Öfugþróun að minni verðmæti komi af hverjum ferðamanni Kristján Már Unnarsson skrifar 4. júní 2024 12:22 Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Sigurjón Ólason Ferðaþjónustan er að stefna í öfuga átt miðað við það markmið að hver ferðamaður skili meiri verðmætum í stað stöðugrar fjölgunar ferðamanna. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir aukna markaðssetningu einu leiðina til að snúa þessari öfugþróun við. Í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi kom fram að á sama tíma og komum ferðamanna til landsins fjölgaði um sex prósent fyrstu fjóra mánuði ársins þá fækkaði gistinóttum um sex prósent. Jafnframt sagði Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, að bókanir á gististöðum fyrir sumarið væru tíu til fimmtán prósentum færri núna miðað við sama tíma í fyrra. Mynd úr herferðinni Let it out eða öskurherferð Inspired by Iceland, sem farið var í eftir covid-heimsfaraldurinn.Vísir/Íslandsstofa „Aðaláhyggjuefni okkar er að sjálfsögðu það að þetta er að fara í öfuga átt við það sem við viljum sjá þróunina. Við viljum ekki sjá fleiri og fleiri ferðamenn aftur, við vildum sjá meiri og meiri verðmæti af hverjum ferðamanni og að gistinætur hvers og dvalarlengd hvers ferðamanns lengist. Það er sameiginlegt markmið allra sem standa í þessu,” segir Jóhannes í hádegisfréttum Bylgjunnar. Hann segir aukna landkynningu eina svarið við þessari öfugþróun. „Samkeppnisríkin eru líka búin að taka sig verulega á í markaðssetningu, neytendamarkaðssetningu, sem við í rauninni höfum ekki verið að sinna síðan 2022 að neinu marki. Við stóðum okkur vel í faraldrinum en eftir það, þegar aðrir fóru af stað, þá hefur verið slökkt á fjármagni í það hér á landi.” Skjáskot úr myndbandinu Inspired by Iceland, markaðsátaki sem farið var í eftir eldgosið í Eyjafjallajökli 2010. Hann segir þetta sameiginlegt verkefni ríkisins og ferðaþjónustufyrirtækja. „Þetta er tvennskonar. Ríkið sér um „brand marketing” eða markaðssetninguna mörkun Íslands sem áfangastaðar. Að segja frá hvað Ísland er og að Ísland sé til og að það sé skynsamlegt að ferðast hingað. Fyrirtækin hins vegar sinna síðan sölumarkaðssetningunni og leggja gríðarlegt fé í það. Hún skilar langmestum árangri ef að ríkið leggur til þessa áfangastaða markaðssetningu, sem að eiginlega öll lönd í kringum okkur eru að gera. Og að auka við um þessar mundir,” segir Jóhannes Þór Skúlason. Hér var sagt frá verðlaunum Íslandsstofu fyrir öskurherferðina eftir covid-heimsfaraldurinn árið 2021: Hér má sjá umfjöllun Íslands í dag árið 2010 um markaðsátakið sem farið var í eftir eldgosið í Eyjafjallajökli: Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Efnahagsmál Hótel á Íslandi Bílaleigur Icelandair Play Skemmtiferðaskip á Íslandi Norræna Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Svarta sviðsmyndin blasir við ferðaþjónustunni í ár Horfur í ferðaþjónustu hafa snarversnað. Gistinóttum frá áramótum fækkaði um sex prósent og bókanir á hótelum fyrir sumarið eru tíu til fimmtán prósentum færri en á sama tíma í fyrra. 3. júní 2024 22:22 Setur 100 milljónir í að leiðrétta erlendan fréttaflutning um eldgosin Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ferðamála- og viðskiptaráðherra, hefur sett 100 milljónir í markaðssetningu til að svara og leiðrétta erlendan fréttaflutning um stöðuna á Íslandi í kjölfar eldsumbrotanna síðustu mánuði. Peningurinn rennur til Íslandsstofu, áhrifavalda og fleiri aðila. 21. mars 2024 08:58 Ekki markmiðið að fjölga ferðamönnum heldur hámarka arðsemi þeirra „Við þurfum að passa svolítið hvernig við tölum um ferðaþjónustuna. Fólk talar stundum á svolítið óvæginn hátt um ferðaþjónustuna, og ég er alveg ekki viss um að það sé henni eða okkur til tekna að tala um að Ísland sé uppselt eða að þurfi að loka landinu eða að við séum að drukkna í ferðamönnum,“ segir Sigríður Dögg Guðmundsdóttir fagstjóri ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu. 1. mars 2023 22:01 Íslandsstofa auglýsir Ísland með gríni á kostnað Zuckerbergs Íslandsstofa hefur birt nýtt myndband undir auglýsingaherferðinni Inspired by Iceland þar sem stólpagrín er gert að nýjum sýndarveruleikaheimi fyrirtækisins Meta, áður Facebook. 11. nóvember 2021 17:49 Öskurherferðin hlýtur virt verðlaun Íslandsstofa hlaut í vikunni virt markaðsverðlaun hjá bandaríska fagtímaritinu Digiday fyrir öskurherferðina Let it Out síðasta sumar. Dómarar eru meðal annars frá bandarísku fjölmiðlunum CBS, New York Times, Bloomberg og Forbes. 31. janúar 2021 20:00 Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi kom fram að á sama tíma og komum ferðamanna til landsins fjölgaði um sex prósent fyrstu fjóra mánuði ársins þá fækkaði gistinóttum um sex prósent. Jafnframt sagði Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, að bókanir á gististöðum fyrir sumarið væru tíu til fimmtán prósentum færri núna miðað við sama tíma í fyrra. Mynd úr herferðinni Let it out eða öskurherferð Inspired by Iceland, sem farið var í eftir covid-heimsfaraldurinn.Vísir/Íslandsstofa „Aðaláhyggjuefni okkar er að sjálfsögðu það að þetta er að fara í öfuga átt við það sem við viljum sjá þróunina. Við viljum ekki sjá fleiri og fleiri ferðamenn aftur, við vildum sjá meiri og meiri verðmæti af hverjum ferðamanni og að gistinætur hvers og dvalarlengd hvers ferðamanns lengist. Það er sameiginlegt markmið allra sem standa í þessu,” segir Jóhannes í hádegisfréttum Bylgjunnar. Hann segir aukna landkynningu eina svarið við þessari öfugþróun. „Samkeppnisríkin eru líka búin að taka sig verulega á í markaðssetningu, neytendamarkaðssetningu, sem við í rauninni höfum ekki verið að sinna síðan 2022 að neinu marki. Við stóðum okkur vel í faraldrinum en eftir það, þegar aðrir fóru af stað, þá hefur verið slökkt á fjármagni í það hér á landi.” Skjáskot úr myndbandinu Inspired by Iceland, markaðsátaki sem farið var í eftir eldgosið í Eyjafjallajökli 2010. Hann segir þetta sameiginlegt verkefni ríkisins og ferðaþjónustufyrirtækja. „Þetta er tvennskonar. Ríkið sér um „brand marketing” eða markaðssetninguna mörkun Íslands sem áfangastaðar. Að segja frá hvað Ísland er og að Ísland sé til og að það sé skynsamlegt að ferðast hingað. Fyrirtækin hins vegar sinna síðan sölumarkaðssetningunni og leggja gríðarlegt fé í það. Hún skilar langmestum árangri ef að ríkið leggur til þessa áfangastaða markaðssetningu, sem að eiginlega öll lönd í kringum okkur eru að gera. Og að auka við um þessar mundir,” segir Jóhannes Þór Skúlason. Hér var sagt frá verðlaunum Íslandsstofu fyrir öskurherferðina eftir covid-heimsfaraldurinn árið 2021: Hér má sjá umfjöllun Íslands í dag árið 2010 um markaðsátakið sem farið var í eftir eldgosið í Eyjafjallajökli:
Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Efnahagsmál Hótel á Íslandi Bílaleigur Icelandair Play Skemmtiferðaskip á Íslandi Norræna Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Svarta sviðsmyndin blasir við ferðaþjónustunni í ár Horfur í ferðaþjónustu hafa snarversnað. Gistinóttum frá áramótum fækkaði um sex prósent og bókanir á hótelum fyrir sumarið eru tíu til fimmtán prósentum færri en á sama tíma í fyrra. 3. júní 2024 22:22 Setur 100 milljónir í að leiðrétta erlendan fréttaflutning um eldgosin Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ferðamála- og viðskiptaráðherra, hefur sett 100 milljónir í markaðssetningu til að svara og leiðrétta erlendan fréttaflutning um stöðuna á Íslandi í kjölfar eldsumbrotanna síðustu mánuði. Peningurinn rennur til Íslandsstofu, áhrifavalda og fleiri aðila. 21. mars 2024 08:58 Ekki markmiðið að fjölga ferðamönnum heldur hámarka arðsemi þeirra „Við þurfum að passa svolítið hvernig við tölum um ferðaþjónustuna. Fólk talar stundum á svolítið óvæginn hátt um ferðaþjónustuna, og ég er alveg ekki viss um að það sé henni eða okkur til tekna að tala um að Ísland sé uppselt eða að þurfi að loka landinu eða að við séum að drukkna í ferðamönnum,“ segir Sigríður Dögg Guðmundsdóttir fagstjóri ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu. 1. mars 2023 22:01 Íslandsstofa auglýsir Ísland með gríni á kostnað Zuckerbergs Íslandsstofa hefur birt nýtt myndband undir auglýsingaherferðinni Inspired by Iceland þar sem stólpagrín er gert að nýjum sýndarveruleikaheimi fyrirtækisins Meta, áður Facebook. 11. nóvember 2021 17:49 Öskurherferðin hlýtur virt verðlaun Íslandsstofa hlaut í vikunni virt markaðsverðlaun hjá bandaríska fagtímaritinu Digiday fyrir öskurherferðina Let it Out síðasta sumar. Dómarar eru meðal annars frá bandarísku fjölmiðlunum CBS, New York Times, Bloomberg og Forbes. 31. janúar 2021 20:00 Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira
Svarta sviðsmyndin blasir við ferðaþjónustunni í ár Horfur í ferðaþjónustu hafa snarversnað. Gistinóttum frá áramótum fækkaði um sex prósent og bókanir á hótelum fyrir sumarið eru tíu til fimmtán prósentum færri en á sama tíma í fyrra. 3. júní 2024 22:22
Setur 100 milljónir í að leiðrétta erlendan fréttaflutning um eldgosin Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ferðamála- og viðskiptaráðherra, hefur sett 100 milljónir í markaðssetningu til að svara og leiðrétta erlendan fréttaflutning um stöðuna á Íslandi í kjölfar eldsumbrotanna síðustu mánuði. Peningurinn rennur til Íslandsstofu, áhrifavalda og fleiri aðila. 21. mars 2024 08:58
Ekki markmiðið að fjölga ferðamönnum heldur hámarka arðsemi þeirra „Við þurfum að passa svolítið hvernig við tölum um ferðaþjónustuna. Fólk talar stundum á svolítið óvæginn hátt um ferðaþjónustuna, og ég er alveg ekki viss um að það sé henni eða okkur til tekna að tala um að Ísland sé uppselt eða að þurfi að loka landinu eða að við séum að drukkna í ferðamönnum,“ segir Sigríður Dögg Guðmundsdóttir fagstjóri ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu. 1. mars 2023 22:01
Íslandsstofa auglýsir Ísland með gríni á kostnað Zuckerbergs Íslandsstofa hefur birt nýtt myndband undir auglýsingaherferðinni Inspired by Iceland þar sem stólpagrín er gert að nýjum sýndarveruleikaheimi fyrirtækisins Meta, áður Facebook. 11. nóvember 2021 17:49
Öskurherferðin hlýtur virt verðlaun Íslandsstofa hlaut í vikunni virt markaðsverðlaun hjá bandaríska fagtímaritinu Digiday fyrir öskurherferðina Let it Out síðasta sumar. Dómarar eru meðal annars frá bandarísku fjölmiðlunum CBS, New York Times, Bloomberg og Forbes. 31. janúar 2021 20:00