Fyrirbærið Wolt - Að taka allan gróðann en enga ábyrgð Halldór Oddsson og Saga Kjartansdóttir skrifa 4. júní 2024 09:01 Nýverið komu fram fréttir af því að um 20 af okkar berskjölduðustu systkinum hafi „gerst sek“ um brot á atvinnuréttindum útlendinga með því að sendast með mat fyrir eitthvað fyrirbæri sem heitir Wolt. Viðbrögð fyrirbærisins Wolt í kjölfarið slær líklega öll fyrri met um algjört skeytingar- og ábyrgðarleysi alþjóðlegra fyrirtækja sem leynt og ljóst byggja viðskiptamódel sitt á hagnýtingu einstaklinga í berskjaldaðri stöðu. Kerfi sem varpar ábyrgðinni á fátækt fólk í neyð en horfir fram hjá ábyrgð alþjóðlegra stórfyrirtækja hlýtur að kalla á stórar spurningar. Um leið og undirrituð kalla eftir því að yfirvöld meðhöndli mál þessara berskjölduðu systkina okkar af mannúð, er rétt að beina athyglinni að því hvar ábyrgðin liggur í raun og veru. Miklum völdum fylgir mikil ábyrgð Undanfarin ár hafa sprottið upp um allan heim fyrirbæri sem byggja rekstrarmódel sitt á því að miðla þjónustumöguleikum með rafrænum hætti til notenda. Þekktast þessara fyrirbæra er líklega hið bandaríska Uber sem hefur ásamt svipuðum forritum gjörbreytt allri akstursþjónustu. Því miður hafa of mörg þessara fyrirbæra gleymt sér í algjörlega ábyrgðarlausri gróðrahyggju. Auðvitað eru tæknibreytingar almennt jákvæðar og geta verið forsenda framfara og aukinna lífsgæða í samfélögum. En þegar græðgin tekur yfir og tækninýjungarnar eru notaðar leynt og ljóst til að knýja niður kaup og kjör þeirra sem vinna störfin, sem gerist með svona uppbroti á heilum þjónustugreinum, eru þær farnar að snúast upp í andhverfu sína. Ábyrgir rekstraraðilar sem setja langtímahagsmuni framar skammtímagróða átta sig hins vegar á því að ef þessi hluti þjónustustarfsemi á að vera sjálfbær, þá þarf að skipta kökunni með sanngjörnum hætti. Þannig hafa í nágrannalöndunum fjölmörg sambærileg fyrirbæri og Wolt blessunarlega talið hag sínum betur borgið með því að viðurkenna að þjónustuveitendur eru starfsfólk og hafa gengið frá kjarasamningum við viðeigandi stéttarfélög. Notendur þjónustunnar eru alsáttir við aukið aðgengi og framboð af ýmis konar þjónustu sem þessi fyrirbæri veita en þessir sömu notendur vilja síður en svo vera þátttakendur í að nota uppbrot þjónustunnar til að knýja niður hlutdeild þeirra sem veita hana í verðinu. ASÍ og stéttarfélögin hafa gögn undir höndum sem sýna að sendlar hjá Wolt á Íslandi sem hjóla, keyra eða ganga með matarsendingar með rennblautan 7 stiga vorlægðarvindinn í andlitið, gera það fyrir skammarlega léleg laun. Kerfið byggir svo á fullkomlega ógagnsæjum einhliða verðmyndunar-algóriþma sem hannaður er til að finna sársaukaþröskuldinn um hversu fáar krónur er hægt að koma í vasa sendilsins án þess að viðkomandi hætti að sjá tilgang vinnunnar. Framangreint rímar fullkomlega við það sem virðist vera í gangi hjá Wolt og mörgum sambærilegum fyrirbærum í löndunum í kringum okkur. Það er alltaf einhver sem borgar Ýmis mál hafa komið upp undanfarin misseri þar sem einhvers konar sanngirnissáttmáli og jafnvel hegningarlög hafa verið brotin Í tengslum við þau hefur fjöldi einstaklinga og fyrirtækja leitað til ASÍ og stéttarfélaganna og viljað vera hluti af lausninni og stuðla að því að almennrar sanngirni sé gætt. Skilaboð ASÍ og stéttarfélaganna eru skýr; það sem hljómar of ódýrt til að vera satt er þá bara greitt af einhverjum öðrum, oftast hagnýttum einstaklingi, umhverfinu eða bara jafnvel af okkur sjálfum í gegnum lægra launastig í landinu. Þegar öllu er á botninn hvolft, þá er alltaf einhver sem borgar hinn raunverulega kostnað. Áskorun! Það er auðvelt að snúa blinda auganu að breytingum á vinnumarkaði og vera hluti af ábyrgðarlausri forréttindastétt sem leyfir sér að kaupa grunsamlega ódýra vöru/þjónustu sem byggir að stórum hluta á hagnýtingu einstaklinga sem ef hefðu val, myndu ekki velja sér þau störf sem engin annar vill. En að velja blinda augað er í raun að velja ábyrgðarleysi. Undirrituð skora á neytendur og þau fyrirtæki sem velja að tengja nafnið sitt við Wolt að spyrja áleitinna spurninga um kjör sendla og vera hluti af lausninni frekar en vandanum. Að lokum skora undirrituð á Wolt, hvað það sem þú ert og hvar sem þú ert, að axla ábyrgð á áhrifum starfsemi sinnar og sanngjörnu launastigi. Það má skrifa margt og mikið um fyrirbæri eins og gerviverktöku, hvað sé atvinnurekandi og launafólk í skilningi skattaréttar, vinnuréttar o.s.frv. en við látum það liggja á milli hluta að sinni og kjósum frekar að skora á Wolt að axla raunveruleg ábyrgð og gera kjarasamning um störfin. Þar til það verður gert hljóta siðferðislega þenkjandi einstaklingar að sjóða sér hafragraut ef þeir eru svangir frekar en að kíkja á hvað er í boði hjá Wolt í símanum. Halldór Oddsson, sviðsstjóri lögfræði- og vinnumarkaðssviðs ASÍSaga Kjartansdóttir, sérfræðingur á lögfræði og vinnumarkaðssviði ASÍ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Veitingastaðir Vinnumarkaður Mest lesið Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir stúdenta eru hagsmunir háskóla Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar Skoðun Óviðunandi viðhaldsleysi á vegum Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Aðlögun – að laga sig að lífinu Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands þarfnast afburðaleiðtoga Snorri Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar lífið snýst á hvolf Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun StrákaKraftur og Mottumars! Viktoría Jensdóttir skrifar Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Það skiptir öllu máli að kjósa Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak skrifar Skoðun Tækifæri fyrir nemendur Háskóla Íslands Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grásleppan úr kvóta! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Sálfélagslegt öryggi – lykillinn að árangri og hagkvæmni Andri Hauksteinn Oddsson skrifar Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson skrifar Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju kílómetragjald? Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Konur gegn hernaði og nýlenduhyggju Lea María Lemarquis skrifar Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stenzt ekki stjórnarskrána Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nýverið komu fram fréttir af því að um 20 af okkar berskjölduðustu systkinum hafi „gerst sek“ um brot á atvinnuréttindum útlendinga með því að sendast með mat fyrir eitthvað fyrirbæri sem heitir Wolt. Viðbrögð fyrirbærisins Wolt í kjölfarið slær líklega öll fyrri met um algjört skeytingar- og ábyrgðarleysi alþjóðlegra fyrirtækja sem leynt og ljóst byggja viðskiptamódel sitt á hagnýtingu einstaklinga í berskjaldaðri stöðu. Kerfi sem varpar ábyrgðinni á fátækt fólk í neyð en horfir fram hjá ábyrgð alþjóðlegra stórfyrirtækja hlýtur að kalla á stórar spurningar. Um leið og undirrituð kalla eftir því að yfirvöld meðhöndli mál þessara berskjölduðu systkina okkar af mannúð, er rétt að beina athyglinni að því hvar ábyrgðin liggur í raun og veru. Miklum völdum fylgir mikil ábyrgð Undanfarin ár hafa sprottið upp um allan heim fyrirbæri sem byggja rekstrarmódel sitt á því að miðla þjónustumöguleikum með rafrænum hætti til notenda. Þekktast þessara fyrirbæra er líklega hið bandaríska Uber sem hefur ásamt svipuðum forritum gjörbreytt allri akstursþjónustu. Því miður hafa of mörg þessara fyrirbæra gleymt sér í algjörlega ábyrgðarlausri gróðrahyggju. Auðvitað eru tæknibreytingar almennt jákvæðar og geta verið forsenda framfara og aukinna lífsgæða í samfélögum. En þegar græðgin tekur yfir og tækninýjungarnar eru notaðar leynt og ljóst til að knýja niður kaup og kjör þeirra sem vinna störfin, sem gerist með svona uppbroti á heilum þjónustugreinum, eru þær farnar að snúast upp í andhverfu sína. Ábyrgir rekstraraðilar sem setja langtímahagsmuni framar skammtímagróða átta sig hins vegar á því að ef þessi hluti þjónustustarfsemi á að vera sjálfbær, þá þarf að skipta kökunni með sanngjörnum hætti. Þannig hafa í nágrannalöndunum fjölmörg sambærileg fyrirbæri og Wolt blessunarlega talið hag sínum betur borgið með því að viðurkenna að þjónustuveitendur eru starfsfólk og hafa gengið frá kjarasamningum við viðeigandi stéttarfélög. Notendur þjónustunnar eru alsáttir við aukið aðgengi og framboð af ýmis konar þjónustu sem þessi fyrirbæri veita en þessir sömu notendur vilja síður en svo vera þátttakendur í að nota uppbrot þjónustunnar til að knýja niður hlutdeild þeirra sem veita hana í verðinu. ASÍ og stéttarfélögin hafa gögn undir höndum sem sýna að sendlar hjá Wolt á Íslandi sem hjóla, keyra eða ganga með matarsendingar með rennblautan 7 stiga vorlægðarvindinn í andlitið, gera það fyrir skammarlega léleg laun. Kerfið byggir svo á fullkomlega ógagnsæjum einhliða verðmyndunar-algóriþma sem hannaður er til að finna sársaukaþröskuldinn um hversu fáar krónur er hægt að koma í vasa sendilsins án þess að viðkomandi hætti að sjá tilgang vinnunnar. Framangreint rímar fullkomlega við það sem virðist vera í gangi hjá Wolt og mörgum sambærilegum fyrirbærum í löndunum í kringum okkur. Það er alltaf einhver sem borgar Ýmis mál hafa komið upp undanfarin misseri þar sem einhvers konar sanngirnissáttmáli og jafnvel hegningarlög hafa verið brotin Í tengslum við þau hefur fjöldi einstaklinga og fyrirtækja leitað til ASÍ og stéttarfélaganna og viljað vera hluti af lausninni og stuðla að því að almennrar sanngirni sé gætt. Skilaboð ASÍ og stéttarfélaganna eru skýr; það sem hljómar of ódýrt til að vera satt er þá bara greitt af einhverjum öðrum, oftast hagnýttum einstaklingi, umhverfinu eða bara jafnvel af okkur sjálfum í gegnum lægra launastig í landinu. Þegar öllu er á botninn hvolft, þá er alltaf einhver sem borgar hinn raunverulega kostnað. Áskorun! Það er auðvelt að snúa blinda auganu að breytingum á vinnumarkaði og vera hluti af ábyrgðarlausri forréttindastétt sem leyfir sér að kaupa grunsamlega ódýra vöru/þjónustu sem byggir að stórum hluta á hagnýtingu einstaklinga sem ef hefðu val, myndu ekki velja sér þau störf sem engin annar vill. En að velja blinda augað er í raun að velja ábyrgðarleysi. Undirrituð skora á neytendur og þau fyrirtæki sem velja að tengja nafnið sitt við Wolt að spyrja áleitinna spurninga um kjör sendla og vera hluti af lausninni frekar en vandanum. Að lokum skora undirrituð á Wolt, hvað það sem þú ert og hvar sem þú ert, að axla ábyrgð á áhrifum starfsemi sinnar og sanngjörnu launastigi. Það má skrifa margt og mikið um fyrirbæri eins og gerviverktöku, hvað sé atvinnurekandi og launafólk í skilningi skattaréttar, vinnuréttar o.s.frv. en við látum það liggja á milli hluta að sinni og kjósum frekar að skora á Wolt að axla raunveruleg ábyrgð og gera kjarasamning um störfin. Þar til það verður gert hljóta siðferðislega þenkjandi einstaklingar að sjóða sér hafragraut ef þeir eru svangir frekar en að kíkja á hvað er í boði hjá Wolt í símanum. Halldór Oddsson, sviðsstjóri lögfræði- og vinnumarkaðssviðs ASÍSaga Kjartansdóttir, sérfræðingur á lögfræði og vinnumarkaðssviði ASÍ
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar
Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar
Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun