Karólína: Hrikalega næs Árni Jóhannsson skrifar 4. júní 2024 22:41 Spyrnur Karólínu Leu eru gulls ígildi. Vísir/Diego Karólína Lea Vilhjálmsdóttir var heldur betur áhrifavaldur í sigri Íslands á Austurríki fyrri í kvöld í undankeppni Evrópumóts kvenna í knattspyrnu 2025. Hún lagði upp bæði mörkin í 2-1 sigri liðsins og voru spyrnur hennar mjög hættulegar allan leikinn. „Þetta var hrikalega næs, ef ég má sletta“, sagði Karólína þegar hún var spurð út í léttinn sem fylgdi því að heyra lokaflaut leiksins í kvöld. Hún hélt áfram: „Mikill léttir. Þetta var ekki fallegt í dag en mér fannst við eiga að vinna þennan leik. Veðrið bauð ekki upp á fallegan fótbolta en við skiluðum þessu vel frá okkur held ég.“ Ísland fékk mark á sig undir lok fyrri hálfleiks og Karólína var spurð út í karakterinn og hvernig henni fannst liðið bregðast við. „Þetta var svolítið erfitt með vindinn í fangið. Við vorum svolitlir klaufar að fá þetta mark á okkur sérstaklega þar sem við vorum í sókn á undan þessu augnabliki. Við sýndum samt góðan karakter að koma sterkar inn í seinni hálfleik, þær sköpuðu sér lítið í seinni hálfleik þannig að við sigldum þessu bara heim.“ Var eitthvað sem liðið gat gert betur að mati Karólínu? „Það er auðvitað alltaf eitthvað sem við getum gert betur. Aðstæður leiksins gerðu bara leikinn eins og hann var. Boltinn var mikið útaf og sendingarnar fóru að þeirra markmanni en við gerðum eins vel og við gátum.“ Eins og áður segir voru spyrnur Karólínu mjög hættulegar í dag en seinni stoðsendingin var úr hornspyrnu sem fann kollinn á Hildi Antonsdóttur listavel. Í upphafi seinni hálfleiks sendi Karólína þó tvær hornspyrnur í stöngina innanverða frá vinstra horninu. Var það þó ætlunin að skora úr þessum hornspyrnum? „Það var mín ætlun að koma þessu á markið. Spyrnurnar áttu hins vegar að fara inn“, sagði Karólína og skellti upp úr áður en hún hélt áfram. „Ég var búin að vera að æfa þetta aðeins í gær með aðstoðarþjálfaranum út af því að ég vissi að það myndi vera vindur á markið. Gekk ekki upp í dag en vindurinn kom þessu vel á markið.“ Geta Íslendingar farið að láta sig dreyma um Sviss á næsta ári? „Já auðvitað á maður sér draum. Við megum samt ekki fagna neinu, það eru enn tveir leikir eftir og við verðum að vera upp á okkar besta til að fá eitthvað úr því.“ Í næsta glugga er heimaleikur gegn Þýskalandi og útileikur gegn Póllandi á dagskrá. Hvaða möguleika sér Karólína í því verkefni. Ísland hefur unnið Pólland í þessari keppni og miði er möguleiki heima gegn Þýskalandi. „Við förum í alla leiki til að vinna. Það er okkar hugarfar og það skiptir ekki máli hverjum við erum að mæta. Við ætlum að vinna alla og það er okkar markmið. Það er stutt í markmiðið náist en við verðum að vera alveg 100% til að ná því.“ Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Tengdar fréttir „Veit ekki hvað kom yfir mig“ „Við ætluðum okkur að taka þennan sigur í dag og vera með yfirhöndina farandi inn í næsta verkefni,“ sagði Guðrún Arnardóttir eftir sigur 2-1 íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu gegn Austurríki í kvöld. 4. júní 2024 22:30 „Það er draumurinn og við ætlum okkur þangað“ „Mjög mikill léttir en á sama tíma fannst mér við vera að fara vinna þennan leik allan tímann,“ sagði Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður, eftir gríðarlega mikilvægan 2-1 sigur Íslands á Austurríki í undankeppni EM kvenna í fótbolta sem fram fer í Sviss á næsta ári. 4. júní 2024 22:24 Einkunnir Íslands: Karólína Lea best meðal jafninga Ísland vann Austurríki 2-1 á Laugardalsvellinum í kvöld í 4. umferð undankeppni Evrópukeppninnar 2025. Leikurinn endaði 2-1 þar sem Hlín Eiríksdóttir og Hildur Antonsdóttir skoruðu mörkin en það var Karólína Lea Vilhjálmsdóttir sem var potturinn og pannan í sóknarleik liðsins. Karólína var valinn maður leiksins. 4. júní 2024 21:35 Uppgjör: Ísland-Austurríki 2-1 | Mikilvægur sigur í baráttunni um sæti á EM Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann mikilvægan, og verðskuldaðan, 2-1 sigur er liðið tók á móti Austurríki í undankeppni EM 2025 í kvöld. 4. júní 2024 21:30 Mest lesið „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Íslenski boltinn Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Íslenski boltinn Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Íslenski boltinn Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Íslenski boltinn Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Íslenski boltinn Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Golf Arnór fái um hundrað og sextíu milljónir fyrir að skrifa nafn sitt Fótbolti KSÍ fær styrk á ný en HSÍ fær langmest Fótbolti Brotið bein og Albert gæti misst af Kósovó og Víkingi Fótbolti Fékk beint rautt fyrir sprenghlægilegan fávitaskap Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Madrid - Manchester City | Evrópu- eða Englandsmeistarar á útleið Í beinni: Aston Villa - Liverpool | Þýðingarmikill leikur fyrir toppbaráttuna „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Myndband sem kemur þér í gírinn fyrir leiki kvöldsins Arnór mættur til Malmö: „Ég er hér til að vinna titla“ Fleygði leikmanni liðsins undir rútuna: „Meira að segja á æfingum er hann slakur“ Arnór fái um hundrað og sextíu milljónir fyrir að skrifa nafn sitt Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Brynjar og Viðar mæta Crystal Palace í æfingarleik í mars Fékk beint rautt fyrir sprenghlægilegan fávitaskap Bellingham í tveggja leikja bann „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki KSÍ fær styrk á ný en HSÍ fær langmest Talar við látna móður sína fyrir hvern leik Ræddi við Arnór en ekki um peninga Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Brotið bein og Albert gæti misst af Kósovó og Víkingi Sjáðu Bæjara bókstaflega tækla sig áfram og öll hin mörkin í Meistaradeildinni Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Ancelotti svarar Guardiola: Trúir ekki sjálfur því sem hann er að segja Vildu Kane en félagið var ósammála Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Bayern áfram: Ótrúleg dramatík í Meistaradeildinni Feyenoord sló AC Milan út Casemiro fer ekki fet Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Sjá meira
„Þetta var hrikalega næs, ef ég má sletta“, sagði Karólína þegar hún var spurð út í léttinn sem fylgdi því að heyra lokaflaut leiksins í kvöld. Hún hélt áfram: „Mikill léttir. Þetta var ekki fallegt í dag en mér fannst við eiga að vinna þennan leik. Veðrið bauð ekki upp á fallegan fótbolta en við skiluðum þessu vel frá okkur held ég.“ Ísland fékk mark á sig undir lok fyrri hálfleiks og Karólína var spurð út í karakterinn og hvernig henni fannst liðið bregðast við. „Þetta var svolítið erfitt með vindinn í fangið. Við vorum svolitlir klaufar að fá þetta mark á okkur sérstaklega þar sem við vorum í sókn á undan þessu augnabliki. Við sýndum samt góðan karakter að koma sterkar inn í seinni hálfleik, þær sköpuðu sér lítið í seinni hálfleik þannig að við sigldum þessu bara heim.“ Var eitthvað sem liðið gat gert betur að mati Karólínu? „Það er auðvitað alltaf eitthvað sem við getum gert betur. Aðstæður leiksins gerðu bara leikinn eins og hann var. Boltinn var mikið útaf og sendingarnar fóru að þeirra markmanni en við gerðum eins vel og við gátum.“ Eins og áður segir voru spyrnur Karólínu mjög hættulegar í dag en seinni stoðsendingin var úr hornspyrnu sem fann kollinn á Hildi Antonsdóttur listavel. Í upphafi seinni hálfleiks sendi Karólína þó tvær hornspyrnur í stöngina innanverða frá vinstra horninu. Var það þó ætlunin að skora úr þessum hornspyrnum? „Það var mín ætlun að koma þessu á markið. Spyrnurnar áttu hins vegar að fara inn“, sagði Karólína og skellti upp úr áður en hún hélt áfram. „Ég var búin að vera að æfa þetta aðeins í gær með aðstoðarþjálfaranum út af því að ég vissi að það myndi vera vindur á markið. Gekk ekki upp í dag en vindurinn kom þessu vel á markið.“ Geta Íslendingar farið að láta sig dreyma um Sviss á næsta ári? „Já auðvitað á maður sér draum. Við megum samt ekki fagna neinu, það eru enn tveir leikir eftir og við verðum að vera upp á okkar besta til að fá eitthvað úr því.“ Í næsta glugga er heimaleikur gegn Þýskalandi og útileikur gegn Póllandi á dagskrá. Hvaða möguleika sér Karólína í því verkefni. Ísland hefur unnið Pólland í þessari keppni og miði er möguleiki heima gegn Þýskalandi. „Við förum í alla leiki til að vinna. Það er okkar hugarfar og það skiptir ekki máli hverjum við erum að mæta. Við ætlum að vinna alla og það er okkar markmið. Það er stutt í markmiðið náist en við verðum að vera alveg 100% til að ná því.“
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Tengdar fréttir „Veit ekki hvað kom yfir mig“ „Við ætluðum okkur að taka þennan sigur í dag og vera með yfirhöndina farandi inn í næsta verkefni,“ sagði Guðrún Arnardóttir eftir sigur 2-1 íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu gegn Austurríki í kvöld. 4. júní 2024 22:30 „Það er draumurinn og við ætlum okkur þangað“ „Mjög mikill léttir en á sama tíma fannst mér við vera að fara vinna þennan leik allan tímann,“ sagði Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður, eftir gríðarlega mikilvægan 2-1 sigur Íslands á Austurríki í undankeppni EM kvenna í fótbolta sem fram fer í Sviss á næsta ári. 4. júní 2024 22:24 Einkunnir Íslands: Karólína Lea best meðal jafninga Ísland vann Austurríki 2-1 á Laugardalsvellinum í kvöld í 4. umferð undankeppni Evrópukeppninnar 2025. Leikurinn endaði 2-1 þar sem Hlín Eiríksdóttir og Hildur Antonsdóttir skoruðu mörkin en það var Karólína Lea Vilhjálmsdóttir sem var potturinn og pannan í sóknarleik liðsins. Karólína var valinn maður leiksins. 4. júní 2024 21:35 Uppgjör: Ísland-Austurríki 2-1 | Mikilvægur sigur í baráttunni um sæti á EM Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann mikilvægan, og verðskuldaðan, 2-1 sigur er liðið tók á móti Austurríki í undankeppni EM 2025 í kvöld. 4. júní 2024 21:30 Mest lesið „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Íslenski boltinn Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Íslenski boltinn Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Íslenski boltinn Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Íslenski boltinn Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Íslenski boltinn Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Golf Arnór fái um hundrað og sextíu milljónir fyrir að skrifa nafn sitt Fótbolti KSÍ fær styrk á ný en HSÍ fær langmest Fótbolti Brotið bein og Albert gæti misst af Kósovó og Víkingi Fótbolti Fékk beint rautt fyrir sprenghlægilegan fávitaskap Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Madrid - Manchester City | Evrópu- eða Englandsmeistarar á útleið Í beinni: Aston Villa - Liverpool | Þýðingarmikill leikur fyrir toppbaráttuna „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Myndband sem kemur þér í gírinn fyrir leiki kvöldsins Arnór mættur til Malmö: „Ég er hér til að vinna titla“ Fleygði leikmanni liðsins undir rútuna: „Meira að segja á æfingum er hann slakur“ Arnór fái um hundrað og sextíu milljónir fyrir að skrifa nafn sitt Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Brynjar og Viðar mæta Crystal Palace í æfingarleik í mars Fékk beint rautt fyrir sprenghlægilegan fávitaskap Bellingham í tveggja leikja bann „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki KSÍ fær styrk á ný en HSÍ fær langmest Talar við látna móður sína fyrir hvern leik Ræddi við Arnór en ekki um peninga Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Brotið bein og Albert gæti misst af Kósovó og Víkingi Sjáðu Bæjara bókstaflega tækla sig áfram og öll hin mörkin í Meistaradeildinni Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Ancelotti svarar Guardiola: Trúir ekki sjálfur því sem hann er að segja Vildu Kane en félagið var ósammála Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Bayern áfram: Ótrúleg dramatík í Meistaradeildinni Feyenoord sló AC Milan út Casemiro fer ekki fet Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Sjá meira
„Veit ekki hvað kom yfir mig“ „Við ætluðum okkur að taka þennan sigur í dag og vera með yfirhöndina farandi inn í næsta verkefni,“ sagði Guðrún Arnardóttir eftir sigur 2-1 íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu gegn Austurríki í kvöld. 4. júní 2024 22:30
„Það er draumurinn og við ætlum okkur þangað“ „Mjög mikill léttir en á sama tíma fannst mér við vera að fara vinna þennan leik allan tímann,“ sagði Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður, eftir gríðarlega mikilvægan 2-1 sigur Íslands á Austurríki í undankeppni EM kvenna í fótbolta sem fram fer í Sviss á næsta ári. 4. júní 2024 22:24
Einkunnir Íslands: Karólína Lea best meðal jafninga Ísland vann Austurríki 2-1 á Laugardalsvellinum í kvöld í 4. umferð undankeppni Evrópukeppninnar 2025. Leikurinn endaði 2-1 þar sem Hlín Eiríksdóttir og Hildur Antonsdóttir skoruðu mörkin en það var Karólína Lea Vilhjálmsdóttir sem var potturinn og pannan í sóknarleik liðsins. Karólína var valinn maður leiksins. 4. júní 2024 21:35
Uppgjör: Ísland-Austurríki 2-1 | Mikilvægur sigur í baráttunni um sæti á EM Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann mikilvægan, og verðskuldaðan, 2-1 sigur er liðið tók á móti Austurríki í undankeppni EM 2025 í kvöld. 4. júní 2024 21:30