Kona forsætisráðherra kölluð til skýrslutöku í spillingarrannsókn Kjartan Kjartansson skrifar 4. júní 2024 12:32 Sánchez og Gómez á kjörstað í kosningunum í júlí í fyrra. Sósíalistaflokkur Sánchez myndaði minnihlutastjórn með öðrum vinstriflokki eftir margra mánaða þreifingar. Vísir/EPA Rannsóknardómari í Madrid hefur boðað eiginkonu Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, til skýrslutöku vegna ásakana um spillingu og að hún hafi notfært sér stöðu sína í viðskiptum. Saksóknarar vildu vísa málinu frá vegna skorts á sönnunargögnum. Mál Begoñu Gómez forsætisráðherrafrúar hefur valdið nokkrum úlfaþyt á Spáni. Sánchez íhugaði að segja af sér vegna þess í síðasta mánuði. Gómez hefur ekki sjálf tjáð sig opinberlega um ásakanirnar eftir að rannsókn hófst en Sánchez sakar pólitíska andstæðinga af hægri vængnum um að standa að baki því. Rannsóknin hófst eftir að samtökin Hreinar hendur lögðu fram kæru og sökuðu Gómez um að notfæra sér áhrif sín sem eiginkona forsætisráðherra til þess fá fjársterka aðila til þess að styrkja meistaranám sem hún hafði umsjón með. Forsvarsmaður Hreinna handa er Miguel Bernad sem bauð sig fram fyrir öfgahægriflokkinn Þjóðfylkinguna (sp. Frente Nacional) í Evrópuþingskosningum á níunda áratugnum. Gómez þarf að koma fyrir dómara og svara fyrir ásakanirnar í Madrid 5. júlí, að sögn spænska dagblaðsins El País. Dómarinn frestaði skýrslutökum yfir vitnum sem áttu að koma fyrir dóminn á fimmtudag til sunnudagsins 16. júní. Blaðið segir afar óvenjulegt að vitni séu kölluð fyrir dóm á sunnudegi í máli sem er ekki í flýtimeðferð. Dómarinn í málinu hafnaði kröfu saksóknara um að fella rannsóknina niður vegna skorts á sönnunargögnum í síðasta mánuði. Saksóknararnir beindu því til dómarans að einbeita sér að samskiptum Gómez við tiltekinn afthafnamann. Aðrar ásakanir Hreinna handa væru ótrúverðugar, byggðust á röngum dagsetningum og í sumum tilfellum algerum ágiskunum. Hreinar hendur hafa sagt að ásakanirnar séu fengnar úr umfjöllun fjölmiðla og samtökin geti ekki staðfest áreiðanleika þeirra sjálf. Bernad hefur vísað því á bug að pólitískar bakir hafi búið að baki kærunnar, aðeins „borgaraleg skylda“. Spánn Tengdar fréttir Forseti Argentínu skýtur föstum skotum á spænsku ríkisstjórnina Javier Milei, forseti Argentínu sakaði Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, og ríkisstjórn hans um að stofna spænskum konum í hættu og leiða fátækt og dauða yfir spænsku þjóðina. Þessi ummæli voru viðbrögð við ummælum Óscar Puente samgönguráðherra sem ýjaði að því Milei hefði neytt fíkniefna á meðan kosningabaráttu sinni stóð. 4. maí 2024 14:43 Þúsundir hvöttu Sánchez til að segja ekki af sér Þúsundir stuðningsmanna Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar og formanns Sósíalistaflokksins, komu saman á götum Madrídar í gær og hvöttu ráðherrann til þess að segja ekki af sér vegna meintrar spillingar sem eiginkona hans hefur verið sökuð um. 28. apríl 2024 08:40 Sánchez íhugar að segja af sér vegna meintrar spillingar Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar og formaður Sósíalistaflokksins, hefur aflýst öllum opinberum störfum sínum út vikuna og segist íhuga að segja af sér. Ástæðuna segir hann vera eineltismál sem hann og konan hans sæti vegna meints spillingarmáls sem eigi ekki við rök að styðjast. 25. apríl 2024 09:41 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Langflestir hafa minnsta trú á Ingu Innlent Fleiri fréttir Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Blaðamenn AP í straffi hjá Hvíta húsinu vegna Mexíkóflóa Mette fulltrúi Norðurlanda á neyðarfundi í París Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Átján létust í troðningi Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Sjá meira
Mál Begoñu Gómez forsætisráðherrafrúar hefur valdið nokkrum úlfaþyt á Spáni. Sánchez íhugaði að segja af sér vegna þess í síðasta mánuði. Gómez hefur ekki sjálf tjáð sig opinberlega um ásakanirnar eftir að rannsókn hófst en Sánchez sakar pólitíska andstæðinga af hægri vængnum um að standa að baki því. Rannsóknin hófst eftir að samtökin Hreinar hendur lögðu fram kæru og sökuðu Gómez um að notfæra sér áhrif sín sem eiginkona forsætisráðherra til þess fá fjársterka aðila til þess að styrkja meistaranám sem hún hafði umsjón með. Forsvarsmaður Hreinna handa er Miguel Bernad sem bauð sig fram fyrir öfgahægriflokkinn Þjóðfylkinguna (sp. Frente Nacional) í Evrópuþingskosningum á níunda áratugnum. Gómez þarf að koma fyrir dómara og svara fyrir ásakanirnar í Madrid 5. júlí, að sögn spænska dagblaðsins El País. Dómarinn frestaði skýrslutökum yfir vitnum sem áttu að koma fyrir dóminn á fimmtudag til sunnudagsins 16. júní. Blaðið segir afar óvenjulegt að vitni séu kölluð fyrir dóm á sunnudegi í máli sem er ekki í flýtimeðferð. Dómarinn í málinu hafnaði kröfu saksóknara um að fella rannsóknina niður vegna skorts á sönnunargögnum í síðasta mánuði. Saksóknararnir beindu því til dómarans að einbeita sér að samskiptum Gómez við tiltekinn afthafnamann. Aðrar ásakanir Hreinna handa væru ótrúverðugar, byggðust á röngum dagsetningum og í sumum tilfellum algerum ágiskunum. Hreinar hendur hafa sagt að ásakanirnar séu fengnar úr umfjöllun fjölmiðla og samtökin geti ekki staðfest áreiðanleika þeirra sjálf. Bernad hefur vísað því á bug að pólitískar bakir hafi búið að baki kærunnar, aðeins „borgaraleg skylda“.
Spánn Tengdar fréttir Forseti Argentínu skýtur föstum skotum á spænsku ríkisstjórnina Javier Milei, forseti Argentínu sakaði Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, og ríkisstjórn hans um að stofna spænskum konum í hættu og leiða fátækt og dauða yfir spænsku þjóðina. Þessi ummæli voru viðbrögð við ummælum Óscar Puente samgönguráðherra sem ýjaði að því Milei hefði neytt fíkniefna á meðan kosningabaráttu sinni stóð. 4. maí 2024 14:43 Þúsundir hvöttu Sánchez til að segja ekki af sér Þúsundir stuðningsmanna Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar og formanns Sósíalistaflokksins, komu saman á götum Madrídar í gær og hvöttu ráðherrann til þess að segja ekki af sér vegna meintrar spillingar sem eiginkona hans hefur verið sökuð um. 28. apríl 2024 08:40 Sánchez íhugar að segja af sér vegna meintrar spillingar Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar og formaður Sósíalistaflokksins, hefur aflýst öllum opinberum störfum sínum út vikuna og segist íhuga að segja af sér. Ástæðuna segir hann vera eineltismál sem hann og konan hans sæti vegna meints spillingarmáls sem eigi ekki við rök að styðjast. 25. apríl 2024 09:41 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Langflestir hafa minnsta trú á Ingu Innlent Fleiri fréttir Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Blaðamenn AP í straffi hjá Hvíta húsinu vegna Mexíkóflóa Mette fulltrúi Norðurlanda á neyðarfundi í París Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Átján létust í troðningi Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Sjá meira
Forseti Argentínu skýtur föstum skotum á spænsku ríkisstjórnina Javier Milei, forseti Argentínu sakaði Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, og ríkisstjórn hans um að stofna spænskum konum í hættu og leiða fátækt og dauða yfir spænsku þjóðina. Þessi ummæli voru viðbrögð við ummælum Óscar Puente samgönguráðherra sem ýjaði að því Milei hefði neytt fíkniefna á meðan kosningabaráttu sinni stóð. 4. maí 2024 14:43
Þúsundir hvöttu Sánchez til að segja ekki af sér Þúsundir stuðningsmanna Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar og formanns Sósíalistaflokksins, komu saman á götum Madrídar í gær og hvöttu ráðherrann til þess að segja ekki af sér vegna meintrar spillingar sem eiginkona hans hefur verið sökuð um. 28. apríl 2024 08:40
Sánchez íhugar að segja af sér vegna meintrar spillingar Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar og formaður Sósíalistaflokksins, hefur aflýst öllum opinberum störfum sínum út vikuna og segist íhuga að segja af sér. Ástæðuna segir hann vera eineltismál sem hann og konan hans sæti vegna meints spillingarmáls sem eigi ekki við rök að styðjast. 25. apríl 2024 09:41