Sendlar Wolt á „skammarlega lélegum launum“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 4. júní 2024 14:14 „Kerfið byggir svo á fullkomlega ógagnsæjum einhliða verðmyndunar-algóriþma sem hannaður er til að finna sársaukaþröskuldinn um hversu fáar krónur er hægt að koma í vasa sendilsins án þess að viðkomandi hætti að sjá tilgang vinnunnar,“ segir meðal annars í skoðanagrein Halldórs og Sögu. MIKA BAUMEISTER Sviðstjóri og sérfræðingur hjá lögfræði- og vinnumarkaðsviði ASÍ segja sendlarisann Wolt slá met í ábyrgðar- og skeytingarleysi í máli tuttugu einstaklinga sem kærðir hafa verið fyrir að starfa hjá fyrirtækinu án atvinnuréttinda. Þau segja Wolt nýta sér einstaklinga í berskjaldaðri stöðu og skora á neytendur að hugsa sig tvisvar um áður en þeir kaupa sér grunsamlega ódýra þjónustu. Í innsendri skoðanagrein á Vísi fjalla Halldór Oddsson sviðstjóri og Saga Kjartansdóttir, sérfræðingur, bæði hjá lögfræði- og vinnumarkaðssviði ASÍ, um starfsemi sendlafyrirtækisins Wolt. Tuttugu sendlar Wolt eiga yfir höfði sér kæru fyrir að starfa án atvinnuréttinda á Íslandi. Bæði sektir og fangelsisdómar liggja við brotum sem þessum. Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu kom fram að Wolt sé ekki til rannsóknar vegna málsins Halldór og Saga komast svo að orði að tuttugu af þeirra berskjölduðustu systkinum hafi „gerst sek“ um brot á atvinnuréttindum. Þau hafi starfað hjá „fyrirbærinu“ Wolt. „Viðbrögð fyrirbærisins Wolt í kjölfarið slá líklega öll fyrri met um algjört skeytingar- og ábyrgðarleysi alþjóðlegra fyrirtækja sem leynt og ljóst byggja viðskiptamódel sitt á hagnýtingu einstaklinga í berskjaldaðri stöðu. Kerfi sem varpar ábyrgðinni á fátækt fólk í neyð en horfir fram hjá ábyrgð alþjóðlegra stórfyrirtækja hlýtur að kalla á stórar spurningar,“ segir í grein Halldórs og Sögu. Þau segja að síðustu ár hafi sprottið um allan heim „fyrirbæri“ sem byggi rekstrarmódel sitt á að miðla þjónustumöguleikum með rafrænum hætti til notenda, og nefna leigubílarisann Uber sem dæmi. Kerfið byggi á einhliða verðmyndunar-algóriþma „Því miður hafa of mörg þessara fyrirbæra gleymt sér í algjörlega ábyrgðarlausri gróðahyggju. Auðvitað eru tæknibreytingar almennt jákvæðar og geta verið forsenda framfara og aukinna lífsgæða í samfélögum. En þegar græðgin tekur yfir og tækninýjungarnar eru notaðar leynt og ljóst til að knýja niður kaup og kjör þeirra sem vinna störfin, sem gerist með svona uppbroti á heilum þjónustugreinum, eru þær farnar að snúast upp í andhverfu sína,“ segir í greininni. Þau segja ábyrga rekstraraðila í nágrannalöndum sem hafa sett langtímahagsmuni framar skammtímagróða áttað sig á því að ef þessi hluti þjónustustarfsemi á að vera sjálfbær, þá þurfi að skipta kökunni með sanngjörnum hætti. Þeir hafi viðurkennt þjónustuveitendur sem starfsfólk og gengið frá kjarasamningum við viðeigandi stéttarfélög. „ASÍ og stéttarfélögin hafa gögn undir höndum sem sýna að sendlar hjá Wolt á Íslandi sem hjóla, keyra eða ganga með matarsendingar með rennblautan 7 stiga vorlægðarvindinn í andlitið, gera það fyrir skammarlega léleg laun. Kerfið byggir svo á fullkomlega ógagnsæjum einhliða verðmyndunar-algóriþma sem hannaður er til að finna sársaukaþröskuldinn um hversu fáar krónur er hægt að koma í vasa sendilsins án þess að viðkomandi hætti að sjá tilgang vinnunnar.“ skrifa Halldór og Saga. Það rími fullkomlega við það sem virðist vera í gangi hjá Wolt og mörgum sambærilegum fyrirbærum í nágrannalöndum. Alltaf einhver sem borgar Þau segja ýmis mál hafa komið upp undanfarin misseri þar sem einhvers konar sanngirnissáttmáli og jafnvel hegningarlög hafa verið brotin. Í tengslum við þau hafi fjöldi einstaklinga og fyrirtækja leitað til ASÍ og stéttarfélaganna og viljað vera hluti af lausninni og stuðla að því að almennrar sanngirni sé gætt. „Skilaboð ASÍ og stéttarfélaganna eru skýr; það sem hljómar of ódýrt til að vera satt er þá bara greitt af einhverjum öðrum, oftast hagnýttum einstaklingi, umhverfinu eða bara jafnvel af okkur sjálfum í gegnum lægra launastig í landinu. Þegar öllu er á botninn hvolft, þá er alltaf einhver sem borgar hinn raunverulega kostnað,“ segir í greininni. Saga og Halldór skora á neytendur að sem velja að tengja nafn sitt við Wolt að spyrja áleitinna spurninga um kjör sendla og vera hluti af lausninni frekar en vandanum. Það sé auðvelt að snúa blinda auganu að breytingum á vinnumarkaði og freista þess að kaupa grunsamlega ódýra þjónustu sem byggi að stórum hluta á hagnýtingu einstaklinga sem ef hefðu val, myndu ekki velja sér þau störf sem engin annar vill. „Að lokum skora undirrituð á Wolt, hvað það sem þú ert og hvar sem þú ert, að axla ábyrgð á áhrifum starfsemi sinnar og sanngjörnu launastigi. Það má skrifa margt og mikið um fyrirbæri eins og gerviverktöku, hvað sé atvinnurekandi og launafólk í skilningi skattaréttar, vinnuréttar o.s.frv. en við látum það liggja á milli hluta að sinni og kjósum frekar að skora á Wolt að axla raunveruleg ábyrgð og gera kjarasamning um störfin,“ segir að lokum. „Þar til það verður gert hljóta siðferðislega þenkjandi einstaklingar að sjóða sér hafragraut ef þeir eru svangir frekar en að kíkja á hvað er í boði hjá Wolt í símanum.“ ASÍ Vinnumarkaður Veitingastaðir Tengdar fréttir Wolt mætt í Hveragerði og Selfoss Heimsendingarþjónusturisinn Wolt hefur stækkað sendingarsvæði sitt og sinnir nú íbúum í Hveragerði og Selfossi. Wolt mætti í Reykjanesbæ í október. 23. nóvember 2023 11:19 Wolt auðveldar fyrirtækjum lífið með heimsendum mat Nú býður Wolt upp á fyrirtækjaþjónustu með heimsendingum á mat og matvöru fyrir fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum. 13. nóvember 2023 08:31 Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent Fleiri fréttir „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Sjá meira
Í innsendri skoðanagrein á Vísi fjalla Halldór Oddsson sviðstjóri og Saga Kjartansdóttir, sérfræðingur, bæði hjá lögfræði- og vinnumarkaðssviði ASÍ, um starfsemi sendlafyrirtækisins Wolt. Tuttugu sendlar Wolt eiga yfir höfði sér kæru fyrir að starfa án atvinnuréttinda á Íslandi. Bæði sektir og fangelsisdómar liggja við brotum sem þessum. Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu kom fram að Wolt sé ekki til rannsóknar vegna málsins Halldór og Saga komast svo að orði að tuttugu af þeirra berskjölduðustu systkinum hafi „gerst sek“ um brot á atvinnuréttindum. Þau hafi starfað hjá „fyrirbærinu“ Wolt. „Viðbrögð fyrirbærisins Wolt í kjölfarið slá líklega öll fyrri met um algjört skeytingar- og ábyrgðarleysi alþjóðlegra fyrirtækja sem leynt og ljóst byggja viðskiptamódel sitt á hagnýtingu einstaklinga í berskjaldaðri stöðu. Kerfi sem varpar ábyrgðinni á fátækt fólk í neyð en horfir fram hjá ábyrgð alþjóðlegra stórfyrirtækja hlýtur að kalla á stórar spurningar,“ segir í grein Halldórs og Sögu. Þau segja að síðustu ár hafi sprottið um allan heim „fyrirbæri“ sem byggi rekstrarmódel sitt á að miðla þjónustumöguleikum með rafrænum hætti til notenda, og nefna leigubílarisann Uber sem dæmi. Kerfið byggi á einhliða verðmyndunar-algóriþma „Því miður hafa of mörg þessara fyrirbæra gleymt sér í algjörlega ábyrgðarlausri gróðahyggju. Auðvitað eru tæknibreytingar almennt jákvæðar og geta verið forsenda framfara og aukinna lífsgæða í samfélögum. En þegar græðgin tekur yfir og tækninýjungarnar eru notaðar leynt og ljóst til að knýja niður kaup og kjör þeirra sem vinna störfin, sem gerist með svona uppbroti á heilum þjónustugreinum, eru þær farnar að snúast upp í andhverfu sína,“ segir í greininni. Þau segja ábyrga rekstraraðila í nágrannalöndum sem hafa sett langtímahagsmuni framar skammtímagróða áttað sig á því að ef þessi hluti þjónustustarfsemi á að vera sjálfbær, þá þurfi að skipta kökunni með sanngjörnum hætti. Þeir hafi viðurkennt þjónustuveitendur sem starfsfólk og gengið frá kjarasamningum við viðeigandi stéttarfélög. „ASÍ og stéttarfélögin hafa gögn undir höndum sem sýna að sendlar hjá Wolt á Íslandi sem hjóla, keyra eða ganga með matarsendingar með rennblautan 7 stiga vorlægðarvindinn í andlitið, gera það fyrir skammarlega léleg laun. Kerfið byggir svo á fullkomlega ógagnsæjum einhliða verðmyndunar-algóriþma sem hannaður er til að finna sársaukaþröskuldinn um hversu fáar krónur er hægt að koma í vasa sendilsins án þess að viðkomandi hætti að sjá tilgang vinnunnar.“ skrifa Halldór og Saga. Það rími fullkomlega við það sem virðist vera í gangi hjá Wolt og mörgum sambærilegum fyrirbærum í nágrannalöndum. Alltaf einhver sem borgar Þau segja ýmis mál hafa komið upp undanfarin misseri þar sem einhvers konar sanngirnissáttmáli og jafnvel hegningarlög hafa verið brotin. Í tengslum við þau hafi fjöldi einstaklinga og fyrirtækja leitað til ASÍ og stéttarfélaganna og viljað vera hluti af lausninni og stuðla að því að almennrar sanngirni sé gætt. „Skilaboð ASÍ og stéttarfélaganna eru skýr; það sem hljómar of ódýrt til að vera satt er þá bara greitt af einhverjum öðrum, oftast hagnýttum einstaklingi, umhverfinu eða bara jafnvel af okkur sjálfum í gegnum lægra launastig í landinu. Þegar öllu er á botninn hvolft, þá er alltaf einhver sem borgar hinn raunverulega kostnað,“ segir í greininni. Saga og Halldór skora á neytendur að sem velja að tengja nafn sitt við Wolt að spyrja áleitinna spurninga um kjör sendla og vera hluti af lausninni frekar en vandanum. Það sé auðvelt að snúa blinda auganu að breytingum á vinnumarkaði og freista þess að kaupa grunsamlega ódýra þjónustu sem byggi að stórum hluta á hagnýtingu einstaklinga sem ef hefðu val, myndu ekki velja sér þau störf sem engin annar vill. „Að lokum skora undirrituð á Wolt, hvað það sem þú ert og hvar sem þú ert, að axla ábyrgð á áhrifum starfsemi sinnar og sanngjörnu launastigi. Það má skrifa margt og mikið um fyrirbæri eins og gerviverktöku, hvað sé atvinnurekandi og launafólk í skilningi skattaréttar, vinnuréttar o.s.frv. en við látum það liggja á milli hluta að sinni og kjósum frekar að skora á Wolt að axla raunveruleg ábyrgð og gera kjarasamning um störfin,“ segir að lokum. „Þar til það verður gert hljóta siðferðislega þenkjandi einstaklingar að sjóða sér hafragraut ef þeir eru svangir frekar en að kíkja á hvað er í boði hjá Wolt í símanum.“
ASÍ Vinnumarkaður Veitingastaðir Tengdar fréttir Wolt mætt í Hveragerði og Selfoss Heimsendingarþjónusturisinn Wolt hefur stækkað sendingarsvæði sitt og sinnir nú íbúum í Hveragerði og Selfossi. Wolt mætti í Reykjanesbæ í október. 23. nóvember 2023 11:19 Wolt auðveldar fyrirtækjum lífið með heimsendum mat Nú býður Wolt upp á fyrirtækjaþjónustu með heimsendingum á mat og matvöru fyrir fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum. 13. nóvember 2023 08:31 Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent Fleiri fréttir „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Sjá meira
Wolt mætt í Hveragerði og Selfoss Heimsendingarþjónusturisinn Wolt hefur stækkað sendingarsvæði sitt og sinnir nú íbúum í Hveragerði og Selfossi. Wolt mætti í Reykjanesbæ í október. 23. nóvember 2023 11:19
Wolt auðveldar fyrirtækjum lífið með heimsendum mat Nú býður Wolt upp á fyrirtækjaþjónustu með heimsendingum á mat og matvöru fyrir fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum. 13. nóvember 2023 08:31