Þúsundir heimilislausra fluttir frá París í aðdraganda Ólympíuleika Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 4. júní 2024 16:26 Ólympíuleikarnir fara fram í París 26. júlí til 11. ágúst. EPA Þúsundir heimilislausra manna hafa verið fluttir frá París og nágrenni sem hluti af hreingerningaraðgerð vegna Ólympíuleikanna sem fara fram í borginni í sumar. Meðal þeirra sem fluttir hafa verið á brott eru flóttamenn, fjölskyldur og börn í viðkvæmri stöðu, að því er kemur fram í yfirlýsingu samtakanna Le Revers de la Médaille sem The Guardian hefur eftir. Þá hefur lögregla leyst upp starfsemi kynlífsverkafólks og fíkiefnaneytenda á svæðum þar sem það hélt til og hafði aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Þá segir að niðurrif yfirvalda á tjaldbúðum heimilislausra í París og nágrenni hafi færst í aukana síðastliðið ár. Á rúmu ári hafi hátt í þrettán þúsund heimilislausir Parísarbúar verið færðir úr tjaldbúðum sínum. Paul Alauzy, talsmaður mannúðarsamtakanna Médecins du Monde, segir borgaryfirvöld í París hafa gerst sek um „félagslegar hreinsanir“ (e. social clensing) á viðkvæmasta hópi borgarinnar, í þeim tilgangi að fegra ímynd borgarinnar fyrir ólympíuleikana. Hann segir fólkinu hafa verið ekið með rútum í aðrar tjaldbúðir í hæfilegri fjarlægð frá borginni sem skammtímalausn á vandanum. „Ef þetta væri göfug lausn á vandamálinu væri fólk að berjast fyrir sæti í þessum rútum, sem það er ekki að gera. Við erum hægt og rólega að gera lífið ómögulegt fyrir þetta fólk,“ segir Alauzy. Anne Hidalgo, borgarstjóri í París, segir borgarstjórn hafa í mörg ár þrýst á ríkisstjórn Frakklands, sem ber ábyrgð á neyðarskýlum, að leggja fram áætlun til þess að hýsa þá 3600 íbúa Parísar sem eru heimilislausir. Í fyrra fullyrti hún að engum yrði gert að yfirgefa borgina gegn eigin vilja. Hún segir málið ekki á ábyrgð borgarstjórnar að skjóta skjólshúsi yfir heimilislausa en þrátt fyrir það geri borgaryfirvöld meira en gott þyki í þeim málum. Í hverri viku sjái borgarstjórn um að hýsa þúsundir heimilislausra. Ólympíuleikar Frakkland Málefni heimilislausra Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Meðal þeirra sem fluttir hafa verið á brott eru flóttamenn, fjölskyldur og börn í viðkvæmri stöðu, að því er kemur fram í yfirlýsingu samtakanna Le Revers de la Médaille sem The Guardian hefur eftir. Þá hefur lögregla leyst upp starfsemi kynlífsverkafólks og fíkiefnaneytenda á svæðum þar sem það hélt til og hafði aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Þá segir að niðurrif yfirvalda á tjaldbúðum heimilislausra í París og nágrenni hafi færst í aukana síðastliðið ár. Á rúmu ári hafi hátt í þrettán þúsund heimilislausir Parísarbúar verið færðir úr tjaldbúðum sínum. Paul Alauzy, talsmaður mannúðarsamtakanna Médecins du Monde, segir borgaryfirvöld í París hafa gerst sek um „félagslegar hreinsanir“ (e. social clensing) á viðkvæmasta hópi borgarinnar, í þeim tilgangi að fegra ímynd borgarinnar fyrir ólympíuleikana. Hann segir fólkinu hafa verið ekið með rútum í aðrar tjaldbúðir í hæfilegri fjarlægð frá borginni sem skammtímalausn á vandanum. „Ef þetta væri göfug lausn á vandamálinu væri fólk að berjast fyrir sæti í þessum rútum, sem það er ekki að gera. Við erum hægt og rólega að gera lífið ómögulegt fyrir þetta fólk,“ segir Alauzy. Anne Hidalgo, borgarstjóri í París, segir borgarstjórn hafa í mörg ár þrýst á ríkisstjórn Frakklands, sem ber ábyrgð á neyðarskýlum, að leggja fram áætlun til þess að hýsa þá 3600 íbúa Parísar sem eru heimilislausir. Í fyrra fullyrti hún að engum yrði gert að yfirgefa borgina gegn eigin vilja. Hún segir málið ekki á ábyrgð borgarstjórnar að skjóta skjólshúsi yfir heimilislausa en þrátt fyrir það geri borgaryfirvöld meira en gott þyki í þeim málum. Í hverri viku sjái borgarstjórn um að hýsa þúsundir heimilislausra.
Ólympíuleikar Frakkland Málefni heimilislausra Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira