Svalir við það að fjúka af húsi í óveðrinu Jón Þór Stefánsson og Bjarki Sigurðsson skrifa 4. júní 2024 10:45 Mynd úr Mývatnssveit Daði Lange „Veðrið setti strik í ferðir fólks í gærkvöldi og nótt,“ segir Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar í samtali við fréttastofu um verkefni slysavarnafélagsins síðastliðinn sólarhring en vont veður hefur verið víða um landið. Að sögn Jóns Þórs var veðrið verst á norð- austur horninu. Hann segir að um sé að ræða óvenjuleg verkefni fyrir júnímánuð og vísar til orða veðurfræðinga sem segja sérstakt hvað þetta veður muni vara lengi. Myndband frá Skútustöðum í morgun. „Þetta byrjaði í gærkvöldi með því að ferðamenn sem voru á Kísilvegi milli Mývatns og Húsavíkur lentu í vandræðum í snjó. Þar fór björgunarsveitin á Mývatni í að aðstoða fólk á tveimur bílum sem höfðu fest sig,“ segir Jón Þór. „Seinna um kvöldið fór bíll útaf vegna veðurs við Vaðlaheiðagöng. Það brotnuðu í honum nokkrar rúður og ljóst að það yrði ekki haldið áfram á því ökutæki. Það var fært inn í göngin bara til að komast í göngin.“ Frá Ólafsfirði í morgun.Aðsend Þá segir hann að seinna um kvöldið hafi skip losnað frá bryggju í Norðfirði. „Það var svo fært fyrir eigin vélarafli milli leiguplássa í höfninni í meira skjól.“ Jón Þór segir að í frystihúsinu í Neskaupstað hafi vinhviður mælst allt að 49 metrar á sekúndu. Ert þú með myndir af óveðrinu? Þú getur sent okkur póst með myndum á ritstjorn@visir.is Einnig minnist Jón Þór á að hleri hafi losnað af bæ í Breiðdal, og í Reyðarfirði hafi svalir verið við það að fjúka af húsi. Þá voru björgunarsveitir kallaðar út á sjöunda tímanum í morgun vegna göngumanns við Selandafjall sem treysti sér ekki að halda áfram göngu vegna snjóa. „Það er allavega ljóst að veðurfræðingar voru ekki að fara með neinar fleipur þegar þeir vöruðu við þessu veðri.“ Mynd úr MývatnssveitDaði lange Mynd úr MývatnssveitDaði Lange Veður Björgunarsveitir Þingeyjarsveit Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Hann segir að um sé að ræða óvenjuleg verkefni fyrir júnímánuð og vísar til orða veðurfræðinga sem segja sérstakt hvað þetta veður muni vara lengi. Myndband frá Skútustöðum í morgun. „Þetta byrjaði í gærkvöldi með því að ferðamenn sem voru á Kísilvegi milli Mývatns og Húsavíkur lentu í vandræðum í snjó. Þar fór björgunarsveitin á Mývatni í að aðstoða fólk á tveimur bílum sem höfðu fest sig,“ segir Jón Þór. „Seinna um kvöldið fór bíll útaf vegna veðurs við Vaðlaheiðagöng. Það brotnuðu í honum nokkrar rúður og ljóst að það yrði ekki haldið áfram á því ökutæki. Það var fært inn í göngin bara til að komast í göngin.“ Frá Ólafsfirði í morgun.Aðsend Þá segir hann að seinna um kvöldið hafi skip losnað frá bryggju í Norðfirði. „Það var svo fært fyrir eigin vélarafli milli leiguplássa í höfninni í meira skjól.“ Jón Þór segir að í frystihúsinu í Neskaupstað hafi vinhviður mælst allt að 49 metrar á sekúndu. Ert þú með myndir af óveðrinu? Þú getur sent okkur póst með myndum á ritstjorn@visir.is Einnig minnist Jón Þór á að hleri hafi losnað af bæ í Breiðdal, og í Reyðarfirði hafi svalir verið við það að fjúka af húsi. Þá voru björgunarsveitir kallaðar út á sjöunda tímanum í morgun vegna göngumanns við Selandafjall sem treysti sér ekki að halda áfram göngu vegna snjóa. „Það er allavega ljóst að veðurfræðingar voru ekki að fara með neinar fleipur þegar þeir vöruðu við þessu veðri.“ Mynd úr MývatnssveitDaði lange Mynd úr MývatnssveitDaði Lange
Veður Björgunarsveitir Þingeyjarsveit Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira