gul annars staðar hluta dagsins. Þetta segir í hugleiðingum Veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Þar segir að lægðin þokist til suðurs í dag og því nær landinu, en á móti komi að lægðin sé hætt að dýpka. „Þessi mikla lægð beinir til okkar köldu lofti úr norðri, það má segja að um sé að ræða leifarnar af heimskautavetrinum.“ Snjókoma við sjávarmál Þá fylgi lægðinni talsverð úrkoma. Á vefmyndavélum megi sjá að snjóað hafi nokkuð drjúgt í nótt á Norður- og Austurlandi, jafnvel niður að sjávarmáli á sumum stöðum. Auk þessa sé hvass norðan vindstrengur yfir stærstum hluta landsins, það sé helst að vestasti hluti landsins hafi sloppið skást enn sem komið er, en þar eigi væntanlega eftir að hvessa þegar líður á morguninn. Muni standa linnulítið út fimmtudag Vart þurfi að taka fram að um sé ræða óvenjulegt veður á þessum árstíma, bæði hvað varðar vindstyrk og einnig lágt hitastig samfara mikilli úrkomu á norðanverðu landinu. Einnig gefi spár til kynna að illviðrið verði sérlega langvinnt. Í grófum dráttum geri spár ráð fyrir að óveðrið standi linnulítið út fimmtudag, en aðfaranótt föstudags sé útlit fyrir að veður skáni svo um munar. Viðvörun alls staðar Líkt og greint hefur verið frá munu veðurviðvaranir, ýmist gular eða appelsínugular, gilda allt fram á fyrstu klukkustund aðfaranætur föstudags. Fylgjast má með veðurviðvörunum hér. Þá hefur vegum víða verið lokað vegna veðurs. Þar ber hæst að hringveginum hefur verið lokað á Suðausturlandi, milli Hafnar og Djúpavogs, og Norðausturlandi, um Mývatns- og Möðrudalsöræfi. Fylgjast má með færð á vegum hér. Veður Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Fleiri fréttir Ákveðin suðaustanátt og víða snjókoma Stíf norðanátt og frost í flestum landshlutum Köldu éljalofti beint til landsins Víða kaldi og él Lægð beinir vestlægri átt til landsins Hlýnar með skúrum og slydduéljum Stormur á Austfjörðum Allhvass vindur með skúrum eða éljum Útlit fyrir allhvassan vind með rigningu Vindur á niðurleið en næsta lægð nálgast úr suðvestri Góðar líkur á rauðum jólum í Reykjavík Dregur úr vindi og úrkomu með morgninum Köld norðanátt og víða él Stöku él og vaxandi norðaustanátt Skúrir eða él á víð og dreif Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Gular viðvaranir í borginni og víðar Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Frost fór víða yfir tuttugu stig í nótt Kaldri norðlægri átt beint til landsins Gul viðvörun á Vestfjörðum Yfirgnæfandi líkur á óveðri á kjördag og líklegt að vegir teppist Skúrir eða slyddu en þurrt austantil Hiti að sex stigum Norðanátt og éljalofti beint til landsins Áfram kalt og bætir í vind á morgun Áfram kalt á landinu en bjartviðri sunnan heiða Áfram köld og norðlæg átt Heimskautaflofti beint til landsins í sífellu Stinningskaldi og él fram í miðja viku og svo kólni frekar Sjá meira
Þetta segir í hugleiðingum Veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Þar segir að lægðin þokist til suðurs í dag og því nær landinu, en á móti komi að lægðin sé hætt að dýpka. „Þessi mikla lægð beinir til okkar köldu lofti úr norðri, það má segja að um sé að ræða leifarnar af heimskautavetrinum.“ Snjókoma við sjávarmál Þá fylgi lægðinni talsverð úrkoma. Á vefmyndavélum megi sjá að snjóað hafi nokkuð drjúgt í nótt á Norður- og Austurlandi, jafnvel niður að sjávarmáli á sumum stöðum. Auk þessa sé hvass norðan vindstrengur yfir stærstum hluta landsins, það sé helst að vestasti hluti landsins hafi sloppið skást enn sem komið er, en þar eigi væntanlega eftir að hvessa þegar líður á morguninn. Muni standa linnulítið út fimmtudag Vart þurfi að taka fram að um sé ræða óvenjulegt veður á þessum árstíma, bæði hvað varðar vindstyrk og einnig lágt hitastig samfara mikilli úrkomu á norðanverðu landinu. Einnig gefi spár til kynna að illviðrið verði sérlega langvinnt. Í grófum dráttum geri spár ráð fyrir að óveðrið standi linnulítið út fimmtudag, en aðfaranótt föstudags sé útlit fyrir að veður skáni svo um munar. Viðvörun alls staðar Líkt og greint hefur verið frá munu veðurviðvaranir, ýmist gular eða appelsínugular, gilda allt fram á fyrstu klukkustund aðfaranætur föstudags. Fylgjast má með veðurviðvörunum hér. Þá hefur vegum víða verið lokað vegna veðurs. Þar ber hæst að hringveginum hefur verið lokað á Suðausturlandi, milli Hafnar og Djúpavogs, og Norðausturlandi, um Mývatns- og Möðrudalsöræfi. Fylgjast má með færð á vegum hér.
Veður Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Fleiri fréttir Ákveðin suðaustanátt og víða snjókoma Stíf norðanátt og frost í flestum landshlutum Köldu éljalofti beint til landsins Víða kaldi og él Lægð beinir vestlægri átt til landsins Hlýnar með skúrum og slydduéljum Stormur á Austfjörðum Allhvass vindur með skúrum eða éljum Útlit fyrir allhvassan vind með rigningu Vindur á niðurleið en næsta lægð nálgast úr suðvestri Góðar líkur á rauðum jólum í Reykjavík Dregur úr vindi og úrkomu með morgninum Köld norðanátt og víða él Stöku él og vaxandi norðaustanátt Skúrir eða él á víð og dreif Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Gular viðvaranir í borginni og víðar Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Frost fór víða yfir tuttugu stig í nótt Kaldri norðlægri átt beint til landsins Gul viðvörun á Vestfjörðum Yfirgnæfandi líkur á óveðri á kjördag og líklegt að vegir teppist Skúrir eða slyddu en þurrt austantil Hiti að sex stigum Norðanátt og éljalofti beint til landsins Áfram kalt og bætir í vind á morgun Áfram kalt á landinu en bjartviðri sunnan heiða Áfram köld og norðlæg átt Heimskautaflofti beint til landsins í sífellu Stinningskaldi og él fram í miðja viku og svo kólni frekar Sjá meira