Körfubolti

Magnaður Martin þegar Alba Ber­lín tryggði sér odda­leik

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Martin var frábær í kvöld.
Martin var frábær í kvöld. Hendrik Schmidt/Getty Images

Martin Hermannsson og félagar í Alba Berlín unnu frábæran sigur á Chemnitz. Sigurinn þýðir að liðin mætast í oddaleik um sæti í úrslitum þýsku úrvalsdeildar karla í körfubolta.

Fyrir leik kvöldsins var staðan í einvíginu 2-1 Chemnitz í vil og ljóst að með sigri væri liðið komið í úrslit þýsku úrvalsdeildarinnar.

Chemnitz var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en Martin og félagar lifnuðu heldur betur við í síðari hálfleik. Frábær fjórði leikhluti tryggði Alba Berlín svo oddaleik um sæti í úrslitum, lokatölur 96-85 Alba Berlín í vil.

Martin átti frábæran leik og var næst stigahæstur í liði Alba með 19 stig ásamt því að gefa 4 stoðsendingar og taka 4 fráköst. Sterling Brown var stigahæstur með 25 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×